Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 30. apríl 2024 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís ekki með í næsta landsliðsverkefni
Icelandair
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir mun missa af næsta landsliðsverkefni vegna meiðsla.

Sædís verður frá næstu sjö til átta vikurnar en hún vonast til að snúa aftur fyrir síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins í júlí.

Það var óvissa fyrir síðasta landsliðsverkefni hvort Sædís gæti spilað og var búið að kalla inn leikmann í staðinn fyrir hana. Svo degi fyrir leik gegn Póllandi var hún kölluð aftur upp í hópinn. Fyrsta myndataka sagði eitt og næsta myndataka sagði annað. Hún spilaði svo bæði gegn Póllandi og Þýskalandi.

Eftir verkefnið spilaði hún líka með Vålerenga, en hún fór síðan í frekari myndatökur og þá komu meiðsli í ljós. Það fannst sprunga í beini (e. grade 4a) út frá þeim myndatökum.

Næsta verkefni Íslands er eftir mánuð þegar liðið spilar tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki. Með góðum úrslitum í þeim leikjum getur íslenska liðið komið sér langleiðina á Evrópumótið.

Sædís hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu í síðustu verkefnum en líklegt er að Sandra María Jessen muni spila í vinstri bakverðinum í fjarveru hennar.

Sædís, sem verður tvítug í september, gekk í raðir norska félagsins Vålerenga fyrr á þessu ári.

Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland 3 - 0 Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland 3 - 1 Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Athugasemdir
banner
banner
banner