Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   fim 02. maí 2024 23:24
Sölvi Haraldsson
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mynd: Hrefna Morthens

Við töpuðum leiknum því við gáfum boltann of léttilega frá okkur í kvöld. Að skora tvö mörk í seinustu tveimur deildarleikjum ætti að vera nóg en við verðum að vera betri varnarlega.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-2 tap í Árbænum í kvöld gegn nýlliðunum Fylki.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Leikurinn var mjög kaflaskiptur en heilt yfir voru Fylkir með yfirhöndina. Glenn segir þetta hafa verið skrítinn leik.

Þetta var furðulegur leikur. Okkur leið eins og við værum að stýra boltanum en ekki leiknum. Þær voru að skapa sér fullt af færum þegar við vorum á boltanum. Þær brutu okkur. Við þurfum að geta stoppað þessi upphlaup sem við gerðum ekki vel í dag.

Keflavík hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi móts en Jonathan Glenn, þjálfari liðsins, hefur engan húmor fyrir því.

Þetta er óásættanlegt. Óásættanlegt. Þær vita það og við vitum það. Þetta er lærdómur fyrir marga leikmenn. Við erum í vegferð núna þar sem margar stelpur þurfa að læra hratt og vaxa hratt sem leikmenn. Að skora fjögur mörk í tveimur leikjum ætti að vera nóg. En það er eitthvað í okkar leik sem við þurfum að laga.

Það vakti athygli að Caroline Mc Cue Van Slambrouck tók skóna af hillunni fyrir skömmu og var í byrjunarliðinu í dag. Ekki nóg með það heldur þá skoraði hún, hvernig kom það til?

Ég talaði við hana á dögunum og ég er mjög glaður að hafa hana. Hún er leikmaður með mikla reynslu og mun hjálpa okkur í sumar. Það var aldrei spurning að fá hana inn þegar það var í boði.

Eftir að glugginn lokaði fengu Keflvíkinar tvo leikmenn. Hvaða leikmenn eru þetta?

Oliwia hefur æft með okkur í einhvern tíma og býr í Keflavík. Við vildum bara fá félagskiptin í gegn og taka síðan stöðuna. Regina er leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með lengi og vonandi mun það ganga upp.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Jonathan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner