Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. júlí 2019 09:07
Magnús Már Einarsson
Man Utd með tilboð í Fernandes
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Mario Mandzukic gæti verið á leið til Everton.
Mario Mandzukic gæti verið á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta úr boltanum. BBC tók saman.



PSG hefur hafnað tilboði frá Barcelona í Neymar (27). Tilboðið hljóðaið upp á 40 milljónir punda og Ivan Rakitic og Philippe Coutinho í skiptum. (L'Equipe)

Inter mun væntanlega greiða 75 milljónir punda fyrir Romelu Lukaku framherja Manchester United eins og enska félagið vill. Inter vill þó skipta 60 milljóna punda greiðslu á næstu þrjú árin og borga 15 milljónir punda í bónusgreiðslum. (Sun)

Dani Ceballos (22), miðjumaður Real Madrid, er á leið til Arsenal. (Mundo Deportivo)

Christian Eriksen (27) miðjumaður Tottenham er einn af þeim leikmönnum sem eru á óskalista Atletico Madrid. (Evening Standard)

Roma hefur ekki efni á að borga 25 milljónir punda fyrir Toby Alderweireld (30) varnarmann Tottenham en það er riftunarverð í samningi hans. Tottenham vill láta ítalska miðjumanninn Nicolo Zaniolo (20) fara til Tottenham sem hluta af kaupverðinu. (Mirror)

Danny Rose (29) vinstri bakvörður Tottenham ætlar ekki að fara með í æfingaferð til Singapúr en hann vill fara frá félaginu. (Telegraph)

Everton hefur áhuga á Mario Mandzukic (33) framherja Juventus og bíður nú svara hvort leikmaðurinn eigi framtíð hjá ítölsku meisturunum undir stjórn Maurizio Sarri. (Telgraph)

Umboðsmaður Simon Mignolet (31) segir að markvörðurinn stefni ennþá á að fara frá Liverpool til að spila meira. (Les Sports Plus)

AC Milan gæti reynt að fá Eric Bailly (25) varnarmann Manchester United eftir að hafa þótt 18 milljóna punda verðmiði of hár á Dejan Lovren (30) varnarmanni Liverpool. (Mail)

Manchester United hefur boðið 50 miljónir punda í Bruno Fernandes (24) miðjumann Sporting Lisabon. (Mirror)

Eliaquim Mangala (28) miðvörður Manchester City má fara frítt frá félaginu. Mangala varð dýrasti varnarmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom frá Porto á 42 milljónir punda árið 2014. (Mail)

Jonjo Shelvey (27) segist ekki vera á förum frá Newcastle. (Star)

Charlie Austin (30) framherji Southampton var ósáttur þegar hann fékk þau skilaboð að hann fari ekki með liðinu í æfingaferð fyrir tímabilið. Austin segir að Ralph Hasenhuttl stjóri liðsins sé að sýna sér óvirðingu. (Sun)

Barcelona hefur áhuga á Junior Firpo (22) vinstri bakverði Real Betis en hann á að veita Jordi Alba (30) samkeppni. (Marca)

William Saliba (18) leikmaður Saint-Etienne vill fara til Arsenal en franska félagið vill frekar selja hann til Tottenham. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner