Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. júlí 2019 15:04
Magnús Már Einarsson
Daníel Hafsteins í Helsingborg (Staðfest)
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður Helsingborg en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning hjá sænska félaginu í dag. Helsingborg kaupir Daníel frá KA en félögin náðu samkomulagi um kaupverð í vikunni.

„Ég er mjög glaður að hafa skrifað undir og hlakkar til að byrja að spila," sagði Daníel eftir undirskrift.

U21 landsliðsmaðurinn Daníel hefur verið í lykilhlutverki hjá KA og það er blóðtaka fyrir liðið að hann sé á förum en Akureyringar eru í fallsæti eftir tap gegn HK um helgina.

Hinn 19 ára gamli Daníel hefur skorað fjögur mörk í 40 leikjum með uppeldisfélagi sínu KA.

Helsingborg fór upp úr sænsku B-deildinni í fyrra en þá raðaði Andri Rúnar Bjarnason inn mörkum með liðinu. Andri var seldur til Kaiserslautern í Þýskalandi á dögunum.

Helsinborg er í dag í 11. sæti af 16 liðum í sænsku úrvalsdeildinni en félagið reyndi á dögunum að fá Brynjólf Darra Willumsson frá Breiðabliki.

Þjálfari Helsingborg er fyrrum markamaskínan Henrik Larsson en hann gerði garðinn frægan með liðum eins og Barcelona, Manchester United og Celtic á ferli sínum.

Athugasemdir
banner
banner