Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 30. apríl 2024 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Stórmeistarajafntefli í München
Vinicius Junior skoraði bæði mörk Madrídinga
Vinicius Junior skoraði bæði mörk Madrídinga
Mynd: Getty Images
Harry Kane skoraði seinna mark Bayern
Harry Kane skoraði seinna mark Bayern
Mynd: Getty Images
Bayern 2 - 2 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('24 )
1-1 Leroy Sane ('53 )
2-1 Harry Kane ('57 , víti)
2-2 Vinicius Junior ('83 , víti)

Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Allianz-leikvanginum í München í kvöld.

Heimamenn voru með öll völd í byrjun leiks og líklegri aðilinn til að skora.

Tölfræði segir ekki allt. Real Madrid þurfti bara eina sókn. Toni Kroos kom með glæsilega sendingu inn fyrir á Vinicius Junior sem kláraði af yfirvegun á 24. mínútu.

Eftir markið voru það Madrídingar sem voru að stýra leiknum og fóru þeir inn í hálfleikinn með eins marks forystu.

Bayern átti stórkostlega byrjun á síðari hálfleiknum. Leroy Sane jafnaði metin á 53. mínútu með föstu vinstri fótar skoti, eftir að hafa leiki sér með boltann hægra megin við teiginn.

Nokkrum mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Jamal Musiala er afar flinkur í að rekja boltann, svo flinkur að Lucas Vazquez sá enga aðra leið en að rífa hann niður í teignum.

Harry Kane dró djúpt inn andann áður en hann setti spyrnuna í vinstra hornið og Bayern komið í 2-1.

Suður-Kóreumaðurinn Kim-Min Jae var skúrkurinn í Bayern-liðinu í kvöld, en hann reif Rodrygo niður á hinum enda valalrins þegar tæpar tíu mínútur voru eftir og fengu Madrídingar þar gullið tækifæri til að jafna. Vinicius gerði það auðvitað og allt hnífjafnt.

Lokatölur í München, 2-2. Liðin eigast aftur við á Santiago Bernabeu í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner