Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
5
0
Fylkir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '5 1-0
Agla María Albertsdóttir '44 2-0
Alexandra Jóhannsdóttir '50 3-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 4-0
Alexandra Jóhannsdóttir '68 5-0
09.07.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('54)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('69)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('67)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('67)
6. Isabella Eva Aradóttir
14. Berglind Baldursdóttir ('69)
21. Hildur Antonsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('54)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið og Blikar vinna stórsigur. Lokatölur 5-0 og Blikar einfaldlega miklu betri.

Ég þakka fyrir mig. Viðtöl og skýrsla birtast hér á .net síðar í kvöld.
90. mín
Hulda Hrund með skot framhjá eftir góðan undirbúning Stefaníu. Hulda var töluvert lengi að finna skotið enda með fjóra varnarmenn Blika á móti sér.
89. mín
Það eru 363 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.
88. mín
Flott sókn hjá Blikum. Agla María kemst upp að endamörkum og leggur boltann út í skot á Alexöndru. Hún setur boltann beint á Brigitu sem nær ekki að halda boltanum. Hann dettur í áttina að Karólínu sem var mætt en nær ekki til knattarins og hættan líður hjá.
87. mín
Og aftur fá Blikar aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Í þetta skiptið hægra megin og Karólína Lea tekur. Setur boltann inn á teig þar sem Berglind Björg rís hæst en skallar framhjá.
85. mín
Blika fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Agla María tekur og reynir skot. Ekki nógu fast til að sigra Brigitu sem nær að henda sér niður og handsama boltann.
83. mín
AGLA MARÍA!

Reynir að klippa boltann úr teignum eftir fyrirgjöf Karólínu Leu en setur boltann aðeins framhjá.
76. mín
Fín sókn hjá Blikum og skemmtilegur samleikur Öglu Maríu og Alexöndru. Sókninni lýkur á því að Alexandra setur boltann rétt framhjá með vinstri.

Ekki ólíklegt að mörkin verði fleiri hjá Blikum.
73. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Agla María snýr fallegum bolta inn á teig. Berglind Björg reynir við skallann en nær ekki að teygja sig í boltann.
72. mín
Ágæt skottilraun hjá Stefaníu utan af velli en hún nær ekki að setja boltann yfir Sonný.
69. mín
Inn:Berglind Baldursdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Þriðja skipting Blika. Fjölhæf Selma Sól fer í vinstri bakvörðinn og Berglind í holuna.
69. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Fylkir) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
68. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
5-0!

Alexandra skorar af harðfylgi eftir magnaða sendingu Karólínu Leu!

Þriðja stoðsending Karólínu í leiknum!
67. mín
Inn:Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Sóley fer í hægri bak og Ásta fer til vinstri.
67. mín
Úff. Ekki góð dómgæsla þarna. Selma Sól stendur peystutog Kyru af sér og stingur boltanum inn á Karólínu. Margrét Eva virðist ætla ná boltanum en hann fer framhjá henni og Karólína er komin í gegn. Gunnar Freyr var of fljótur á sér þarna og flautar aukaspyrnu á brotið úti á miðjum vellinum. Blikar eðlilega ekki sáttir.
62. mín
Inn:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Systraskipting. Mamma þeirra, Ragna Lóa Stefánsdóttir, er einmitt að stýra KR-liðinu gegn Stjörnunni í kvöld.
60. mín
Berglind Rós er búin að vera best í Fylkisliðinu. Nú var hún að komast inn í hættulega sendingu Karólínu Leu inn á teig og hreinsa í horn.

Í kjölfarið fá Blikar FIMM hornspyrnur í röð sem allar eru hættulegar.

Kyra bjargar meðal annars á marklínu í öllum hasarnum.

Ekki á hverjum degi sem við fáum 18 hornspyrnur á fyrsta klukkutímanum!
56. mín
Annað langskot frá Fylki. Í þetta skiptið er það Stefanía sem lætur vaða. Fínt skot sem Sonný blakar aftur fyrir í horn.

Hulda Hrund setur boltann inn á teig. Hann er skallaður frá og dettur fyrir Stefaníu sem lúrir fyrir utan teig en varnarmenn Blika ná að komast fyrir skot hennar.
55. mín
Hulda Hrund reynir bjartsýnisskot vel utan teigs og setur boltann beint á Sonný.
54. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Hildur Þóra fer í miðvörðinn fyrir Heiðdísi.
53. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
4-0!

