Víkingur R.
0
0
ÍA
Nikolaj Hansen '41 , misnotað víti 0-0
01.07.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðangjóla, sólskin og 13 stiga hiti
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1425
Maður leiksins: Óttar Bjarni Guðmundsson
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('72)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('75)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('23)

Varamenn:
12. Emil Andri Auðunsson (m)
5. Mohamed Dide Fofana
7. James Charles Mack ('72)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('75)
20. Júlíus Magnússon
77. Kwame Quee ('23)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með steindauðu 0-0 jafntefli eftir virkilega dapran seinni hálfleik.
90. mín
Skagamenn fá horn. 90+2
89. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Gonzalo Zamorano (ÍA)
Allt þá þrennt er. Búnir að reyna gera þessa skiptingu þrívegis.
88. mín
Víkingar fá horn. Fer hver að verða síðastur.
85. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Fyrir að tefja.
81. mín
Víkingar fá horn.
75. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
75. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Misnotað víti það sem situr eftir.
72. mín
Inn:James Charles Mack (Víkingur R.) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Dugnaður í Guðmundi í dag en ekkert mark
70. mín
ÍA fær horn.
69. mín
Boltanum flikkað inn boxið en Zamorano nær ekki til boltans.
68. mín
Spyrnarn hjá Ágústi slök.
67. mín
Víkingar að herða tökin. Fá horn.
66. mín
Nikolaj í fínu færi eftir fyrirgjöf Dofra. En í hliðarnetið. Stúkan fagnaði.
65. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Brýtur af sér á miðjum vellinum. of seinn
64. mín
Það eru 1425 manns á vellinum í dag. Vel gert!!!!!
64. mín
Þvílík björgun. Einar Logi hendir sér fyrir skot Guðmundar af stuttu færi og bjargar að ég held öruggu marki.
62. mín
Víkingar brotlegir.
61. mín
Kwame með skot í varnarmann. annað horn
61. mín
Víkingar fá horn.
59. mín
Guðmundur Andri með fínan sprett upp hægra meginn og skotið en í hliðarnetið.
57. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Fyrsta skipting Skagamanna.
57. mín
Halldór Smári með heiðarlega tilraun í eigið net en gefur horn í staðinn.
55. mín
Skalli eftir langt innkast frá Skaganum en í hendur Þórðar.
51. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Of seinn í tæklingu.
49. mín
Davíð Atla á nærstönginni en nær ekki að stýra skallanum á markið.
48. mín
Víkingur vinnur horn.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja hér leik
45. mín
Hálfleikur
Frekar bragðdaufum fyrri hálfleik lokið, Víti forgörðum hjá heimamönnum en annars fátt að frétta. Skagamenn virka þó frekar pirraðir og eru með ansi margt á hornum sér.
45. mín Gult spjald: Marcus Johansson (ÍA)
Uppsafnað. Keyrir í bakið á Guðmundi. algjörlega óþarfi og heimskulegt brot.
43. mín
Skagamenn bruna upp og komast í færi á markteig en Víkingar bjarga nánast á línu og Þórður handsamar knöttinn.
41. mín Misnotað víti!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Árni ver ömurlega spyrnu Hansens með fótunum.
40. mín
Víkingur fær Víti!!!!!!!!!!

Hvað ertu að gera Árni??????

Árni missir af boltanum í hættulausri stöðu, Hansen að komast fram fyrir hann en Árni tekur hann niður.
38. mín
Vikingar á að giska 70% með boltann hér fyrstu 40. Og Þorvaldur að aðvara Árna fyrir að tefja.
31. mín
Guðmundur Andri með skalla framhjá.
29. mín Gult spjald: Einar Logi Einarsson (ÍA)
Hér kemur spjald. Brýtur á Víkingi í skyndisókn.
28. mín
Frekar rólegt yfir þessu. Víkingar heilt yfir sterkari en engin teljandi færi.
23. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Hér er það staðfest. Atli fer af velli og inn kemur Kwame Quee í sínum fyrsta leik fyrir Víking.
22. mín
Ágúst Eðvald með skot en beint í fang Árna.
21. mín
Atli Hrafn virðist hafa lokið leik hreinlega. Fékk aðhlynningu og kom aftur til vallar en lagðist fljótlega aftur og er ekki að fara að klára þennan leik það er ljóst.
17. mín
Hér á Lars ekkert annað skilið en gult spjald. Atli Hrafn fer illa með hann á miðjum vellinum en Lars hreinlega klippir hann niður og Atli liggur eftir.

Klárt spjald í mínum bókum en Þorvaldur sleppir honum.
14. mín
Eftir kröftuga byrjun Skagans hafa þeir hægt á og Víkingar hægt og bítandi að taka völdinn. Í þeim töluðu orðum á skaginn færi eftir fyrirgjöf en flaggið á loft.
11. mín
Víkingar í færi. Erlingur með boltann í teignum eftir að Hansen hafði skýlt boltanum vel, En veggur Skagans er þéttur
9. mín
Víkingar í skyndisók en Viktor Örlygur á vont skot hátt yfir.
8. mín
Skagamenn beittari hér í upphafi en engin færi litið dagsins ljós.
4. mín
Fyrsta skot leiksins er gulra. Það á Arnar Már en laaaangt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir hefja leik og sækja í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Örstutt í leik og liðin að gera sig klár í að ganga til vallar.

Vonumst eftir spennandi og skemmtilegum leik.


Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt í hús og ekki margt sem kemur á óvart þar. Víkingar halda áfram að setja traust sitt á unga miðju sína sem og Nikolaj Hansen í framlínu liðsins. Kwame Quee er á bekknum en hann kom eins og áður sagði frá Breiðablik á dögunum.

Skagamenn stilla upp sóknarliði svona við fyrstu sýn en þeir Viktor Jónsson Gonzalo Zamorano og Tryggvi Hrafn Haraldsson bera ansi mikil sóknargæði sín á milli. Skagamenn munu þó eflaust sagkna Þórðar Þorsteins Þórðarsonar sem tekur út leikbann í kvöld.


Fyrir leik
Það eru menn í þjálfarahópi beggja liða að heilsa upp á gamla kunningja. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga er auðvitað uppalinn Skagamaður og lék með liðinu ásamt því að hafa tvívegis tekið við þjálfun þess.

Sigurður Jónsson aðstoðarþjálfari Skagamanna er goðsögn hér í Fossvogi eftir að hafa þjálfað lið Víkinga á árunum 2003-2005 við ágætan orðstír. Víkingar munu eflaust taka honum fagnandi í kvöld en hann var mjög vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins en vandfundinn annar eins karakter í Íslenskum fótbolta og þótt víðar væri leitað.
Fyrir leik
Ef litið er yfir fyrri viðureignir liðanna frá aldamótum er óhætt að segja að tölfræðin sé ekki með heimamönnum. Af 26 leikjum hafa Skagamenn sigrað 15, 8 hefur lokið með jafntefli og Víkingar aðeins unnið 3. Markatalan er svo 47-24 Skaganum í vil.

Síðasti leikur félaganna var í Lengjubikarnum 2018 en þar höfðu Skagamenn 3-0 sigur í Akraneshöllinni.

Síðustu deildarleikir milli liðana fóru svo fram í Pepsi deildinni tímabilið 2017 en þar lauk báðum leikjum liðanna með jafntefli. Fyrst 1-1 upp á Skipaskaga en síðari leik liðanna í Víkinni lauk 0-0.
Fyrir leik
Bæði lið hafa sótt sér leikmenn þótt glugginn hafi aðeins opnað í dag. Heimamenn í Víking fengu á dögunum Kára Árnason heim en hann er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með í kvöld. Á laugardag bárust þau tíðindi að Blikar hefðu lánað Kwame Quee til Víkings út leiktímabilið


Skagamenn sóttu sér sömuleiðis leikmann Aron Kristófer Lárusson gekk til liðs við Skagamenn frá Þór Akureyri en piltur sá er sonur Lárusar Orra Sigurðssonar sem ætti að vera flestum boltaunnendum kunnur.
Fyrir leik
Leikur þessi er liður í 11.umferð deildarinnar en hún hófst í gær með þremur leikjum og lýkur í kvöld með sömuleiðis þremur leikjum.

Stjarnan sótti 3 stig til Eyja

Fylkir vann dramatískan sigur á KA

Flautumark Binna Bolta tryggði Val stiginn þrjú gegn HK

Leikir kvöldsins eru svo Víkingur-ÍA, KR-Breiðablik og Grindavík-FH en allir leikirnir hefjast klukkan 19:15

Beinar Textalýsingar
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Grindavík - FH
19:15 Víkingur R. - ÍA
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin kæru lesendur í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkings og ÍA í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
9. Viktor Jónsson ('75)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('57)
17. Gonzalo Zamorano ('89)
18. Stefán Teitur Þórðarson
93. Marcus Johansson

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson ('89)
10. Steinar Þorsteinsson ('57)
13. Daniel Ingi Jóhannesson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('75)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:
Einar Logi Einarsson ('29)
Marcus Johansson ('45)
Stefán Teitur Þórðarson ('65)
Árni Snær Ólafsson ('85)

Rauð spjöld: