Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. júlí 2019 11:49
Magnús Már Einarsson
Charlie Austin ósáttur - Sendur í U23 ára liðið
Mynd: Getty Images
Charlie Austin, framherji Southampton, er ósáttur við Ralph Hasenhuttl stjóra félagsins.

Austin er ekki í áætlunum Hasenhuttl og er á sölulista hjá Southampton.

Hinn þrítugi Austin fékk ekki að koma með liði Southampton í æfingaferð til Austurríkis og þess í stað var hann látinn æfa með U23 ára lið félagsins.

Það fór ekki vel í Austin en hann telur að Hasenhuttl sé að sýna sér mikla vanvirðingu.

Austin átti eitt af betri viðtölunum á síðasta tímabili þegar hann var brjálaður út í dómarana eftir leik gegn Watford. Hér að neðan má sjá viðtalið í skemmtilegum búning.

Athugasemdir
banner
banner
banner