Berglind Björg klárar af markteig eftir góða sendingu Karólínu Leu frá hægri. Keimlíkt fyrsta marki leiksins nema hvað að Berglind kláraði í nærhornið í þetta skiptið.
52. mín
Blikar virkilega sprækar og eitthvað óöryggi í Fylkisliðinu. Brigita var nálægt því að missa fyrigjöf Ástu Eirar fyrir tærnar á Berglindi Björgu.
50. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
MARK!

Blikar fá enn eitt hornið. Agla María tekur. Snýt boltann inn á teig. Brigita nær ekki að kýla frá og mér sýnist boltinn detta ofan á hausinn á Berglindi áður en Alexandra nær að troða honum í gegnum þéttan pakka og yfir marklínuna!

3-0!
47. mín
Fyrsta hornið lætur ekki bíða lengi eftir sér. Áslaug Munda tekur það fyrir Blika. Setur boltann á nær en Berglind Rós skallar frá og Blikar fá annað horn.

Áslaug Munda tekur aftur og aftur hreinsar Berglind Rós í horn af nærsvæðinu.

Í þetta skiptið taka Blikar hornið stutt. Boltinn endar hjá Berglindi Björg sem kemst í ágæta stöðu í teignum en skýtur framhjá undir pressu.
46. mín
Leikur hafinn
Þá förum við af stað aftur. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér. Blikar leiða 2-0.

Heimakonur komust yfir snemma og hefur liðið ágætlega með þá forystu. Fylkisliðið búið að verjast nokkuð vel heilt yfir. Voru nokkrar mínútur að finna sig og tóku svo áhættu í að færa sig aðeins framar undir lok hálfleiksins enda undir í leiknum. Það er þó hættulegt gegn svona sterkum mótherjum og Blikar gengu á lagið. Náðu að bæta við marki og fara með þægilega forystu inn í hálfleikinn.
44. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
2-0!

Fylkisliðið var farið að færa sig ofar síðustu mínútur hálfleiksins og þá losnaði aldeilis um fyrir hættulega sóknarmenn Blika.

Agla María lék inn á teig, þurfti að hafa aðeins fyrir því að komast framhjá Sæunni og finna skotið en tókst það að lokum og negldi boltanum svo upp í fjærhornið.

Brigita virðist hafa séð boltann seint og náði ekki að bregðast við.

Blikar fara með þægilega stöðu inn í hálfleik.
42. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Margrét Björg setur boltann inn á teig þar sem Þórdís reynir við skallann en Blikar hreinsa teiginn sinn.
41. mín
Hér kemur enn ein hornspyrnan. Hulda Hrund tekur og setur boltann inná teig. Þar reyna nokkrar Fylkiskonur að finna skotið áður en boltinn hrekkur út á Stefaníu sem neglir hátt yfir úr viðstöðulausu skoti.
40. mín
BRIGITA!

Ver skot frá Karólínu hægra megin úr teignum.

Markvörðurinn búin að standa sig mjög vel í fyri hálfleik.
39. mín
Skemmtilegir taktar hjá Þórdísi. Vinnur boltann, brunar út til hægri, klobbar þar Áslaugu Mundu og flengir boltanum fram. Þar skallar Heiðdís frá en Stefanía hirðir frákastið og Fylkisliðið kemst í mjög góða stöðu, þrjár á tvo varnarmenn. Stefanía er með Ídu aleina vinstra megin við sig en er alltof lengi að spila og Blikar ná að hirða af henni boltann.
35. mín
Fylkisliðið liggur vel til baka. Það eru í raun allar til baka í þéttri línu nema þær eldfljótu Hulda Hrund og Ída Marín sem bíða uppi og Stefanía Ragnars sem vinnur fyrir aftan þær.

Og þær geta alveg náð að skapa hættu! Nú átti Margrét Björg ágæta fyrirgjöf frá vinstri sem Hulda Hrund skallar að marki en setur boltann beint í fangið á Sonný.
33. mín
Áfram er aftasta lína þétt hjá Fylki. Blikar taka stutt horn en ná ekki að leika í gegnum appelsínugulan varnarmúr. Setja boltann þess í stað inná teig á fjær þar sem Alexandra skallar framhjá. Hafði tíma þarna en liðsfélagarnir virtustu ekki láta hana vita.
28. mín
Sóknarþungi Blika töluverður og þær voru að vinna hornspyrnu. Áslaug Munda skokkar yfir til hægri til að taka. Setur boltann svo bara beint aftur fyrir.

Þriðja hornið í leiknum sem kemst ekki fyrir markið.
24. mín
Blikaliðið er mun sterkara og hefur verið að ógna. Varnarlínan hjá Fylki þó grimm og leikmenn duglegar að vinna undir hvora aðra.
19. mín
Aftur fær Fylkir horn. Í þetta skiptið setur Hulda Hrund fínan bolta fyrir. Andrea Rán vinnur skallann en boltinn berst a Sæunni sem reynir skalla að marki en hann er kraftlítill og beint í hendurnar á Sonný.
16. mín
Vel varið hjá Brigitu!

Ásdís Munda á hörkuskot úr teignum sem Brigita nær að slá aftur fyrir í horn.

Agla María tekur hornið stutt en fyrirgjöfin sem kemur í kjölfarið endar aftur fyrir.
10. mín
Þarna munar litlu!

Andrea Rán lætur vaða utan teigs. Smellhittir boltann en hann svífur rétt framhjá!
7. mín
Uppstilling Fylkis:

Brigita
Sæunn - Sigrún Salka - Berglind Rós - Margrét Eva - Margrét Björg
Kyra - Þórdís
Stefanía
Ída - Hulda Hrund
6. mín
Klaufagangur hjá Blikum. Varnarmaður reynir sendingu til baka á Sonný en sendingin ekki nákvæm og Sonný ekki á tánnum svo boltinn endar aftur fyrir í horn.

Margrét Björg tekur aftur en AFTUR setur hún boltann aftur fyrir. Hún þarf að gera betur enda með algjöran gullfót á góðum degi.
5. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Þetta tók ekki langan tíma hjá Blikum!

Berglind Björg kemur þeim yfir með fínni klárun úr teignum eftir sendingu Karólínu Leu.

Falleg sókn og staðan orðin 1-0.
3. mín
Blikar stilla svona upp:

Sonný
Ásta - Kristín - Heiðdís - Áslaug Munda
Selma Sól
Karólína - Andrea - Alexandra - Agla María
Berglind Björg
2. mín
Gestirnir vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Margrét Björg tekur spyrnuna en hún er slök og endar aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Hulda Hrund sparkar þessu af stað fyrir gestina sem leika í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Steini spilar á sama byrjunarliði og gerði 2-2 jafntefli við Val í síðustu umferð. Nýja lánskonan Isabella Eva er á bekknum en hún kom á láni til Blika frá HK/Víkingum á meðan Sólveig Larsen fór í hina áttina.

Hjá Fylki vekur athygli að Brigita stendur á milli stanganna en Cecilía Rán er á bekknum. Hún var að koma heim úr U16 verkefni og er á bekknum.

Leik Fylkis í 7. umferð var einmitt frestað vegna landsliðsverkefnisins og þær léku því síðast í deildinni þann 24. júní þegar þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Selfoss. Það eru þónokkrar breytingar á liðinu síðan þá. Sæunn Rós, Brigita, Margrét Björg, Hulda Hrund og Sigrún Salka koma allar inn í byrjunarliðið á kostnað þeirra Cecilíu, Huldu Sig, Thelmu Lóu, Kristínar Þóru og Mariju.
Fyrir leik
Það eru 20 mínútur í leik og aðstæður frábærar fyrir fótbolta hér á Kópavogsvelli. Um að gera að drífa sig af stað á völlinn og fylgjast með gleðinni "live".
Fyrir leik
Sagan er með Breiðablik en liðin hafa mæst 22 sinnum í efstu deild. Blikar hafa unnið 17 sinnum, Fylkir tvisvar og liðin hafa þrisvar gert jafntefli.

Það voru hinsvegar Fylkiskonur sem unnu síðustu viðureign liðanna þegar þær komu langflestum á óvart og slógu Blika út úr bikarnum með 1-0 sigri.

Það er eitthvað sem segir mér að heimakonur séu síðan þá búnar að bíða spenntar eftir tækifæri til hefnda!
Fyrir leik
Blikar eru með 22 stig eftir 8 umferðir. Sitja í 2. sæti en eiga leik til góða á Val sem er á toppnum. Geta jafnað þær að stigum en Valskonur eiga 11 mörk til góða á Breiðablik.

Fylkir er hinsvegar með 7 stig í 7. sæti en það má lítið bera á milli liðanna í 4.-10. sæti og ekki ólíklegt að það verði sætabreytingar þar eftir umferðina.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi Max deild kvenna.

Um er að ræða leik í 9. umferð Íslandsmótsins en umferðinni lýkur með leik Þór/KA og HK/Víkings á morgun og verður mótið þá hálfnað.
Byrjunarlið:
28. Brigita Morkute (m)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Kyra Taylor
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('62)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('69)
18. Margrét Eva Sigurðardóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
4. María Björg Fjölnisdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('62)
8. Marija Radojicic
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Rakel Jónsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: