Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. júlí 2019 19:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: AIK og Rosenborg áfram
Vítaspyrnukeppni þurfti í Riga
Kolbeinn í landsleik í júní.
Kolbeinn í landsleik í júní.
Mynd: Eyþór Árnason
Seinni viðureignir liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fara fram þessa vikuna. Nú er í gangi leikur Maribor og Vals og er hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan er 2-0 fyrir Maribor í hálfleik og 5-0 samtals.

AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tryggði sig í dag áfram í 2. umferð keppninnar. AIK tapaði óvænt 2-1 á útivelli gegn Ararat frá Armeníu og staðan í dag var markalaus í hálfleik.

AIK skoraði þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla í byrjun seinni hálfleiks og fór langt með að tryggja sér sigurinn. Armenarnir minnkuðu muninn á 77. mínútu og þurftu þá aðeins eitt mark til viðbótar til að komast áfram. Það kom ekki og því er AIK komið áfram. Kolbeinn byrjaði á bekknum í dag en kom inn á þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks.

Norsku meistararnir í Rosenborg voru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn norður-írska liðinu Linfield. Rosenborg vann í dag 4-0 á heimavelli og alls fór einvígið 6-0.

Qarabag, félagið sem Hannes Halldórsson var á mála hjá á síðustu leiktíð, vann albanska félagið Partizani, 2-0 eftir að fyrri leikurinn endaði 0-0.

Í Lettlandi þurfti að framlengja viðureign Riga og írska liðsins Dundalk. Báðir leikir fóru 0-0 eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlenginunni í kvöld og því var háð vítaspyrnukeppni. Riga klikkaði á þremur vítaspyrnum og Dundalk tveimur og því vann Dundalk að lokum, 4-5 eftir vítaspyrnukeppni.

AIK (Svíþjóð) 3 - 1 Ararat-Armenia (Armenía)
1-0 Henok Goitom ('47 )
2-0 Henok Goitom ('52 )
3-0 Sebastian Larsson ('62 , víti)
3-1 Anton Kobyalko ('77 )

Rosenborg (Noregur) 4 - 0 Linfield FC (Norður Írland)
1-0 Anders Konradsen ('20 )
2-0 Anders Konradsen ('51 )
3-0 Babajide David Akintola ('69 )
4-0 Pal Andre Helland ('85 )

Qarabag (Azerbaijan) 2 - 0 Partizani (Albanía)
1-0 Filip Ozobic ('51 )
2-0 Dani Quintana ('90 )

Riga (Lettland) 0 - 0 Dundalk (Írland) 4-5 Eftir vítaspyrnukeppni
Rautt spjald:Herdi Prenga, Riga (Latvia) ('111)
Athugasemdir
banner
banner
banner