Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
KR
4
2
HK/Víkingur
0-1 Eva Rut Ásþórsdóttir '45
Betsy Doon Hassett '50 1-1
Ingunn Haraldsdóttir '59 2-1
2-2 Eva Rut Ásþórsdóttir '71
Gloria Douglas '75 3-2
Katrín Ómarsdóttir '86 4-2
16.07.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Mígandi rigning og mjög blautur völlur.
Dómari: Guðni Þór Þórsson
Maður leiksins: Betsy Doon Hassett
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('65)
4. Laufey Björnsdóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Doon Hassett
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
14. Grace Maher ('90)
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('90)
21. Tijana Krstic
24. Gloria Douglas

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('90)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
9. Hlíf Hauksdóttir ('90)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('65)
22. Íris Sævarsdóttir
27. Halla Marinósdóttir

Liðsstjórn:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Þetta er búið. KR fer með 4-2 sigur!

Takk fyrir mig, viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
+4

KR verið sterkari síðustu mínútur og virðast vera að sigla þessu heim.
90. mín
+2

Tijana með fína tilraun fyrir utan teig. Boltinn fer rétt yfir markið.
90. mín
Inn:Kristín Erla Ó Johnson (KR) Út:Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
KR-ingar gera tvöfalda skiptingu hér undir lok venjulegs leiktíma.
90. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (KR) Út:Grace Maher (KR)
88. mín
Inn:Hugrún María Friðriksdóttir (HK/Víkingur) Út:Fatma Kara (HK/Víkingur)
86. mín MARK!
Katrín Ómarsdóttir (KR)
Stoðsending: Gloria Douglas
4-2!!

Gloria Douglas með góðan bolta fyrir sem Katrín tekur í fyrsta touchi beint í netið, þetta er fallegt!
84. mín
Inn:Simone Emanuella Kolander (HK/Víkingur) Út:Kristrún Kristjánsdóttir (HK/Víkingur)
Kristrún meiðist og þarf skiptingu.
83. mín
KR undirbýr skiptingu en Ingunn kemur svo hlaupandi aftur inn á. Hún virðist ætla að klára leikinn.
83. mín
Sólveig Larsen við það að sleppa ein í gegn en Ingunn með tæklinguna. Einhverjir vildu víti þarna en mér sýndist Ingunn hafa farið bara í boltann. Hún liggur svo eftir og þarfnast aðhlynningar, vonandi ekkert alvarlegt.
75. mín MARK!
Gloria Douglas (KR)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
Jaháá!! KR fljótar að koma sér yfir aftur!

Betsy með fyrirgjöf og Gloria Douglas rennitæklar boltann í netið, geggjað mark!

3-2
71. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Karólína Jack
HK/Víkingur jafnar!!

Eva Rut með sitt annað mark!

Sýndist það vera Karólína Jack sem átti sendinguna en Eva Rut með gott skot fyrir utan teig, út við stöng. Erfitt fyrir Ingibjörgu og bleytan ekki að vinna með henni heldur.

Rétt áður hafði Katrín Ómars sýnt geggjuð tilþrif, fíflað Gígju og Kristrúnu upp úr skónum áður en hún kom með sendingu fyrir á Ásdísi sem hitti ekki markið. Það er stutt á milli!
66. mín
Úfff!

Flott sókn hjá KR þar sem Lilja setur boltann út í teiginn og Ásdís nær skoti af góðu færi en hittir ekki markið. Gengur ekki alveg nógu vel að hitta markið.
65. mín
Inn:Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Út:Sandra Dögg Bjarnadóttir (KR)
Sandra Dögg búin að eiga flottan leik í kvöld.
64. mín
KR fær hornspyrnu.
62. mín
Ásdís Karen aftur á ferðinni, nær skoti á markið sem Audrey ver nokkuð auðveldlega.
61. mín
Ásdís Karen sleppur ein í gegn en er dæmd rangstæð. Þetta var alveg á mörkunum og línuvörðurinn var lengi að flagga þarna.
59. mín MARK!
Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Stoðsending: Lilja Dögg Valþórsdóttir
2-1!

Lilja Dögg með geggjaða fyrirgjöf og Ingunn með góðan skalla sem fer undir Audrey í markinu! Heimakonur eru komnar með forystuna hérna í Vesturbæ.
58. mín
KR fær hornspyrnu.
57. mín
Ásdís Karen með flott tilþrif og gott skot sem fer rétt framhjá markinu, hélt að þessi væri á leiðinni inn!
54. mín
KR sækja grimmt þessa stundina og hér er Gloria nálægt því að komast ein í gegn en Audrey kemur út á móti og bjargar málunum.
53. mín
Gloria spólar sig í gegnum varnarmenn HK/Víkings af miklum krafti og kemur sér í gott skotfæri en setur boltann yfir markið.
52. mín
Ásdís Karen tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi HK/Víkings og reynir skot sem fer langt yfir.
50. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (KR)
KR jafnar!!

Ásdís Karen með fyrirgjöf sem endar á Katrínu Ómars en boltinn berst út á Betsy sem á gott skot sem endar í netinu! 1-1.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Guðni Þór Þórsson dómari leiksins flautar til hálfleiks. HK/Víkingur fer með forystu inn í hálfleikinn.
45. mín
Hinumegin keyrir Ásdís upp og reynir skot sem fer rétt framhjá!
45. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)
MARK!!

Eva Rut setur boltann beint í netið úr aukaspyrnunni.
45. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.
45. mín
Katrín Ómars með flottan kross yfir á Söndru Dögg en boltinn skoppar og spítist frá henni og Audrey kemur út á móti.
43. mín
Inn:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Út:Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Víkingur)
Brynhildur kemur inn fyrir Eygló sem getur ekki haldið áfram.
42. mín
AUUUJJ

Tijana með skot langt utan af velli sem virðist vera á leiðinni í vinkilinn en fer í stöngina og út, þetta hefði verið fallegt.
40. mín
Leikurinn stöðvaður þar sem Eygló Þorsteinsdóttir liggur eftir og þarf aðhlynningu sjúkraþjálfara. Virðist hafa meitt sig á ökklanum og það er strax verið að undirbúa skiptingu.
38. mín Gult spjald: Tinna Óðinsdóttir (HK/Víkingur)
Braut þarna á Betsy sem var að reyna að keyra upp völlinn.
37. mín
Gloria reynir fyrirgjöf en þessi er skallaður frá.
34. mín
VÓÓ!

Þórhildur með skot sem Ingibjörg ver upp í slánna og hann skoppar niður á línuna og út fyrir, ekki inni en vááá nálægt því þarna!
32. mín
Fín sókn hjá gestunum, Sólveg setur hann út til hægri á Karólínu sem keyrir í átt að markinu og þrumar honum svo í hliðarnetið. Þarna hefði Karólína mátt setja hann inn fyrir á Sólveigu.
30. mín
Hinumegin er Sólveig við það að sleppa í gegn en nær ekki til boltans.
30. mín
Ásdís Karen fær boltann utarlega í teignum og nær að snúa en er dæmd rangstæð, ekki viss hvort þetta hafi verið réttur dómur.
28. mín
Lilja Dögg með fyrirgjöf en gestirnir koma þessu frá. Boltinn berst svo á Gloriu sem lætur vaða á markið en framhjá fer boltinn.
26. mín
Það er ágætis mæting á völlinn en áhorfendur geta þó allavega setið í skjóli í stúkunni.
23. mín
Sandra Dögg við það að sleppa í gegn en boltinn spítist of langt og Audrey í markinu kemur út og tekur hann upp.
22. mín
Það bætir bara í rigninguna og völlurinn verður enn blautari. Eftir fína byrjun á leiknum þá hefur hægst svakalega á þessu og leikmenn ráða illa við boltann.
20. mín
Háir langir boltar eru lítið að ganga upp þar sem boltinn spítist svakalega í blautu grasinu. Boltinn ansi mikið í innköstum.
18. mín
Þetta er rólegt þessa stundina, liðin skiptast á að sækja án þess að ná að skapa sér færi.
14. mín
Gloria með skemmtileg tilþrif þegar hún rennir sér til þess að halda boltanum inn á vellinum. Rífur sig upp og kemur með fasta og góða fyrirgjöf en engin KR-ingur nær til boltans.
13. mín
Hinumegin á Eva Rut skot sem Ingibjörg ver.
11. mín
Færi!

Gloria Douglas fær sendingu inn fyrir frá Ásdísi og keyrir að markinu og setur hann framhjá. En boltinn fór í varnarmann og KR fær horn.

Boltinn berst út úr teignum og Betsy reynir skot sem fer í þvöguna og endar hjá Söndru Dögg sem á ágætis skottilraun en Audrey ver örugglega.
9. mín
Betsy með skot yfir markið eftir ágætis sókn heimakvenna.
7. mín
Kristrún Kristjáns tekur hornið og er nálægt því að setja hann í markið. Fer rétt framhjá fjærstönginni!
7. mín
HK/Víkingur fær fyrstu hornspyrnu leiksins.

Flott sókn þar sem Þórhildur keyrði upp völlinn og kom með fyrirgjöf.
4. mín
Karólína með fína fyrirgjöf fyrir markið en KR stúlkur skalla þetta frá.
3. mín
Þetta fer rólega af stað. Liðin eru að þreifa fyrir sér og það er auðsjáanlegt hversu blautur völlurinn er.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur hefja leik og sækja í átt að DHL-höllinni.
Fyrir leik
Liðin ganga til búningsklefa, það fer að styttast í að leikurinn verði flautaður á!

Ég held að þetta verði hörkuleikur þar sem mikið er undir. Völlurinn er mjög blautur eftir rigningardag og er ekki ólíklegt að við fáum að sjá nokkrar tæklingar í blautu grasinu.

Hér er logn og engin rigning sem stendur, fínasta veður til að skella sér á völlinn!
Fyrir leik
HK/Víkingur lét Þórhall Víkingsson þjálfara liðsins fara í gær.

Í tilkynningu félagsins kom fram að þetta hafi verið samkomulag en Þórhallur sagði í viðtali við Fótbolta.net í dag að það hafi ekki verið svoleiðis. Hann var einfaldlega rekinn og átti ekki von á því.

Rakel Logadóttir tekur við liðinu en hún hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins. Lára Hafliðadóttir mun vera henni til aðstoðar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

KR gerir eina breytingu frá sigrinum á Stjörnunni en Ingibjörg Valgeirsdóttir kemur inn í markið í stað Birnu Kristjáns.

HK/Víkingur gerir tvær breytingar frá tapinu fyrir norðan, Margrét Eva og Þórhildur Þórhalls koma inn og Svanhildur Ylfa og Esther Rós setjast á bekkinn.

Margrét Eva var kölluð til baka úr láni í gær en hún er búin að spila með Fylki í fyrri umferð sumarsins. Hún er mætt beint í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Þann 2. maí s.l. mættust liðin í Kórnum í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar. HK/Víkingur sigraði þann leik 1-0 þar sem Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark leiksins.

Þar áður mættust liðin í Lengjubikarnum, 5. apríl og þar hafði KR betur, 2-1.

Á síðustu leiktíð mættust liðin tvisvar í deild, fyrri leikurinn fór 0-0 og HK/Víkingur vann síðari leikinn 3-1.
Fyrir leik
Í síðustu umferð vann KR langþráðan sigur þegar þær lögðu Stjörnuna að velli 1-0 heima. HK/Víkingur fór norður og steinlá 6-0 fyrir Þór/KA.
Fyrir leik
Fyrir leik situr KR í 8. sæti deildarinnar með með 7 stig eftir níu umferðir. HK/Víkingur er með 6 stig á botninum en þær hafa aðeins leikið átta leiki.

Það er því mikið undir í botnbaráttunni í kvöld og bæði lið þurfa nauðsynlega á stigum að halda. Ég held að það sé alveg óhætt að tala um sex stiga leik!
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum í Vesturbænum.

Klukkan 19:15 hefst leikur KR og HK/Víkings tíundu umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Byrjunarlið:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Kristrún Kristjánsdóttir ('84)
5. Fatma Kara ('88)
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
15. Eva Rut Ásþórsdóttir
19. Eygló Þorsteinsdóttir ('43)

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('43)
10. Hugrún María Friðriksdóttir ('88)
14. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
16. Dagný Rún Pétursdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
20. Simone Emanuella Kolander ('84)
22. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Ástrós Silja Luckas
24. María Lena Ásgeirsdóttir

Liðsstjórn:
Rakel Logadóttir (Þ)
Lára Hafliðadóttir
Halla Margrét Hinriksdóttir
Guðrún Gyða Haralz
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Tinna Óðinsdóttir ('38)

Rauð spjöld: