Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. júlí 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Leikmennirnir velja fyrirliðann saman
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany hefur verið fyrirliði Manchester City formlega frá tímabilinu 2011-12. Kompany var fyrirliði liðsins í síðasta skipti í sigri City gegn Brighton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Kompany tók í vor við sem spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu.

Pep Guardiola, stjóra City, bíður nú það verkefni að velja næsta fyrirliða liðsins.

David Silva var fyrirliði liðsins í 4-1 sigri á West Ham í Kína en Silva hefur ekki verið tilkynntur sem fyrirliði liðsins fyrir komandi tímabil.

„Leikmennirnir munu velja fyrirliðann þegar allir koma saman," sagði Guardiola í dag.

„Við munum funda saman um þetta og finna út úr því hver tekur við bandinu."

Kevin De Bruyne, miðjumaður City, segist vera tilbúinn að taka við fyrirliðahlutverkinu ef honum verður boðin staðan.

„Ef liðið vill hafa mig sem fyrirliða þá tek ég glaður við því hlutverki. Allir verða að vera sammála samt og við tökum ákvörðun þegar allir koma saman," sagði De Bruyne í dag.
Athugasemdir
banner
banner