Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 01. maí 2024 12:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir í bann í Bestu og fjórir í bikarnum
FH fékk tvær sektir
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson.
Oliver Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar voru nokkrir leikmenn úrskurðaðir í bann.

Þeir Ísak Óli Ólafsson (FH) og Oliver Stefánsson (ÍA) fengu báðir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar ÍA og FH mættust í Akraneshöllinni. Þeir missa af leikjum í 5. umferð Bestu deildarinnar. FH mætir Vestra og ÍA heimsækir Stjörnuna.

Þá verða fjórir leikmenn í banni þegar 16-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum fara fram.

Baldvin Þór Berndsen hjá Fjölni missir af leiknum gegn Þór og hjá Þórsurum verður Bjarki Þór Viðarsson í leikbanni. Eric Vales Ramos hjá Grindavík missir af leiknum gegn Víkingi og Samuel Frederick Blair, markvörður KR, verður í leikbanni gegn Stjörnunni.

FH fékk tvær sektir vegna fjölda refsistiga í tveimur leikjum; 16000 krónur fyrir 10 refsistig (gul og rauð spjöld) í bikarleiknum gegn Val og 12000 krónur fyrir 9 refsistig í leiknum gegn ÍA. ÍA fékk sama fjölda refsistiga og sömu sekt eftir leikinn í Akraneshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner