Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   fim 16. maí 2024 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davies vill vera áfram hjá Bayern - Ósáttur við Real Madrid
Mynd: EPA

Alphonso Davies bakvörður Bayern hefur verið mikið orðaður við Real Madrid en hann er sagður vilja vera áfram í Þýskalandi.


Bild greinir frá því að hann sé ósáttur með hægagang Real í viðræðunum sem hefur orðið til þess að hann íhugar að vera áfram hjá Bayern.

Talað hefur verið um að Davies yrði fáanlegur ódýrt í sumar þar seme samningur hans við þýska félagið rennur út sumarið 2025. Real Madrid hefur hins vegar minni áhuga á honum en áður þar sem Ferland Mendy hefur spilað vel undanfarið.

Þá var Davies ákveðinn í að fara en nú virðist það hafa breyst og hann sagður vilja vera áfram næstu árin.


Athugasemdir
banner
banner
banner