Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 30. apríl 2024 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Tveir stjórnarmenn yfirgefa Man Utd eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem greint var frá því að Patrick Stewart, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins til bráðabirgða og fjármálastjórinn Cliff Baty hætti hjá félaginu eftir tímabilið.

Richard Arnold hætti sem framkvæmdastjóri félagsins í nóvember og tók Stewart við til bráðabirgða.

Omar Berrada kemur til með að gegna þessari stöðu frá 13. júlí og átti Stewart að sinna starfinu fram að þeirri dagsetningu, en það hefur breyst og mun hann ljúka störfum eftir tímabilið.

Jean-Claude Blanc mun því sinna starfinu í rúma tvo mánuði áður en Berrada mætir á skrifstofuna.

Baty hættir þá sem fjármálastjóri félagsins en hann hefur starfað fyrir United frá 2016 og verið í stjórn frá 2017. Roger Bell mun taka við af honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner