Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 30. apríl 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Courtois fer ekki með Belgum á EM
Mynd: EPA
Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, fer ekki á Evrópumót landsliða í sumar en þetta staðfesti Domenico Tedesco, þjálfari Belgíu.

Markvörðurinn hefur verið frá allt tímabilið eftir að hafa slitið krossband.

Hann átti að snúa aftur í mars en þurft síðan að gangast undir aðra aðgerð eftir að það kom bakslag í endurhæfingunni.

Góður möguleiki er á því að hann snúi aftur á völlinn gegn Cadiz næstu helgi en þjálfari Belga virðist útiloka það að hann fari með á EM.

Sagði hann á blaðamannafundi að hann myndi aðeins taka leikmenn með á EM sem væru í góðu leikformi.

Courtois, sem er 31 árs gamall, á 102 landsleiki fyrir Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner