mið 17. júlí 2019 15:27
Arnar Daði Arnarsson
Afturelding fær spænskan markvörð (Staðfest)
Andri Þór er á leið til Bandaríkjanna.
Andri Þór er á leið til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur samið við spænska markvörðinn Jon Tena um að leika með liðinu út tímabilið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Aftureldingar.

Afturelding situr í fallsæti deildarinnar með 10 stig, jafn mörg stig og Magni og Njarðvík eftir tólf umferðir.

Andri Þór Grétarsson, sem hefur varið mark Aftureldingar síðustu vikur er á leið til Bandaríkjanna í skóla. Mosfellingar hafa verið óheppnir með meiðsli markvarða sínum í sumar en bæði Trausti Sigurbjörnsson og Eiður Ívarsson hafa báðir verið að glíma við erfið og langvinn meiðsli.

Afturelding hefur því ákveðið að sækja til sín spænskan markvörð. Tena er 26 ára gamall en hann hefur spilað síðustu tvö tímabil með Amorebieta í spænsku C-deildinni. Þar áður lék hann með Real Union og varaliði Real Sociedad í sömu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner