Afturelding
1
1
Þróttur R.
0-1 Rafael Victor '45 , víti
Andri Freyr Jónasson '86 1-1
11.07.2019  -  19:15
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 400 manns c.a.
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson
Byrjunarlið:
30. Andri Þór Grétarsson (m)
Alexander Aron Davorsson ('90)
2. Arnór Gauti Jónsson
4. Sigurður Kristján Friðriksson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
7. Hafliði Sigurðarson ('76)
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
11. Róbert Orri Þorkelsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('76)
18. Djordje Panic

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson ('76)
12. Hlynur Magnússon ('90)
25. Georg Bjarnason
28. Valgeir Árni Svansson ('76)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Arnar Hallsson (Þ)
Margrét Ársælsdóttir
Elvar Magnússon

Gul spjöld:
Jökull Jörvar Þórhallsson ('50)
Alexander Aron Davorsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli er niðurstaðan, viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
91. mín
Hornspyrna sem að Afturelding á í uppbótartíma.

Spyrnan fer yfir allan pakkann, þetta er að renna út hérna.
90. mín
Inn:Hlynur Magnússon (Afturelding) Út:Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Síðasta skipting heimamanna.
86. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Klaufaskapur í vörn Þróttara og engin annar en Andri Freyr mætir í frákast og potar boltanum yfir línuna. 1-1!!
85. mín Gult spjald: Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Núna er það Guðmundur sem að er spjaldaður.
81. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Alltof seinn í Guðmund, réttur dómur.
80. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
Síðasta skipting gestanna.
79. mín Gult spjald: Árni Þór Jakobsson (Þróttur R.)
Jason brunar fram úr honum enn einu sinni og í þetta skiptið grípur Árni bara aftan í hann og fær réttilega gult spjald.
76. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
76. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
Sóknarmaður inn fyrir miðjumann, Andri Freyr varð markakóngur í 2. deildinni í fyrra. Nær hann að skora í dag?
75. mín
Þarna mátti litlu muna! Hafliði lætur vaða rétt fyrir utan teig en skotið hárfínt yfir slánna. Heimamenn þurfa að fá mark ekki seinna en strax.
73. mín
Afturelding er að sækja stíft en það vantar bara herslumuninn, að sama skapi þá eru Þróttarar alltaf hættulegir þegar þeir sækja hratt svo það er allt opið í þessum leik ennþá.
68. mín
Heimamenn sækja stíft þessa stundina og hafa náð að skapa nokkur hálffæri nú síðast komst Djordje Panic inn í teig og átti þar laflaust skot sem að Arnar Darri greip auðveldlega.
65. mín
Skemmtilegt þetta, Ondo æðir hérna í gegnum allan pakkann og nær alla leið að markteig Þróttara en nær ekki að koma boltanum frá sér.
61. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Rafael Victor (Þróttur R.)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
61. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.) Út:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.)
60. mín
Afturelding er búin að fá gríðarlegt magn af hornspyrnum í þessum leik en hafa bara ekki náð að skapa neitt úr þeim. Verða að fara að láta þetta telja.
59. mín
Jason átti núna flottann sprett upp vinstra megin, fór auðveldlega framhjá varnarmanni og lagði boltann út á Alexander sem á fínt skot en Arnar Darri ver enn og aftur.
54. mín
Enn og aftur er það Jason sem að lætur hlutina ganga, hann tekur enn einn spretinn upp hægri kantinn og núna fer hann alla leið sjálfur en skotið er ekki nógu gott og Arnar Darri ver það vel.
53. mín
Ekki mikið að frétta þessa stundina, Þróttarar hafa ágætis stjórn á leiknum en heimamenn þurfa að bæta smá í ákafann ef þeir vilja fá eitthvað úr þessum leik.
50. mín Gult spjald: Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Fyrsta spjald leiksins er heimamanna, Jökull tekur Rafn á miðjunni og stoppar þar með skyndisókn. Hárréttur dómur.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný, núna er það Afturelding sem að byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þetta var síðasta spyrna fyrri hálfleiksins. Vítaspyrnan algjört kjaftshögg fyrir Aftureldingu sem hafa verið betra liðið hér í dag. En það er mikið fjör í þessum leik og á ég ekki von á öðru en að það haldi áfram í þeim seinni.
45. mín Mark úr víti!
Rafael Victor (Þróttur R.)
Sendir Andra í vitlaust horn og leggur hann af miklu öryggi í tómt markið.
45. mín
Vítaspyrna fyrir Þrótt! Fyrirgjöf Jaspers fer beint í höndina á Sigurði Kristjáni sem gat lítið gert í þessu en vítaspyrna er réttilega dæmd.
40. mín
Nei nei nei, þarna verður hann að skora drengurinn. Aftur er það Jason sem að kemur boltanum fyrir af hægri kantinum á Hafliða sem stendur einn og óvaldaður í miðjum markteignum en hann nær einhvernveginn að setja boltann framhjá markinu,
37. mín
Djorde Panic á hérna fína fyrirgjöf sem að Alexander er ekki langt frá því að ná að stýra á markið. Heimamenn eru að gera sig líklega þessa stundina.
35. mín
Aftur er Jason að gera góða hluti, æðir núna í gegnum miðsvæðið með boltann í löppunum og er hársbreidd frá því að komast alla leið en er stoppaður á síðustu stundu.
32. mín
Afturelding fékk hérna 3 eða 4 hornspyrnur í röð en náðu ekki að láta þær telja. Hafa reynt nokkrar mismunandi útfærslur hérna í kvöld.
25. mín
Stórhætta við mark heimamanna! Rafael Victor og Rafn Andri leika vel sín á milli og sá fyrrnefndi á svo slappa fyrirgjöf sem endar hjá Sigurði Kristjáni sem leggur hann aftur á móti bara beint á Rafn sem að skýtur framhjá, þarna hefðu gestirnir átt að skora!
23. mín
Nauj! Alexander Aron lætur vaða úr aukaspyrnu af 25 metra færi og Arnar Darri þarf að hafa sig allan við til að verja þetta. Þessi bolti var á leiðinni beint upp í samskeytin. Frábært skot og enn betri varsla.
21. mín
Hér framkvæma heimamenn nánast copy/paste af dauðafærinu áðan. Jason leikur virkilega vel upp hægri kantinn og skilar boltanum á nákvæmlega sama stað og áðan en núna er það Hafliði sem nær honum en skot hans rétt framhjá markinu.

Virkilega flottur fótbolti hjá Aftureldingu.
19. mín
Rafael reynir hérna skot fyrir utan teig, skotið laust og Andri Þór grípur boltann auðveldlega.
16. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem Þróttarar eiga. Rafn Andri tekur.

Ágætis spyrna, fer framjá veggnum en líka framhjá markinu.
9. mín
Stórbrotin markvarsla! Jason Daði gerði frábærlega úti á hægri kantinum, fór illa með Árna í bakverðinum og kom boltanum fyrir þar sem að Alexander Aron átti gott skot sem Arnar Darri varði meistaralega.
7. mín
Leikurinn hefur róast aðeins eftir þessa fjörugu byrjun og skiptast nú liðin á að bera boltann rólega upp miðsvæðið.
4. mín
Rafael Victor liggur á vellinum eftir smá samstuð, vonandi er í lagi með hann.

Hann fékk aðhlynningu frá sjúkraþjálfara og virðist ætla að harka þetta af sér. Er kominn aftur inn á.
2. mín
Bæði lið byrja hérna leikinn af miklum ákafa og hafa bæði skapað sér ágætis færi strax á fyrstu mínútunum. Vantaði bara upp á afgreiðsluna.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn, Þróttur byrjar með boltann.

Heimamenn leika í rauðum treyjum en gestirnir í dökkbláum.
Fyrir leik
Leikurinn er svo líka sýndur á youtube síðu Afturelding TV, mæli eindregið með að kíkja á það.
Fyrir leik
Liðin eru á fullu að hita upp, það er ágætis veður hérna í Mosfellsbænum og hvet ég fólk til að drífa sig á völlinn. Ef ekki þá mæli ég að sjálfsögðu með að fylgjast með hérna í þráðbeinni textalýsingu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin!


Fyrir leik
Bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar þessa stundina en það er fullt af stigum í pottinum og til mikils að vinna hér í kvöld.

Þróttarar ættu að koma inn í þennan leik fullir sjálfstrausts eftir 7-0 sigur á Magna í síðustu umferð en heimamenn í Aftureldingu töpuðu 2-0 fyrir Víkingi í Ólafsvík.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Aftureldingar og Þróttar R. í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
3. Árni Þór Jakobsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Birkir Þór Guðmundsson ('61)
7. Daði Bergsson (f)
9. Rafael Victor ('61)
10. Rafn Andri Haraldsson ('80)
11. Jasper Van Der Heyden
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
8. Aron Þórður Albertsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('80)
16. Egill Helgason
21. Róbert Hauksson ('61)
22. Oliver Heiðarsson
25. Archie Nkumu
26. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('61)
27. Ólafur Rúnar Ólafsson

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson

Gul spjöld:
Árni Þór Jakobsson ('79)
Guðmundur Friðriksson ('85)

Rauð spjöld: