Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 03. maí 2024 09:53
Elvar Geir Magnússon
Klopp segir álagið glæpsamlegt: Vonaði að Amnesty myndi blanda sér í málið
Jurgen Klopp segir of mikið álag á leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.
Jurgen Klopp segir of mikið álag á leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er bálreiður yfir leikjaáætlun liðsins og því álagi sem er á liði hans.

„Þeir dirfðust til að láta okkur spila á fimmtudegi og sunnudegi, svo kom miðvikudagur og hádegisleikur á laugardegi. Þetta er glæpsamlegt," segir Klopp.

„Ég var hreinlega að búast við því að Amnesty International myndi blanda sér í málið," bætir hann við í gamansömum tón og vísar þar í alþjóðlegu samtökin sem berjast fyrir mannréttindum um allan heim.

Ætlar aldrei aftur að horfa á TNT Sports
Sjónvarpsrétthafinn TNT Sports hafði mikið að segja varðandi leikjadagskrá Liverpool og Klopp lætur stöðina heyra það.

„Í öllum heiminum eru það við sem fáum skemmstan tíma á milli leikja. Þetta er algjört brjálæði. Ég ræddi við TNT, sjónvarpsstöð sem ég mun aldrei horfa á aftur. Þeir sögðust borga okkur fyrir að spila fótbolta en ég sé það öðruvísi. Fótboltinn borgar þeim."

„Nú fengu strákarnir nokkra daga í frí sem er gríðarlega mikilvægt og við gátum haft almennilegar æfingar aftur, eitthvað sem við erum ekki vanir lengur. Venjulega hrösum við frá einni æfingu í aðra og svo er leikur. Æfingar hjálpa góðum þjálfurum og leikmönnum, það sýnir sig."

„Ég tel að almennt sé þetta áhugavert umræðuefni. Við sjáum Aston Villa tapa 4-2 í gær og ef þeir falla úr leik þá verður ekkert enskt lið í úrslitaleik í Evrópu. Ég horfi mikið á fótbolta. Enska úrvalsdeildin er sterkasta deild í heimi en leikmennirnir eru útkeyrðir."

Afrek að ná Meistaradeildarsæti
Liverpool, sem mætir Tottenham á sunnudag, hefur gefið rækilega eftir í síðustu leikjum og líkurnar á að liðið endi á toppi deildarinnar orðnar litlar.

„Það er afrek að ná Meistaradeildarsæti þó sjónarhornið því um tíma leit út fyrir að við gætum farið alla leið og unnið titilinn. Það gekk ekki upp en niðurstaðan er samt líklega þriðja sætið í deildinni á eftir tveimur liðum sem hafa staðið sig mjög vel. Ég veit að stærðfræðilega eru enn möguleikar," segir Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner