Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 16. maí 2024 10:32
Elvar Geir Magnússon
Zaniolo ekki með Ítalíu á EM
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo verður ekki með ítalska landsliðinu á EM í sumar. Luciano Spalletti landsliðsþjálfari hefur staðfest að útilokað sé að Zaniolo geti tekið þátt.

Zaniolo, sem spilar fyrir Aston Villa, meiddist gegn Liverpool á mánudagskvöld.

Evrópumótið stendur yfir í Þýskalandi frá 14. júní til 14. júlí.

„Ég hef rætt við Zaniolo og það er hægt að útiloka möguleikann á því að hann geti verið með," segir Spalletti.

Zaniolo, sem er 24 ára, hefur verið feikilega óheppinn með meiðsli og missti af því þegar Ítalía vann EM 2020. Hann er í eigu Galatasaray en lék með Aston Villa á lánssamningi á þessu tímabili.

Hann náði ekki að hafa mikil áhrif hjá Villa og skilaði þremur mörkum í 39 keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner