Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
47' 0
1
Víkingur R.
Valur
0
3
Maribor
0-1 Spiro Pericic '42
0-2 Dino Hotic '60
0-3 Rok Kronaveter '86 , víti
10.07.2019  -  20:00
Origo völlurinn
Meistaradeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
Aðstæður: 13 stiga hiti, hægur andvari og teppið rennblautt og flott.
Dómari: Krzysztof Jakubik
Áhorfendur: 1201
Maður leiksins: Rok Kronaveter
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
17. Andri Adolphsson ('82)
18. Lasse Petry ('78)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('78)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
18. Birnir Snær Ingason ('82)
20. Orri Sigurður Ómarsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('76)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Maribor klára leikinn bara af yfirvegun.

Ættu að vera komnir langleiðina í næstu umferð.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
3 mínútur í uppbót.
88. mín
Inn: Jasmin Mesanovic (Maribor) Út:Rok Kronaveter (Maribor)
Rokið labbar af velli.

Yfirburðaleikmaður á vellinum í dag, mögnuð frammistaða hjá Kronaveter.
88. mín
Valsmenn enn að berjast og vinna horn...sem ekkert verður úr.
86. mín Mark úr víti!
Rok Kronaveter (Maribor)
Setur Hannes í rangt horn.
85. mín
Víti fyrir Maribor.

Bjarni fellir Kramaric.
84. mín
Maribor tvinna sig í gegn, Pozec á skot sem Hannes ver vel.

Enn Kronaveter að stýra umferð.
83. mín
Inn:Martin Kramaric (Maribor) Út:Dino Hotic (Maribor)
82. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
82. mín Gult spjald: Rudi Vancas Pozec (Maribor)
80. mín
Nærri "kópíerað - límt" frá í fyrri hálfleik.

Kronaveter með sendingu og Perisic með skalla en rétt framhjá.
79. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Lét finna hressilega fyrir sér..."HP7 - style"
78. mín
Dúndrið dálítið að detta út úr þessum leik...hvorugt lið að leggja mikið á sig til að skora þessa stundina.
78. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Lasse Petry (Valur)
76. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
75. mín
Inn:Rudi Vancas Pozec (Maribor) Út:Marcos Tavares (Maribor)
Tavares lýkur leik.

Skorar allavega ekki í þessum leik við Íslendinga.
72. mín
Eyjólfur gæti verið Valsari, því hann er nú að hressast.

Lasse Petry með skot af löngu færi en hátt yfir.
71. mín
Valsarar í færi, Andri prjónar sig upp vænginn og sendir inní og Kristinn hnéar boltann, en sá fer framhjá á nær.
70. mín
Hannes ver aftur frá Kronaveter, nú var sá sloppinn í gegn en skaut á fyrsta tempói og Hannes sá við honum.
69. mín
Maribor nálægt því að skora þriðja markið eftir sókn þar sem þeir náðu liklega 20 snertingum áður en Kronaveter skallaði að marki, beint í fang Hannesar.
64. mín
Nú virðast Valsarar búnir að fá kalda vatnsgusu í andlit.

Völlurinn enn hljóðlátari og Slóvenarnir sækja nokkuð öflugt á þá.
60. mín MARK!
Dino Hotic (Maribor)
Stoðsending: Rok Kronaveter
Geggjað mark!

Kronaveter enn maðurinn á bakvið sóknir gestanna, hér veður hann upp vinstra megin og leggur boltann út í teig þar sem Hotic klínir boltann í fjær.
57. mín
Hressileg tækling hér á miðjum vellinum, Haukur steinliggur og kveinkar sér duglega.
56. mín
Kronaveter með flotta aukaspyrnu rétt utan teigs en Hannes slær þennan í horn sem ekkert verður úr.
55. mín
Enn nær Tavares að fiska aukaspyrnu á hættulegum stað.

Það eru gæði í þessum gæja!
52. mín
RISAATVIK!!!

Hér þarf VAR.

Horn hjá Valsmönnum endar á kolli Óla Kalla sem skallar hann í jörðina þaðan sem boltinn fór í gegnum klof markmannsins og dettur þaðan á línuna.

Valsmenn fagna og línuvörðurinn stoppar þá í fagnaðarlátunum. Ekki dæmt mark.
49. mín
Slóvenarnir eru aftar á vellinum en í byrjun, virðast ætla að fá nasasjón af því hvernig Valsmenn ætla að sækja.
46. mín
Leikur hafinn
Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ekkert varð úr aukaspyrnunni.

Einfaldleg ósanngjörn staða hér í hálfleik.
45. mín
Aftur fiskar Tavares aukaspyrnu á hættulegum stað...
42. mín MARK!
Spiro Pericic (Maribor)
Stoðsending: Rok Kronaveter
Upp úr engu.

Aukaspyrna af vinstri kantinum á vítapunkt þar sem Pericic stangar boltann niður í hornið.

Þetta er grimmt!
39. mín
Lasse Petry nálægt því að hirða stungu frá Kristni en Piric vandanum vaxinn og grípur.

Heimamenn eru á fínum stað í þessum leik.
35. mín
Valsmenn nálægt!

Sigurður Egill og Bjarni spila þríhyrninga sem enda svo hjá Patrick sem á gott skot sem varnarmenn Maribor henda sér fyrir og bjarga í horn sem svo ekkert verður úr.
31. mín Gult spjald: Marcos Tavares (Maribor)
Brassinn gerðist hér full aðgangsharður við Hannes og fær réttilega spjaldið.
29. mín Gult spjald: Alexandru Cretu (Maribor)
Fullorðin tækling á Lasse Petry.
28. mín
Kronaveter lætur vaða úr aukaspyrnu af 30 metrum en framhjá.

Hannes var með þennan kóveraðan.
25. mín
Valsarar snöggir upp völlinn og Andri á flotta sendingu innfyrir ætluð Patrik en Pericic kemst fyrir á síðustu stundu með öflugri tæklingu.
24. mín
Fyrsta skot að marki komið.

Rúmeninn Cretu fékk flugbraut og negldi boltanum hátt yfir af 25 metrunum.
22. mín
Valsmenn náð ágætis spili sín á milli núna. Ætti að hjálpa þeim aðeins að fá sjálfstraust í leiknum.
18. mín
Valsararnir verjast flott hérna en þora lítið enn að halda boltanum.

Maribor virðast leggja upp með það að pressa frá miðjum vellinum og setja þá í háan gír.
15. mín
Haukur Páll búinn að stimpla sig inn með fínni rennitæklingu, vann boltann en Andrej Kotnic semsagt vældi töluvert yfir henni.
12. mín
Lítið tempó komið í leikinn ennþá.

Er nú líklega samstillt átak beggja liða, Valsarar að ná að halda boltanum betur þannig og Maribor stutt á veg komnir í sínum undirbúningi í sumar. Fáum meiri hraða þegar líður á.
10. mín
Það eru á milli 10 og 15 stuðningsmenn Maribor á vellinum og þeir eru ekki að fylgja reglum UEFA um að sitja á leikjum.

Gæslumenn Vals fá verkefni hér í kvöld!
8. mín
Svakalegt!

Ivkovic ætlaði að kassa boltann í hendur Piric en sá ekki Óla Kalla á markteignum, sá áttaði sig sekúndubroti of seint og náðu Slóvenar að koma boltanum í burtu. Alvöru færi.
6. mín
Finsen liggur í teignum eftir innkast frá hægri, var rétt við það að ná til boltans en Slóveninn virtist ná að koma honum úr jafnvægi.

Ekkert dæmt.
5. mín
Valsmenn tóku tíma í aukaspyrnu frá vinstri kanti, ætla greinilega að skora upp úr slíku dæmi.

Slóvenarnir björguðu í horn og síðan upp úr því í innkast.
3. mín
Maribor halda boltanum vel í byrjun, Valsarar með fimm menn til baka en eru strax lentir í vanda með framlínu gestanna.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjað.

NK Maribor byrja með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni, Valsarar sækja að Landspítalanum.
Fyrir leik
Valsmenn eru í "gamla" lookinu...semsagt hvítir sokkar við rauða og hvíta búninginn.

NK Maribor eru alfjólubláir í kvöld.
Fyrir leik
Allt kynnt og klárt.

Nema liðin. Hef áhyggjur af honum Hafliða mínum, honum er skítkalt á línunni.
Fyrir leik
Menn eru að rúlla hér inn fagmennskuverkfærum á svæðinu.

Vallarþulir búnir að reikna allt út, búnir að "pre-lesa" upplýsingar inn og við fáum að heyra Meistaradeildarstefið við rætur Öskjuhlíðar í dag.

Toppiði það!
Fyrir leik
Verið að skutla síðustu vatnsdropunum á völlinn fyrir leik.

UEFA heimtar menn snemma inn svo að við bíðum spennt eftir leikmönnunum. Fólk er að tínast inn á völlinn þessa stundina, sýnist verða góð mæting hér í kvöld.
Fyrir leik
Eins og kom fram í frétt hjá okkur á .net í dag þá er þekktasta nafn gestanna Brassi nokkur, Marcos Tavares.

Sá höfðingi skoraði bæði mörkin í viðureigninni við FH á sínum tíma m.a.

Sá verður í framlínunni í dag. Það er klárt.
Fyrir leik
Sönnunargögn um glæsileika þjálfara Vals semsagt komin á alnetið!


Fyrir leik
Samkvæmt myndinni hér að neðan ætla Maribormenn að vera með 4231 sem upplegg.

Sjáum hvað verður.


Fyrir leik
Jæja. Nú gerist eitthvað!

Ólafur Jóhannesson gengur hér um völlinn í jakkafötum. Við vorum að velta fyrir okkur hver væri svona vörpulegur við hlið Bjössa Hreiðars í upphitun heimaliðsins.

Það er óþarfi að taka það fram að maðurinn er a.m.k. jafn glæsilegur í jakkafötunum og í íþróttagalla. En við söknum húfunnar!
Fyrir leik
Það lið sem sigrar þessa viðureign veit hverjir verða andstæðingar í næstu umferð.

Þeir sem sigra hér munu mæta sigurvegurum úr leik Aramat frá Armeníu eða AIK frá Svíþjóð. Jebb...Kolbeinn nokkur Sigþórsson og félagar.
Fyrir leik
Opinber síða Vals segir heimamenn stila upp í 532 í dag. Þetta kemur allt í ljós þegar leikur hefst.


Fyrir leik
Dómaratríóið í dag kemur frá Póllandi, flautuleikarinn er Krzysztof Jakubik og honum til aðstoðar eru þeir Arkadiusz Wójcik (POL) og Tomasz Niemirowski (POL).
Fyrir leik
Valsmenn eru klárlega "undirhundar" í þessum leik í kvöld þrátt fyrir heljarinnar vilja þeirra.

NK Maribor eru engir Muggar í fótbolta og þeir meira að segja þekkja ágætlega til íslensks fótbolta og eru seint að fara að vanmeta Valsara.

Þeir mættu FH-ingum í sömu keppni fyrir 2 árum, unnu báða leikina 1-0 og því 2-0 samanlagt.
Fyrir leik
Leikurinn er fyrsta skref í átt til úrslitaleiksins í Istanbul 2019 hjá þessum tveimur liðum.

Valsmenn ætla sér stóra hluti í keppninni og hafa orðið fína reynslu í svona viðureignum. Skemmst er að minnast þess að í fyrra lutu Noregsmeistarar Rosenborg í gervigras hér á Origo-vellinum og síðan var naumt 1-3 tap þeirra fallið.
Fyrir leik
Stórar fréttir í leikmannahópi Valsmanna.

Birkir Már Sævarsson er tognaður aftan í læri og leikur ekki í kvöld. Enn er óvíst hvenær hann dettur til leiks á ný.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Maribor frá Slóveníu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Byrjunarlið:
13. Kenan Piric (m)
5. Blaz Vrhovec
7. Rok Kronaveter ('88)
8. Alexandru Cretu
9. Marcos Tavares ('75)
10. Dino Hotic ('83)
22. Martin Milec
28. Mitja Viler
31. Sasa Ivkovic
47. Andrej Kotnic
55. Spiro Pericic

Varamenn:
33. Jasmin Handanovic (m)
6. Aleks Pihler
23. Zan Kolmanic
26. Aleksander Rajcevic
27. Jasmin Mesanovic ('88)
77. Rudi Vancas Pozec ('75)
97. Martin Kramaric ('83)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alexandru Cretu ('29)
Marcos Tavares ('31)
Rudi Vancas Pozec ('82)

Rauð spjöld: