Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lo Celso má fara til Spurs - Fekir nálgast Betis
Mynd: Getty Images
Real Betis keypti í vor Giovani Lo Celso frá PSG. Lo Celso var á láni frá PSG hjá Betis á síðustu leiktíð og lék vel. Betis nýtti sér ákvæði í lánssamningnum og keypti Argentínumanninn á 20 milljónir punda.

Lo Celso skoraði 16 mörk og lagði upp önnur sex í 45 leikjum hjá Betis á síðustu leiktíð.

Tottenham hefur verið þrálátlega orðað við hinn 23 ára Lo Celso í sumar en Betis hefur ekki viljað samþykkja tilboð Spurs í leikmanninn.

Lo Celso er talinn kosta um 70-75 milljónir evra. Samkvæmt Evening Standard er Nabil Fekir á leið til Betis frá Lyon á 25 milljónir evra og í kjölfarið verði Lo Celso leyft að yfirgefa félagið. Fekir verður 26 ára á morgun. Í fyrra var hann svo gott sem genginn í raðir Liverpool en allt kom fyrir ekki og lék hann áfram með Lyon.
Athugasemdir
banner
banner