Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Njarðvík
1
5
Haukar
0-1 Aron Freyr Róbertsson '16
0-2 Fareed Sadat '25
0-3 Alexander Freyr Sindrason '35
0-4 Ísak Jónsson '45
Ari Már Andrésson '49 1-4
1-5 Daði Snær Ingason '93
24.06.2019  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Fareed Sadat
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson ('41)
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
11. Krystian Wiktorowicz
15. Ari Már Andrésson ('79)
22. Andri Fannar Freysson ('57)
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
10. Bergþór Ingi Smárason ('41)
14. Andri Gíslason ('57)
16. Jökull Örn Ingólfsson ('79)
18. Falur Orri Guðmundsson
21. Alexander Helgason
24. Guillermo Lamarca

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afhroðarframmistaða hjá Njarðvík en það skal ekki tekið af Haukum þó að þeir gerðu virkilega vel í dag og sigurinn sannfærandi og sanngjarn.
93. mín Gult spjald: Daði Snær Ingason (Haukar)
Fær gult að launum fyrir þetta myndi ég halda frekar en að hann hafi síðan gert eitthvað annað.
93. mín MARK!
Daði Snær Ingason (Haukar)
Kemst fyrir útspark hjá Brynjari Atla sem liggur eftir en líklega ekkert á þetta.

Daði Snær rekur boltann upp að marklínu Njarðvíkur, beygir sig niður og skallar hann inn. Ekki hægt að segja að það sé mikil virðing í því.
91. mín
Komnar 90 á klukkuna.
Það er orðið nokkuð ljóst að Njarðvíkingar eru kominir í fallsæti eftir daginn í dag.
88. mín
Njarðvíkingum gengur illa að tengja samann sendingar þessar síðustu mínutur.
87. mín
Inn:Kristófer Jónsson (Haukar) Út:Fareed Sadat (Haukar)
83. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
79. mín
Inn:Jökull Örn Ingólfsson (Njarðvík) Út:Ari Már Andrésson (Njarðvík)
79. mín
Haukamenn hefðu átt að fá víti hérna!
Þorsteinn Örn æðir inn í teig og er klárlega ýtt í bakið á honum en Egill dómari ekki á sama máli. Njarðvíkingar stálheppnir þarna!
75. mín
Haukar nálægt því að bæta við. Fyrirgjöf fyrir markið sem Aron Elí skallar niður á Alexander Frey sem á skot hárfínt framhjá stönginni.
72. mín
Tíminn er að vinna með Haukum og þeir vita það. Eru ekkert að flýta sér í sínum aðgerðum.
67. mín
Njarðvík með lúmska hornspyrnu sem endar með því að fyrirgjöfin fyrir fer í gegnum alla þvöguna en Krystian og Sindri Þór markmaður skella samann og leikurinn er stopp.
60. mín
Aukaspyrna út við hliðarlínu og aftur lætur Stefán Birgir reyna á skotið sem Sindri Þór slær yfir.
Ekkert verður síðan úr hornspyrnunni.
57. mín
Inn:Andri Gíslason (Njarðvík) Út:Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
55. mín
Við erum að sjá allt annað Njarðvikurlið mæta út í seinni hálfleikinn. Eitthvað hefur Rabbi sagt við sína menn í hálfleik.
52. mín
ARI MÁR!
AAAAALEINNN inn á teig þegar fyrirgjöf kemur fyrir en nær ekki að stýra skallanum á markið! Var alveg opið markið!
51. mín
SKOT/FYRIRGJÖF Í SLÁ!

Stefán Birgir með aukaspyrnu út við hliðarlínu sem dettur á slánna!
49. mín MARK!
Ari Már Andrésson (Njarðvík)
Stoðsending: Andri Fannar Freysson
Í ÞEIM TÖLUÐU!!

Andri Fannar með flottan undirbúning áður en hann finnur Ara Már rétt fyrir utan teig sem skilar knettinum í netið með skoti út við stöng.
48. mín
Njarðvíkingar eru að koma út í þennan seinni hálfleik mun beittari. Rabbi hefur líklega gefið þeim eitt eða tvö orð í eyra í hálfleik.
46. mín
Ísak Jóns á upphafsspark seinni hálfleiks, verður skemmtilegt að sjá hvernig Njarðvíkingar koma stemmdir út í seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
+3

Blessunarlega fyrir Njarðvíkinga er kominn hálfleikur. Þetta hefur verið afleitt að fylgjast með þeim í dag en á sama tíma hafa Haukar gengið á lagið.
45. mín MARK!
Ísak Jónsson (Haukar)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
+2

HAUKAR ERU AÐ KJÖLDRAGA NJARÐVÍKINGA!

Njarðvíkigar fengu hornspyrnu sem Haukar komast fyrir og þá tekur Aron Elí á rás og þýtur upp allan völlinn og leggur hann svo út á Ísak Jóns sem kom með honum hægra meginn og hann leggur hann framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur.
44. mín
Fareed í góðu færi en skrúfar boltann rétt yfir markið.
41. mín
Inn:Kristinn Pétursson (Haukar) Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Þeir fóru báðir útaf, óskum þeim báðum skjóts bata.
41. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
Gísli Martin þarf að yfirgefa völlinn, vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá kauða.
38. mín
Leikurinn er stöðvaður.
Þeir skella saman Daníel Snorri og Gísli Martin og leikurinn er stöðvaður strax, sjúkraþjálfarar beggja liða hlaupa inná. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
35. mín MARK!
Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
HAUKAR BÆTA VIÐ ÞRIÐJA!

Hornspyrna og boltinn dettur í teginum og skoppar þarna á milli manna áður en Alexander nær að skutla sér á boltann og inn fer hann!
31. mín
Haukar eru mun ákveðnari í þessum leik og eru óhræddir við að láta finna fyrir sér.
28. mín
Njarðvíkingar virka svolítið með hálfan hugann við þetta. Spurning hvort leikurinn á fimmtudaginn sé að trufla þá og hvort þeir haldi að það skili þeim einhverju að ætla spara sig í þessum leik.
25. mín MARK!
Fareed Sadat (Haukar)
HAUKAR TVÖFALDA FORYSTUNA!

Virkaði sem saklaus hreinsun frá marki Hauka en allt í einu er Fareed sloppinn einn í gegn frá miðjuboga og í þetta sinn náði Brynjar Atli ekki að koma vörnum við en Fareed lagði hann meistaralega í fjærhornið.
16. mín MARK!
Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
HAUKAR KOMNIR YFIR!

Sá ekki aðmennilega hvað gerðist þarna í aðdragandann þar sem ég var að skrifa um vörsluna hans Brynjars en eg sá þó að sendinginn var lág fyrir markið frá vinstri kannt þar sem Aron Freyr stakk sér á milli varnarmanna Njarðvíkur og lagði boltann í vinsta hornið.
15. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!
Haukar sprengja upp miðjuna hjá Njarðvík og Þorsteinn Örn sleppur einn innfyriri en Brynar Atli ÉTUR HANN! Gerir sig breiðann og ver stórkostlega einn á einn.
10. mín
Haukar fá fyrsta horn leiksins.
6. mín
Andri Fannar fær aðhlynningu út við hliðarlínu og virðist hafa verið blóðgaður, kemur inn aftur með umbúðir um hausinn.
4. mín
Njarðvíkingar ekki sáttir.
Andri Fannar liggur eftir með höfuðmeiðsl en Egill dómari lætur leikinn halda áfram.
1. mín
Það eru Njarðvíkingar sem byrja þennan leik.

Fyrir leik
Gunnar Þorsteinsson er spámaður 9.Umferðar Inkasso deildarinnar og þetta er dómurinn sem hann kvað yfir þennan leik.

Njarðvík 1 - 0 Haukar
Gengi beggja liða hefur verið brösugt að undanförnu. Njarðvíkingar bíta frá sér eftir fjögurra leikja taphrinu og koma með sannkallaðan Suðurnesjameðbyr inn í bikarleikinn gegn Vesturbæingum. Liðunum hefur gengið illa að koma knettinum í mark andstæðinganna en fyrirliðinn og tölvunarfræðingurinn eldknái Andri Fannar Tótatrúðsson mokar knettinum yfir línuna eftir darraðadans í teig Hauka.
Fyrir leik
Haukar hafa aftur á móti eftir erfiða byrjun verið hægt og bítandi verið að rétta sig við en þeir eru með 4 stig úr síðustu 4 leikjum og geta með sigri í dag komist úr fallsæti og á sama tíma sett gestgjafana í Njarðvík í fallsætið.
Haukar töpuðu naumlega fyrir Leiknismönnum í síðustu umferð 1-2.
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa vægt til orða tekið ekki verið á góðu skriði undanfarið en þeir hafa tapað síðustu 4 leikjum sínum og núna síðast fóru Afturelding með sigur heim frá Rafholtsvellinum á fimmtudaginn var þegar þeir sigruðu heimamenn 0-2.
Þá má einnig minnast á að Njarðvíkingar eiga enn eftir að rífa fram markaskónna á heimavelli en þeir hafa ekki enn tekist að skora á heimavelli í sumar sem verður að seint talið vænlegt til árangurs.
Fyrir leik
Þessum leik var flýtt fyrir Njarðvíkinga vegna þáttöku þeirra í 8 liða úrslitum Mjólkurbikar Karla en þeir etja kappi við KR næstkomandi fimmtudag eða um það leiti sem þessi 9.Umferð ætti að vera byrja.
Óskum Njarðvíkingum aðsjálfssögðu til hamingju með flottan árangur þar og góðs gengis í leiðinni á fimmtudaginn.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin/nn í þessa beinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Hauka í Inakasso deild karla.
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
2. Aron Elí Sævarsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson ('83)
8. Ísak Jónsson (f)
9. Fareed Sadat ('87)
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('41)
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson ('41)
10. Daði Snær Ingason ('83)
10. Kristófer Dan Þórðarson
11. Arnar Aðalgeirsson
17. Kristófer Jónsson ('87)
24. Frans Sigurðsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hafþór Þrastarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Ríkarður Halldórsson
Sigmundur Einar Jónsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Daði Snær Ingason ('93)

Rauð spjöld: