Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Haukar
4
0
Grindavík
Heiða Rakel Guðmundsdóttir '11 1-0
Dagrún Birta Karlsdóttir '55 2-0
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '89 3-0
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '93 4-0
12.07.2019  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Toppaðstæður á Ásvöllum. Svo gott sem roklaust.
Dómari: Steinar Stephensen
Maður leiksins: Sæunn Björnsdóttir
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('77)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('87)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
16. Sierra Marie Lelii ('90)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f)
23. Sæunn Björnsdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('69)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('87)

Varamenn:
1. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke ('87)
7. Erna Margrét Magnúsdóttir ('87)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('69)
9. Regielly Oliveira Rodrigues ('90)
21. Kristín Ösp Sigurðardóttir ('77)

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Hildigunnur Ólafsdóttir
Rún Friðriksdóttir
Árni Ásbjarnarson
Ásdís Inga Magnúsdóttir
Sigrún Björg Þorsteinsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Svandís Ösp Long
Benjamín Orri Hulduson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik sigldu heimakonur fram úr í þeim seinni og unnu verðskuldaðan 4-0 sigur.

Sigurinn lyftir þeim úr fallsæti og upp í það sjöunda.

Ég þakka fyrir mig og minni á skýrslu og viðtöl seinna í kvöld.
93. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Regielly Oliveira Rodrigues
SUPER SUB!

Hildur Karítas skorar sitt annað mark!

Nú er það Regielly sem finnur Hildi í teignum. Hún tekur gullfallegan snúning áður en hún leggur boltann pent í fjærhornið.
90. mín
4 mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Regielly Oliveira Rodrigues (Haukar) Út:Sierra Marie Lelii (Haukar)
Heiðursskipting á Sierru sem er búin að vera flott í dag.
89. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
Jahérna!

Hildur svarar fyrir klikkið áðan og setur fyrirgjöf Sierru í markið.

Boltinn þó nánast í gegnum Veronicu sem leit illa út í markinu þarna.
88. mín
Skiptingaflóðið er að drepa leikinn algjörlega.
87. mín
Inn:Inga Rún Svansdóttir (Grindavík) Út:Ástrós Lind Þórðardóttir (Grindavík)
87. mín
Inn:Erna Margrét Magnúsdóttir (Haukar) Út:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
87. mín
Inn:Vienna Behnke (Haukar) Út:Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar)
86. mín
DAUÐAFÆRI!

Hildur Karítas hittir ekki markið af markteig eftir laglega sendingu Sierru!
86. mín
Inn:Unnur Guðrún Þórarinsdóttir (Grindavík) Út:Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík)
85. mín
Þetta virðist vera að fjara út hérna. Sé Grindvíkinga ekki koma til baka og tempóið hjá Haukum hefur aðeins minnkað.
83. mín
Inn:Unnur Guðrún Þórarinsdóttir (Grindavík) Út:Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík)
Fjórða skipting Grindavíkur.
81. mín
Það verður að viðurkennast að Grindavíkurliðið virðist ekki líklegt nema Shannon sé í boltanum. Hún hefur verið langöflugust í liði gestanna í dag.
80. mín
Inn:Katrín Lilja Ármannsdóttir (Grindavík) Út:Írena Björk Gestsdóttir (Grindavík)
77. mín
Inn:Kristín Ösp Sigurðardóttir (Haukar) Út:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Önnur skipting Hauka.
76. mín
Fín tilraun hjá Sierru, köttar inn á völlinn og reynir skot en Veronica sér við henni.
74. mín
Grindavík nær ekki að gera sér mat úr horninu en eru eðlilega ósáttar þegar dæmd er á þær hendi fyrir töluvert minni sakir en þegar ekkert var dæmt á Dagrúnu hér rétt áðan.

Það er að koma smá hiti og pirringur í leikinn.
73. mín
Haukar halda boltanum nokkuð áreynslulaust í öftustu línu enda lítil pressa frá Grindavíkurliðinu.

Að lokum tekst Shannon að komast inn í sendingu Erlu Sólar og á hreint út sagt sturlaða utanfótarsendingu og sendir Tinnu eina gegn!

Hún reynir skot sem Chante nær að verja í horn.

En vá! Þessi sending frá Shannon!
70. mín
Sjónvarpsvarsla hjá Veronicu í sjónvarpsleiknum!

Flýgur upp í samskeytin fjær og slær hörkuskot Sierru aftur fyrir í horn.

Sæunn tekur hornið en Dagrún er dæmd brotleg.
69. mín
Inn:Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Haukar) Út:Elín Björg Símonardóttir (Haukar)
Senter fyrir senter. Hildur Karítas er að koma til baka eftir meiðsli. Hörkuleikmaður þegar hún er í leikformi.
68. mín
Hendi??

Shannon reynir að ógna við vítateig Hauka. Neglir að marki og boltinn fer klárlega í höndina á Dagrúnu sem stendur rétt utan teigs. Þarna átti Grindavík að fá aukaspyrnu.
61. mín
Inn:Borghildur Arnarsdóttir (Grindavík) Út:Nicole C. Maher (Grindavík)
Önnur skipting gestanna. Hin unga Erla Sól hefur haldið vel aftur af Nicole Maher í kvöld.
60. mín
Tækifæri fyrir Grindavík. Þær fá aukaspyrnu úti á velli en boltinn endar í fanginu á Chante.

Grindavíkurkonur þurfa að gera töluvert betur ef þær ætla að vinna sig inn í leikinn aftur.
57. mín
Elín Björg!

Á hörkuskot rétt framhjá.
56. mín
Skora Haukar þriðja skallamarkið?

Þarna munar engu að Ísold skalli fyrirgjöf Sierru í netið.

Haukar miklu sterkari þessa stundina.
55. mín MARK!
Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Sæunn Björnsdóttir
MAAAARK!

Dagrún tvöfaldar forystu Hauka þegar hún skallar hornspyrnu Sæunnar í netið!

Frábær skalli, óverjandi fyrir Veronicu.
54. mín
Haukar fá horn. Sæunn tekur og setur stórhættulegan bolta á fjær. Þar upphefst mikil barátta um boltann sem endar á því að Grindvíkingar rétt ná að hreinsa í horn.
53. mín Gult spjald: Nicole C. Maher (Grindavík)
Nicole er fyrst í bókina. Er alltof sein þegar hún reynir við boltann í baráttunni við Dagrúnu og tekur leikmanninn niður.
52. mín
Ísold búin að vera flott í leiknum og er að vinna allt í loftinu í kringum sig. Var að flikka boltanum áfram á Sierru sem tók hann með sér og í átt að vítateig Grindavíkur en Elín Björg sem var í góðri stöðu við teiginn náði ekki að taka við sendingunni sem fylgdi.

Haukar byrja seinni hálfleikinn betur.
50. mín
Stórkostleg skipting frá Ísold og inn fyrir á Heiðu Rakel. Hún er komin í lykilstöðu til að senda fyrir en hittir ekki boltann!
48. mín
Sæunn Björns á fyrstu skottilraun síðari hálfleiksins þegar hún lætur vaða utan af velli. Kraftur í skotinu en það er yfir.
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað aftur. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Hafnarfirði. Haukar leiða 1-0 með marki Heiðu Rakelar.

Meiðsli Margrétar Huldu undir lok fyrri hálfleiks hafa sett skugga á annars fínan fótboltaleik. Það er mættur sjúkrabíll á svæðið til að sækja Margréti sem ég óska góðs bata.

Við tökum okkur pásu og sjáumst aftur eftir korter.
45. mín
Þetta er sjónvarpsleikur og því fjórði dómari á svæðinu. Hann gefur til kynna að það verði 3 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
41. mín
Grindavíkurliðið virðist aðeins slegið útaf laginu eftir sjokkið við að missa Margréti Huldu útaf.

Þær gefa Haukum mikið pláss sem Heiða Rakel nýtir sér til að finna skot utan teigs. Hörkuskot en rétt yfir.
40. mín
Inn:Tinna Hrönn Einarsdóttir (Grindavík) Út:Margrét Hulda Þorsteinsdóttir (Grindavík)
Margrét Hulda hefur lokið leik í dag og yfirgefur völlinn á börum. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.

Tinna Hrönn kemur inn í hennar stað.
37. mín
Þetta er ekki gott. Margrét Hulda liggur á vellinum. Virtist snúa upp á hnéið á sér.
35. mín
Enn er Shannon að reyna langskot. Átti geggjaða móttöku eftir innkast og lét í kjölfarið vaða. Enn eitt hörkuskotið sem svífur rétt yfir.
32. mín
Grindavíkurliðið er farið að ógna meira. Tara Björk náði að renna sér fyrir áður en Margrét Hulda fann skot í teignum og í kjölfarið átti Shannon fast skot að marki utan af velli en setti boltann rétt yfir.
27. mín
Grindavík fær aukaspyrnu úti til vinstri. Shannon setur fastan bolta á nærsvæðið en Sierra er föst fyrir og skallar frá.

Grindavík fær í kjölfarið hornspyrnu en gestirnir ná ekki að nýta sér hana.
23. mín
Frábær varnarvinna hjá Dagrúnu. Nær að komast fyrir þrumuskot Shannon sem hafði unnið boltann af Sæunni á miðjunni.

Elín Björg í framlínu Hauka átti svo fína skottilraun stuttu síðar þar sem hún köttaði inn á völlinn frá vinstri og lét vaða en tókst ekki að setja boltann framhjá Veronicu.
20. mín
Leikurinn einkennist af mikilli baráttu þessa stundina. Bæði lið mjög grimm og reyna að sækja. Eru þó ekki að ná að skapa sér neitt eins og staðan er.
15. mín
Chante vel á verði!

Shannon átti góðan bolta og ætlaði að senda Nicole í gegn en Chante kom út á ögurstundu og náði að hreinsa.

Hinumegin er Sierra aftur að hrella vinstra megin. Gerði vel í að hrista af sér varnarmann en náði ekki að senda almennilegan bolta út í teig þar sem Elín Björg var tilbúin að munda skotfótinn.
11. mín MARK!
Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Sierra Marie Lelii
Haukar eru komnar yfir!

Sierra á frábæra fyrirgjöf frá vinstri og inn á teig þar sem Heiða Rakel er mætt og stangar boltann í netið!

Fallegt mark.
7. mín
Lið Grindavíkur:

Veronika

Írena - Guðný - Áslaug - Ástrós

Nicole - Þorbjörg - Shannon - Margrét

Birgitta - Una Rós
6. mín
Shannon tekur til sín. Var að reyna fínt langskot sem flaug aðeins yfir.
5. mín
Shannon Simon sýnir það strax á fyrst mínútunum að hún er með flotta boltameðferð. Hún var að setja hættulegan bolta inn fyrir sem Haukar tóku enga sénsa með og settu boltann í horn.

Úr horninu setja Grindvíkingar háan bolta á fjær en heimakonur hreinsa.
5. mín
Haukar fá aukaspyrnu úti til hægri. Kristín Fjóla sendir fyrir og þar mætir Veronica á algjörlega láréttu flugi sem minnti á Superman og slær boltann burt. Áhugaverður stíll á þessu.
4. mín
Lið Hauka:

Chante

Tara Björk - Sunna Líf - Dagrún - Erla Sól
Sæunn - Ísold
Heiða Rakel - Kristín Fjóla - Sierra
Elín Björg
2. mín
Fín sóknaruppbygging hjá Haukum. Ísold stingur boltanum upp í horn á Kristínu Fjólu sem reynir að senda fyrir. Boltinn fer í varnarmann Grindavíkur. Haukar vilja hendi. Steinar dæmir ekkert. Líklega alveg rétt.
1. mín
Leikur hafinn
Grindavík byrjar og leikur í átt að Costco.
Fyrir leik
Við erum tilbúin að fara af stað. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu á "flautumarki" í markaleikjum í síðasta leik. Haukar höfðu verið 2-0 yfir gegn Fjölni en máttu sætta sig við 3-2 tap.

Svipað var uppi á teningnum hjá Grindavíkurkonum sem höfðu einnig komist 2-0 yfir en misstu niður forystuna og töpuðu 4-3 fyrir spútnikliði Tindastóls.

Leikmenn eru væntanlega æstar í komast aftur út á völl og svara fyrir þau vonbrigði.
Fyrir leik
Undirrituð hefur ekki séð leik með Grindavík í sumar og er spennt að sjá nýliðann Shannon Simon sem hefur fengið góða umsögn fyrir sína frammistöðu. Þá hefur Birgitta Hallgrímsdóttir einnig verið að spila vel og er leikmaður til að fylgjast með.

Hjá Haukum hefur varnarmaðurinn Dagrún Birta heillað mig í þeim leikjum sem ég hef séð og svo hefur verið gaman að fylgjast með hinni ungu Elínu Björgu vaxa í framlínunni.
Fyrir leik
Ef við rýnum aðeins í sagnfræðina þá hafa liðin spilað 29 mótsleiki frá því að þau mættust fyrst haustið 1972. Þá sigraði Grindavík 4-0 en síðan þá hafa Haukar unnið 9 sinnum, Grindavík 13 sinnum og sjö sinnum hafa liðin gert jafntefli.

Það skiptir auðvitað nákvæmlega engu máli hér á eftir en það er alltaf gaman að rifja aðeins upp söguna.
Fyrir leik
Það eru 5 stig sem skilja Hauka og Grindavík að fyrir leik kvöldsins. Heimakonur í Haukum hafa ekki náð sér á strik í sumar og sitja óvænt í 9. sæti með 6 stig á meðan Grindvíkingar eru í 5. sæti með 11 stig.
Fyrir leik
Gleðilegan föstudag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Grindavíkur í Inkasso-deildinni.

Um er að ræða leik í 8. umferð sem hófst í gær þegar topplið FH sigraði Augnablik með einu marki.
Byrjunarlið:
1. Veronica Blair Smeltzer (m)
2. Ástrós Lind Þórðardóttir ('87)
4. Shannon Simon
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('40)
10. Una Rós Unnarsdóttir
13. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
14. Birgitta Hallgrímsdóttir ('83) ('86)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Nicole C. Maher ('61)
29. Írena Björk Gestsdóttir ('80)

Varamenn:
7. Borghildur Arnarsdóttir ('61)
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir ('80)
15. Tinna Hrönn Einarsdóttir ('40)
17. Inga Rún Svansdóttir ('87)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir ('83) ('86)

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Vilborg Rós Vilhjálmsdóttir
Alexander Birgir Björnsson
Bjartey Helgadóttir
Signý Ósk Ólafsdóttir
Petra Rós Ólafsdóttir
Scott Mckenna Ramsay

Gul spjöld:
Nicole C. Maher ('53)

Rauð spjöld: