Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 16. júlí 2019 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Leicester hafnaði tilboðum frá Man Utd og Man City í Maguire
Harry Maguire vill fara frá Leicester
Harry Maguire vill fara frá Leicester
Mynd: Getty Images
Enska félagið Leicester City er búið að hafna tveimur tilboðum í enska miðvörðinn Harry Maguire en þetta staðfestir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri félagsins, í samtali við talkSPORT.

Maguire er einn heitasti bitinn á markaðnum en hann hefur verið með betri varnarmönnum ensku deildarinnar síðustu ár og var þá magnaður með enska landsliðinu á HM í Rússlandi á síðasta ári.

Manchester City og Manchester United hafa sýnt Maguire mikinn áhuga í sumar og vilja þau ólm fá hann en Leicester er búið að hafna tveimur tilboðum frá félögunum í leikmanninn.

Maguire hefur tilkynnt Leicester að hann vilji fara frá Leicester en félagið vill fá allt að 80 milljónir punda fyrir hann.

Rodgers kom þá inná það að Leicester ætli ekki að selja hann á tombóluverði.



Athugasemdir
banner
banner
banner