HK/Víkingur
1
1
Keflavík
Fatma Kara '59 1-0
1-1 Sophie Mc Mahon Groff '84
19.07.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Glimrandi góðar. Sól og blíða og blankalogn!
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Sveindís Jane - Keflavík
Byrjunarlið:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
Karólína Jack ('79)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Kristrún Kristjánsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Hugrún María Friðriksdóttir ('57)
15. Eva Rut Ásþórsdóttir
20. Simone Emanuella Kolander

Varamenn:
1. Maren Júlía Magnúsdóttir (m)
8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
16. Dagný Rún Pétursdóttir ('57)
17. Arna Eiríksdóttir
19. Eygló Þorsteinsdóttir
22. Emma Sól Aradóttir
22. Guðný Eva Eiríksdóttir
23. Ástrós Silja Luckas ('79)
24. María Lena Ásgeirsdóttir

Liðsstjórn:
Rakel Logadóttir (Þ)
Milena Pesic
Lára Hafliðadóttir
Halla Margrét Hinriksdóttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+5

Þetta er búið! Hörkuleikur sem hefði getað dottið hvoru megin sem var. Leikmenn beggja liða setjast svekktar í grasið.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
+4

Fatma með fyrirgjöf en Keflavík kemur þessu frá.
90. mín
+4

Keflavík í sókn og mikil barátta í teignum og Natasha nær skoti á markið sem fer yfir.
90. mín
+3

Það er mikil barátta og bæði lið ætla sér að ná inn marki fyrir leikslok.
90. mín
+2

Hinumegin er Simone komin í gott færi en er alltof lengi að þessu og setur hann svo yfir markið.
90. mín
+1

DAUÐAFÆRI!

Sveindís Jane með boltann fyrir markið og ég sá ekki hver átti skotið, sólin er að blinda okkur. En þarna var Keflavík nálægt því að ná inn marki.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma.
90. mín
Brynhildur Vala í dauðafæri!

Fær boltann í teignum beint fyrir framan markið en skotið hennar yfir markið.
89. mín
Ástrós í ágætu færi hægra megin í teignum en skotið fer langt, langt framhjá.
88. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Þriðja og síðasta skipting Keflavíkur.

Markaskorarinn tekinn útaf en hún lenti í hnjaski og mér sýnist hún ekki hafa treyst sér til þess að halda áfram.
86. mín
HK/Víkingur fær horn.
84. mín MARK!
Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
1-1!

Sveindís sleppur inn fyrir og potar boltanum framhjá markmanninum og Sophie kemur og klárar þetta!
82. mín
Keflavík keyrir hratt upp og boltinn berst á Anítu Lind sem er í fínu færi fyrir framan markið en hittir boltann ekki. Aníta ósátt með sjálfa sig þarna, átti að gera betur.
79. mín
Inn:Ástrós Silja Luckas (HK/Víkingur) Út:Karólína Jack (HK/Víkingur)
78. mín
Inn:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Önnur skipting Keflavíkur.
77. mín
Keflavík fær aukaspyrnu rétt fyrir framan miðjubogann. Sophie tekur spyrnuna inn á teig en Audrey grípur boltann.
76. mín
Aníta Lind reynir skot fyrir utan teig vinstra megin. Héldu allir að hún væri að koma með fyrirgjöf en skotið er fast á nær. Audrey þarf aðeins að hafa fyrir þessum bolta.
75. mín
Úff! Samstuð í teignum. Aytac reynir að kýla boltann frá og virðist fara beint í andlitið á Simone.

Simone stendur strax upp en Aytac liggur aðeins eftir. Hún stendur svo upp og heldur áfram.
74. mín Gult spjald: Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
Sparkar boltanum pirruð í burtu eftir að HK/Víkingur fékk aukaspyrnu.
73. mín
HK/Víkingur fær hornspyrnu.
71. mín
Sveindís kemur boltanum út á vinstri kant á Anítu Lind sem hefur nóg pláss til að koma boltanum fyrir en fyrirgjöfin ekki nógu góð og Audrey grípur auðveldlega.
70. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu rétt við miðjubogann eftir að Fatma var tekin niður.

Eva Rut tekur spyrnuna inn á teig og Karólína nær til boltans sem fer hátt upp í loft og Aytac grípur svo.
68. mín
Karólína á harðaspretti upp kantinn en Keflavíkurskonur koma þessu í hornspyrnu.
67. mín
Inn:Íris Una Þórðardóttir (Keflavík) Út:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
66. mín
Langt innkast sem Sveindís tekur og eftir baráttu í teignum endar boltinn ofan á þverslánni.

HK/Víkingur nær að hreinsa og Sveindís fær innkast á hinum kantinum. Audrey gerir vel og stekkur upp og grípur boltann.
65. mín
Sveindís fær boltann aðeins úti hægra megin og tekur skotið en boltinn yfir.
64. mín
Keflavík kemur boltanum inn en rangstaða dæmd. Sá ekki hver átti skotið en hún virðist hafa komið út úr rangstöðu og því réttur dómur.
63. mín
Sophie sleppur ein í gegn en er of lengi að hlaða í skotið og Gígja Valgerður kemst fyrir og Keflavík fær hornspyrnu.
62. mín
Sveindís með boltann upp við endalínuna og reynir að koma honum fyrir en boltinn fer aftur fyrir og HK/Víkingur fær markspyrnu.
59. mín MARK!
Fatma Kara (HK/Víkingur)
1-0!!

Þetta var gullfallegt mark. Fatma Kara leikur á varnarmenn Keflavíkur fyrir utan teig og leggur hann fyrir vinstri fótinn sinn og smellhittir hann, sláinn inn alveg upp í samskeytunum!

Óverjandi fyrir Aytac.
58. mín
Natasha tekin niður þegar hún keyrir með boltann upp völlinn. Dómarinn dæmir ekkert og stuðningsmenn Keflavíkur láta heyra vel í sér.
57. mín
Inn:Dagný Rún Pétursdóttir (HK/Víkingur) Út:Hugrún María Friðriksdóttir (HK/Víkingur)
Fyrsta skipting HK/Víkings.
56. mín
Fatma vinnur boltann og keyrir í átt að markinu og á skot sem fer beint á Aytac í markinu.
55. mín
Úfff!!

Natasha stingur boltanum bakvið varnarmenn HK/Víkings og Sveindís kemst ein í gegn og á skot sem fer hárfínt framhjá markinu!
53. mín
Simone með langt innkast hinumegin. Boltinn berst á fjær þar sem Karólína er í baráttunni og uppsker hornspyrnu. Þarna voru Keflavíkurkonur ósáttar að fá ekki dæmda aukaspyrnu en Karólína var alveg á mörkunum að vera brotleg þarna.
51. mín
Dauðafæri!!

Sveindís keyrir hratt upp og nær góðu skoti sem Audrey ver. Boltinn berst hinsvegar út á vinstri fótinn á Anítu Lind sem hittir boltann ekki nógu vel. Tvöfaldur séns sem Keflavík fékk þarna.
50. mín
Sveindís aftur með langt innkast. Boltinn berst á Anítu Lind sem reynir að koma boltanum fyrir markið en boltinn fer yfir alla.
48. mín
Innkastið hjá Sveindísi langt og Maried Clare Fulton með skottilraun sem fer yfir markið.
48. mín
Sveindís krækir í innkast á móti teignum. Hún getur kastað mjög langt.
47. mín
Aytac í smá vandræðum að koma boltanum fram og setur hann í innkast. HK/Víking pressa hátt.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á ný! Held að við séum að fara að sjá einhver mörk hérna í síðari hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur

Mjög fjörugur fyrri hálfleikur. Bæði lið átt færi og sótt til skiptis. Gæti dottið hvoru megin sem er!
45. mín
Nú fær Sveindís boltann uppi á vellinum og keyrir upp en Margrét Eva fylgir henni og nær að tækla boltann í hornspyrnu.

Góður bolti fyrir sem Keflavík nær samt ekki að gera sér mat úr. Þóra Kristín liggur eftir og dómarinn flautar til hálfleiks.
45. mín
HK/Víkingur búnar að liggja á Keflavík síðustu mínútur og nokkrum sinnum verið mjög nálægt því að skora.
45. mín
Dauðafæri!!

Karólína með fyrirgjöf fyrir markið og Fatma er alein á fjær en Aytac ver frábærlega frá henni.

HK/Víkingur fær hornspyrnu.
44. mín
Maður hefur varla undan við að skrifa allt niður sem er að gerast, var með augnu á lyklaborðinu en Fatma fær boltann fyrir framan markið en nær ekki skoti á markið. Fatma mjög svekkt með sjálfa sig þarna.
43. mín
Hinumegin er Simone komin í ágætis færi en þó svolítið þröngt sem gerir Aytac auðveldara fyrir að loka á.
41. mín
Sveindís Jane fær boltann og keyrir upp völlinn, virðist vera að koma sér í góða skotstöðu en HK/Víkingur nær að koma þessu aftur fyrir í hornspyrnu.

Heimakonur ná að hreinsa en Arndís Snjólaug fær boltann og kemur með fyrirgjöf og boltinn endar hjá Dröfn sem hittir ekki boltann nógu vel.
40. mín
Hugrún María liggur eftir samstuð við Natöshu. Leikurinn stöðvaður og Hugrún fær aðhlynningu.
38. mín
Dröfn með fyrirgjöf en Audrey kemur út og nær þessum bolta.
34. mín
HK/Víkingur fær hornspyrnu.

Keflavík nær að skalla boltann frá en HK/Víkingur nær að koma boltanum aftur fyrir en Karólína nær ekki til boltans.
33. mín
Simone með langa sendingu þvert yfir völlinn á Hugrúnu Maríu. Simone tekur þó aukansertingu svo Hugrún þarf að hægja á sér til að vera ekki rangstæð og missir taktinn.
32. mín
Það er hart barist og dómarinn á í fullu fangi með að stjórna þessum leik. Nú eigast Aníta og Tinna við en þær fá tiltal og sleppa við spjald.
30. mín
Kristrún á misheppnaða sendingu sem kemur Natöshu í gott skotfæri rétt fyrir utan teig. Audrey ver vel og Keflavík fær hornspyrnu.

Heimakonur ná að hreinsa en boltinn berst á Anítu Lind sem á fast skot rétt yfir markið.
29. mín
Fatma brýtur hressilega á Arndísi og áhorfendur eru ósáttir að Ásmundur gefi henni ekki gult spjald. Hefði alveg mátt gera það.
26. mín
Sophie og Karólína skella illa saman og Karólína liggur sárhvalin og virðist eiga erfitt með andardrátt. Þetta leit ekki vel út.

Sophie virðist hafa keyrt í bakið á Karólínu og annar leikmaður HK/Víkings lendir á þeim líka sem eykur höggið á Karólínu.

Hún fær aðhlynningu sjúkraþjálfara og eftir stutta stund er hún komin aftur inn á. Gott fyrir HK/Víking og Karólínu að þetta var ekki verra!
26. mín
Síðan að ég skrifaði að Keflavík væru búnar að vera sterkari þá hafa HK/Víkingur tekið meiri völd á leiknum og sótt mjög grimmt. Eru nokkrum sinnum búnar að ná að opna vörnina vel og koma þriggja manna varnarlínu Keflavíkur í vandræði.
25. mín
Simone dansar með boltann inn í teig Keflavíkur og er alltof lengi að þessu, nær á endanum skoti með vinstri sem er ekki nógu fast.
24. mín
Vó!

Karólína og Fatma með flottan þríhyrning fyrir utan teig og Fatma nær góðu skoti á markið sem fer hárfínt yfir. Þarna voru þær nálægt því!
22. mín
Simone keyrir upp völlinn og reynir fyrirgjöf en uppsker hornspyrnu.

Kristrún tekur spyrnuna og Keflavíkurkonur ná að hreinsa.
22. mín
Keflavík eru búnar að vera sterkari síðustu mínútur og náð að koma sér í nokkur hálf-færi.
21. mín
Sophie með skot af stuttu færi sem fer beint á Audrey í markinu. Dröfn vann boltann af Evu Rut á miðjum velli og kom honum upp á Sveindísi sem keyrði upp að endalínu og lagði út á Sophie.
19. mín
Keflavík fær hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Dröfn sem Tinna hreinsar í horn.
18. mín
Fatma Kara með fast skot sem fer yfir markið.
17. mín
Simone með góða fyrirgjöf sem er aðeins of há fyrir Karólínu. Kristrún nær hinsvegar að koma boltanum aftur inn í teig og HK/Víkingur eru ósáttar að fá ekki dæmda hendi.
16. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur.

Eva Rut tekur spyrnuna og lætur vaða á markið. Simone er nálægt því að komast með hausinn í þennan bolta en Aytac grípur hann örugglega.
15. mín
HK/Víkingur nær að hreinsa boltann upp völlinn og Fatma Kara sleppur ein inn fyrir, Þóra KRistín er hinsvegar öskufljót og nær að hlaupa hana uppi og vinna boltann.
14. mín
Sveindís í miklu kapphlaupi um boltann við Tinnu sem nær að koma þessu í hornspyrnu.
13. mín
Keflavík fær aðra aukaspyrnu út á miðjum velli eftir að Sveindís fór af miklum krafti í gegnum nokkra leikmenn HK/Víkings.

Eftir mikla baráttu um boltann barst boltinn á Kötlu Maríu sem lét vaða fyrir utan teig en boltinn rétt yfir. Keflavík grimmar fram á við þessa stundina!
11. mín
Natasha nær að koma boltanum í netið en er dæmt réttilega rangstæð. Keflavík fékk aukaspyrnu út á miðjum velli og boltinn barst til Natöshu eftir klafs í teignum.
8. mín
Sveindís Jane verður fyrir smá hnjaski, leikurinn stoppaður svo hún geti fengið aðhlynningu sjúkraþjálfara.
7. mín
Ussss!

Natasha með þrumuskot í þverslánna!
3. mín
Að því sögðu kemst Keflavík í fína sókn þar sem Sveindís keyrir upp völlinn og kemur með sendingu út á vinstri kantinn á Anítu Lind sem reynir skot sem fer framhjá.
3. mín
HK/Víkingur byrjar að pressa hátt strax í upphafi. Keflavík hefur ekki enn náð einni sendingu sín á milli.
2. mín
HK/Víkingur fær aðra hornspyrnu.
1. mín
HK/Víkingur fær hornspyrnu.

Karólína Jack með flottan sprett strax í upphafi sem endar í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Heimakonur byrja með boltann og sækja í átt að Kópavoginum.
Fyrir leik
Leikmenn ganga út á völl í fylgd dómaratríósins.

Ásmundur Þór Sveinsson mun dæma þennan leik og honum til aðstoðar verða Antoníus Bjarki Halldórsson og Sigurður Schram.
Fyrir leik
Það er gjörsamlega geggjað veður hér á ,,Heimavelli hamingjunnar". Sólin skín, það er blankalogn og 16 stiga hiti, en ég held að fólki líði eins og það sé 30 stiga hiti.

Hvet fólk til þess að drífa sig á völlinn! Fátt betra á föstudagskvöldi en skemmtilegur fótboltaleikur í góðu veðri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

HK/Víkingur gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn KR á þriðjudaginn.
Brynhildur Vala, Hugrún María og Simone koma inn fyrir Sólveigu Larsen, Eygló Þorsteins og Þórhildi Þórhalls, sem er ekki á skýrslu í kvöld. Eygló er á skýrslu í liðstjórninni en hún fór meidd útaf á þriðjudaginn.

Keflavík gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Fylki. Dröfn Einars og Arndís Snjólaug koma inn fyrir Ísabel Jasmín og Írisi Unu.
Fyrir leik
Þetta er frestaður leikur og hafa þessi lið því ekki mæst í deildinni í sumar. Þau hafa þó mæst tvisvar á þessu ári og hefur Keflavík haft betur í bæði skiptin.

Fyrst mættust þau í Faxaflóamótinu þann 30. janúar þar sem Keflavík fór með 5-2 sigur og svo þann 3. mars í Lengjubikar en þá vann Keflavík 2-1.
Fyrir leik
Keflavík hefur ferið á flottri siglingu undanfarið en þær unnu 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð.

Eftir að hafa farið hægt af stað hafa þær unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þar á meðal tvo stórsigra, 4-0 gegn KR og 5-0 gegn Stjörnunni.
Fyrir leik
HK/Víkingur hefur verið í basli í stigasöfnun en síðasti sigurleikur þeirra var 27. maí gegn Fylki.

Það hefur ýmislegt gengið á hjá þeim síðustu daga. Þórhallur Víkingsson var látinn fara á mánudaginn, daginn fyrir leik gegn KR, en hann hafði verið þjálfari liðsins síðan í október 2017. Rakel Logadóttir sem hafði verið Þórhalli til aðstoðar, tók við og stýrði liðinu í tapinu gegn KR á þriðjudaginn.

Leikurinn endaði 4-2 KR í vil og var það Eva Rut sem skoraði bæði mörk HK/Víkings.
Fyrir leik
Ef við horfum á stöðuna í deildinni sjáum við að Keflavík situr í 7. sæti en HK/Víkingur eru neðstar í 10. sætinu.

Það munar þó aðeins þremur stigum á liðunum og eru því stigin sem boði eru í kvöld mjög dýrmæt fyrir bæði lið.

Neðri hluti deildarinnar er einn vel þéttur pakki og munar aðeins fjórum stigum á 5. og 10. sætinu!
Fyrir leik
Gleðilegan föstudag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik HK/Víkings og Keflavíkur í Pepsi-Max deild kvenna.

Flautað verður tl leiks á Víkingsvelli kl. 19:15.
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff ('88)
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('78)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('67)
17. Katla María Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
7. Kara Petra Aradóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('78)
20. Eva Lind Daníelsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
21. Íris Una Þórðardóttir ('67)
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Haukur Benediktsson
Amelía Rún Fjeldsted
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Þóra Kristín Klemenzdóttir ('74)

Rauð spjöld: