Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
KR
1
0
Stjarnan
Grace Maher '90 1-0
09.07.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skýjað og logn.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 223
Maður leiksins: Grace Maher
Byrjunarlið:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('88)
4. Laufey Björnsdóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Doon Hassett
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
14. Grace Maher
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
21. Tijana Krstic ('65)
24. Gloria Douglas

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('65)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
9. Hlíf Hauksdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('88)
22. Íris Sævarsdóttir
27. Halla Marinósdóttir

Liðsstjórn:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Laufey Björnsdóttir ('33)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5

Sóley Guðmunds liggur eftir samstuð við Gloriu. En dómarinn flautar þetta af. KR fer með 1-0 sigur hér á Meistaravöllum!

Skýrsla og viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
+5

KR halda enn boltanum. Meiri líkur á að þær bæti við marki.
90. mín
+4

Lítið sem bendir til þess að Stjörnunni takist að jafna leikinn. KR eru að sækja.
90. mín
+1

Við erum komin inn í uppbótartíma. Stjörnukonur færa sig ofar á völlinn og freistast til þess að jafna leikinn.
90. mín MARK!
Grace Maher (KR)
1-0!!

Fær boltann með bakið í markið. Náði að snúa sér og kemur boltanum í netið! Sýndist boltinn hafa komið við varnarmann en Grace á þetta!
89. mín
Ojjjjj!

Jasmín snýr Ingunni af sér í teignum og nær skoti á markið en rétt framhjá.
88. mín
Inn:Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Út:Sandra Dögg Bjarnadóttir (KR)
Sandra Dögg búin að eiga fínan leik í kvöld.
88. mín
Sandra Dögg með flotta fyrirgjöf en Berglind grípur vel.
87. mín
Búið að vera nóg af færum í leiknum hjá báðum liðum en inn fer ekki boltinn. Sjáum hvort við fáum mark í þetta undir lokin!
85. mín
Áhorfendur eru brjálaðir yfir innkasti. Allt að verða vitlaust og enginn virðist vita hver eigi innkastið. Ekki dómararnir heldur.

Stjarnan fær á endanum innkastið..
84. mín
Ásdís Karen lætur vaða á markið úr spyrnunni. Hörkuskot sem fer rétt framhjá markinu. Ekki í fyrsta skiptið í kvöld.
83. mín Gult spjald: Edda María Birgisdóttir (Stjarnan)
Brýtur á Betsy nokkrum metrum fyrir utan teig. Rétt á undan lentu Birna og Jasmín í samstuði hinumegin á vellinum.
82. mín
Sóley virðist renna við spyrnuna en hann fer í varnarmann KR og útaf svo Stjarnan fær annan séns!

Viktoría Valdís nær skoti sem fer framhjá en dómarinn dæmir brot og KR fær boltann.
81. mín
Stjarnan fær hornspyrnu. En það virðist enginn ætla að taka hana.

Jú jæja Sóley hleypur yfir völlinn og ætlar að taka spyrnuna!
78. mín
Edda María með háan bolta inn fyrir sem virðist ekkert verða úr en Jasmín er nálægt því að ná honum. Birna kemur út á móti og er bara rétt á undan Jasmín í boltann.
76. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)
76. mín
Diljá labbar út af í fylgd sjúkraþjálfara. Hún þarf skiptingu.
75. mín
Lilja Dögg reynir fyrirgjöf en boltinn fer í höfuðið á Diljá af stuttu færi. Hún virðist vankast aðeins og leikurinn strax stöðvaður.
72. mín
Vááá!

Betsy með skot sem Berglind þarf að hafa sig alla við að ná að setja höndina í. Nær svo ekki að halda boltanum og Sandra Dögg fær hann beint fyrir framan markið en Berglind nær að koma sér fyrir boltann aftur. Úff þarna hélt ég að KR væri að komast yfir!
70. mín
Þarna munaði litlu!

Ásdís Karen tekur spyrnuna, Katrín skallar hann lengra og Betsy nær skoti af stuttu færi en Berglind vel staðsett og bjargar þessu fyrir Stjörnukonur.
69. mín
KR fær hornspyrnu.
68. mín
Katrín reynir skot af löngu færi en Berglind ekki í miklum erfiðleikum með að verja.
66. mín
Snædís dansar með boltann inn í teig KR-inga og nær að pota honum út á Jasmín sem er í litlu jafnvægi en nær skoti á markið sem fer rétt framhjá. Þarna munaði mjóu!
65. mín
Inn:Kristín Erla Ó Johnson (KR) Út:Tijana Krstic (KR)
65. mín
Ásdís Karen fellur í teig Stjörnunnar og virðist vilja fá vítaspyrnu. Sá þetta ekki nógu vel.
64. mín
Helga Guðrún með gott hlaup og fær sendingu frá Jasmín en er dæmd rangstæð. Þetta var mjög tæpt!
62. mín
Ásdís Karen með fast skot utan af velli sem Berglind Hrund ver vel í markinu.
60. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Stjarnan) Út:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan gerir tvöfalda skiptingu.
60. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
58. mín
Nóg að gerast þessa stundina. Stjarnan kemst í skyndisókn og litu út fyrir að vera komnar í góða stöðu en Birna ver skot sem María Sól reynir.
55. mín
Dauðafæri!

KR búnar að liggja í sókn þessa stundina. Lilja setur boltann fyrir og það er klafs fyrir framan markið og Berglind nær ekki að halda boltanum. Gloria Douglas reynir skot en Anna María kemst fyrir boltann, að sjálfsögðu rétt kona á réttum stað!
54. mín
KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Spyrnan ekki nógu góð.
53. mín
Ásdís Karen reynir skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir. Alls ekki galið!
49. mín
Stjarnan að ná upp fínu spili en vantar upp á síðustu sendingarnar.
47. mín
Diljá reynir skot á markið eftir fyrirgjöf en hittir hann ekki nógu vel.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.

Bæði lið eru búin að eiga fín færi en KR verið aðeins sterkari heilt yfir.

Vona að við fáum mörk í seinni hálfleik!
42. mín
Sandra Dögg með flottan bolta inn á Katrínu sem reynir að leggja boltann fyrir sig en Anna María nær að stíga fyrir hana.
40. mín
Fínt spil hjá KR sem endar með fyrirgjöf frá Lilju sem Berglind grípur.
39. mín
Gloria með flott hlaup upp völlinn og góða fyrirgjöf sem berst út í teig á Katrínu sem hittir ekki boltann.
37. mín
Gloria Douglas með fínt skot sem Berglind Hrund ver vel.
36. mín
Aftur reynir Edda skot á markið en nú frá miðjum vallarhelmingi KR. Aftur er hún nálægt því að koma honum á rammann.
35. mín
Færi!

Edda María fær boltann inn í teig beint fyrir framan markið og neglir honum af öllu afli á markið en skotið fer rétt yfir!
33. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (KR)
Reynir að stoppa Diljá sem er að koma á mikilli ferð upp kantinn en er of sein og tekur hana niður. Réttur dómur.
31. mín
Stjarnan fær aukapsyrnu nokkra metra fyrir utan teig. Þær koma með skemmtilega útfærslu þar sem Arna Dís lagði boltann fyrir Sóley sem á gott skot rétt yfir markið!
30. mín
Katrín og Betsy með flott spil sem endar með fyrirgjöf sem skilar engu. KR búnar að vera öflugri fram á við síðustu mínútur.
28. mín
Úfffff!

Grace Maher tekur spyrnuna og setur hann beint í þverslánna!
27. mín
KR fær aukapsyrnu rétt fyrir utan teig hægra megin eftir að Edda María hafi legið og virðist hafa fengið boltann í hendina.
26. mín
Hinumegin fær Stjarnan aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi. Sóley tekur spyrnuna en varnarmenn KR koma þessu burt.
26. mín
Ásdís Karen reynir skot að marki eftir að hafa farið illa með Eddu Maríu. Berglind Hrund á þó ekki í erfiðleikum með að verja þennan bolta.
24. mín
Diljá setur góða pressu á varnarmenn KR og tekst að setja fótinn fyrir boltann. Boltinn berst á Jasmín Erlu sem reynir að koma sér í skotfæri en ekkert verður úr þessu.
22. mín
KR fær aukaspyrnu á ágætis stað fyrir utan teig eftir að brotið var á Söndru Dögg.

Ásdís Karen tekur spyrnuna. Setur hann upp í horn á Betsy sem kemur honum fyrir og Katrín nær skalla en rétt framhjá markinu.
21. mín
María Sól með góðan sprett upp hægri kantinn og frábæra fyrirgjöf en engin Stjörnukona mætt fyrir framan markið.
19. mín
Stjörnukonur fá fyrstu hornspyrnu leiksins.

María Sól með fína spyrnu og Viktoría Valdís nær skalla á markið en framhjá fer boltinn.
17. mín
Aftur er Ásdís Karen með boltann og lætur núna vaða á markið en skotið rétt framhjá. Góð tilraun hjá Ásdísi.
16. mín
Ásdís Karen kemur boltanum fyrir markið en Stjörnukonur vel á verði í vörninni og koma þessu frá.
15. mín
Sóley með fína fyrirgjöf inn á teig en Tijana skallar þennan frá.
13. mín
Ásdís Karen með góða sendingu inn fyrir á Gloriu Douglas en Anna María með góða tæklingu og kemur boltanum frá.
11. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á fínum stað. Aðeins úti vinstra megin.

Sóley með fína spyrnu inn á teig sem Jasmín reynir að skalla en nær ekki til boltans.
8. mín
Það er hart barist hér frá fyrstu mínútu. Eitthvað sem segir mér að bæði lið sárlangi í sigur í kvöld.
6. mín
Það er ágætis mæting í stúkuna í kvöld!
4. mín
KR pressa og sækja hátt uppi á upphafsmínutunum.
1. mín
Katrín Ómars flikkar boltanum inn fyrir á Ásdísi sem kemur með ágætis hlaup en fyrirgjöfin of föst.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimakonur sem byrja með boltann og sækja þær í átt að DHL-höllinni.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völl og Heyr mína bæn hljómar á vellinum.
Fyrir leik
Liðin eru gengin til búningsklefa. Rúmlega 10 mínútur í að Steinar Berg dómari flauti leikinn á!
Fyrir leik
KR-ingar eru enn án Guðmundu Brynju en hún meiddist á hné í bikarleiknum gegn Tindastóli.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

KR gerir eina breytingu á sínu liði frá tapinu á Selfossi. Ingunn Haralds kemur inn fyrir Hugrúnu Lilju.

Stjarnan gerir tvær breytingar frá jafnteflinu við Þór/KA en Berglind Hrund kemur stendur í rammanum og Birta Guðlaugs sest á bekkinn. Birna Jóhanns kemur síðan inn fyrir Snædísi Maríu.
Fyrir leik
Stjarnan hafði betur í báðum viðureignum liðanna í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Fyrri leikurinn var leikinn í Vesturbænum þar sem Stjarnan fór með 2-4 sigur og í síðari leiknum sem leikinn var í Garðabæ sigraði Stjarnan 3-0.
Fyrir leik
Eftir leik KR og Selfoss ákvað Bojana Besic að stíga til hliðar sem þjálfari KR.

Bojana tók við KR í október 2017 og stýrði hún liðinu í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra.



Tilkynning KR:

Bojana Kristín Besic hefur óskað eftir því við stjórn Knattspyrnudeildar KR að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna.

Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni en ástæðan er að gengi liðsins er undir væntingum.
Stjórn knattspyrnudeildar hefur samþykkt þessa beiðni Bojönu.

Bojana Kristín mun áfram sinna starfi yfirþjálfara yngri flokka kvenna hjá KR.

Ragna Lóa aðstoðarþjálfari mun stýra liðinu þar til annað verður ákveðið.

Stjórn Knattspyrnudeildar KR
Fyrir leik
Í síðustu umferð fór KR austur fyrir fjall og mætti Selfyssingum. Þar vann Selfoss 1-0 sigur en af lýsingu leiksins að dæma máttu KR-ingarnir vera svekktar að leikslokum þar sem þær virtust hafa verið sterkari aðili leiksins.

Stjarnan fékk Þór/KA í heimsókn í Garðabæinn og endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Stjarnan endurheimti í þeim leik fyrirliða sinn Önnu Maríu sem kom frábærlega inn í liðið og setti allt í lás. Stjarnan hafði fengið á sig 11 mörk í þremur leikjum fyrir þann leik.
Fyrir leik
KR-ingar sitja á botni deildarinnar með 4 stig en Stjörnukonur eru fyrir miðju, í 5. sæti deildarinnar með 10 stig.
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem KR tekur á móti Stjörnunni í níundu umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Byrjunarlið:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Diljá Ýr Zomers ('76)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('60)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('60)

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('60)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('60)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
20. Lára Mist Baldursdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:
Edda María Birgisdóttir ('83)

Rauð spjöld: