Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 16. júlí 2019 22:46
Sævar Ólafsson
Arnar Halls: Þetta skrifast bara á mig
Leikmenn voru sjálfum sér og félaginu til sóma
Arnar Halls á von á tveim nýjum leikmönnum í vikunni
Arnar Halls á von á tveim nýjum leikmönnum í vikunni
Mynd: Raggi Óla
Það rigndi mörkum og skemmtilegum fótbolta á Leiknisvelli í kvöld í hreint út sagt mögnuðum fótboltaleik sem bauð upp á allt saman. Í leikslok voru það rauðklædddir Aftureldingsmenn sem gengu niðurlútir af velli.
Arnar Hallsson þjálfari Aftureldingar var vitanlega tekinn tali eftir þennan hádramatíska og pakkfulla skemmtipakka af fótboltaleik
“Það er nátturulega ekki hægt að biðja um meira en þetta“

“Því miður var það ekki framlagið sem skorti heldur var það gæði í ákvarðantöku sem varð þess valdandi að við fengum þessi mörk á okkur sem mér fannst vera óþarflega auðveld fyrir Leikni þannig að það var súrt“
Afturelding eru nýliðar í deildinni og tefla fram skemmtilegri blöndu af ungum og uppöldum leikmönnum í bland við reynslu. Hræringar hafa verið á leikmannamálum Aftureldingar í sumar og kom spánverjinn Roger Banet Badia kom inn á sínum fyrsta leik fyrir liðið þegar Arnór Gauti var vísað af velli.

“Hann er varnarmaður sem kemur inn fyrir þann sem fór (Romario Leiria De Moura sem var rift samning við nýverið) við höfum nú lagt áherslu á það að vinna með þá sem í félaginu eru en það eru tveir leikmenn að koma og koma núna í vikunni en það skiptir ekki máli – það sem skiptir máli eru þeir sem í félaginu eru og þeir voru hérna í dag og gáfu allt í leikinn og voru sjálfum sér og félaginu til sóma“

„Þannig að það er það sem skiptir máli og að halda áfram með það og halda áfram að vinna með okkar hluti vegna þess að þetta var á margan hátt skemmtilegur fótboltaleikur. Það var hraði og þeir gáfu allt í hann og mér fannst dómarinn leyfa honum að fljóta skemmtilega líka, þannig að þetta var áhugaverður leikur“




Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Afturelding

“Andri Þór (markvörður) er á leið út í nám í Bandaríkjunum svo við erum að fá markmann í staðinn fyrir hann – sá er að við teljum feykilega öflugur og hefur spilað á háu leveli á Spáni þannig að við eigum von á því að hann eigi eftir að fylla það skarð sem Trausti og Andri skilja eftir sig. Við höfum náttúrulega verið í smá basli með þetta. Trausti puttabrotnaði og hefur verið frá og Andri Þór er a fara núna“

“Svo erum við að fá miðjumann sem kemur í stað Esteves sem er að fara út - er kominn með samning hjá góðu liði úti á Spáni svo við erum að fylla það skarð“

Það er ekki hægt að segja að Afturelding hafi fengið vinningsmiða í útlendingalottóinu það sem af er sumri þar sem leikmannavelta hefur verið talsverð frá því á vormánuðum.

“Alls ekki og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur og voru bara vondar ákvarðanir og það skrifast bara á mig“.

“Þetta eru ákvarðanir sem ég tek og og því miður þá hafði ég rangt fyrir mér í annað skiptið hafði ég rangt fyrir mér með gæðin og í hitt skiptið hafði ég rangt fyrir mér með formið sem getur verið svolítið erfitt að sjá fyrir en svo hefur Spánverjinn Esteves sem hefur verið á miðjunni hjá okkur bætt liðið og og komið með góða hluti þannig að þetta skrifast bara á mig“
Athugasemdir
banner
banner
banner