Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Valsmenn spila í Slóveníu
Ólafur Karl Finsen í baráttunni gegn Maribor í fyrri leiknum
Ólafur Karl Finsen í baráttunni gegn Maribor í fyrri leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í forkeppni Meistaradeildar Evrópu klárast í kvöld en Valsmenn eiga erfiðan útileik gegn Maribor. Slóvenska liðið vann fyrri leikinn 3-0 á Origo-vellinum.

Valsmenn fara líklega snemma út úr Meistaradeildinni í ár en Maribor náði þremur mörkum á Origo-vellinum og eiga þá heimaleikinn í kvöld.

Tapi Valsmenn einvíginu þá fer liðið í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK mæta Ararat-Armeníu. Sænska liðið tapaði fyrri leiknum 2-1. Kolbeinn skoraði tvö mörk í síðustu umferð sænsku deildarinnar og mætir því sjóðheitur til leiks.

Rúnar Már Sigurjónsson verður þá í eldlínunni er Astana frá Kasakstan spilar gegn Cluj frá Rúmeníu. Rúnar var arkitektinn á bakvið sigurmark Astana í fyrri leiknum sem endaði 1-0 en markið kom eftir hornspyrnu sem hann tók.

Leikir dagsins:
16:30 Riga (Latvia) - Dundalk (Ireland)
17:00 Qarabag - Partizani (Albania)
17:00 Rosenborg - Linfield FC (Northern Ireland)
17:00 AIK (Sweden) - Ararat-Armenia (Armenia)
17:30 Ludogorets (Bulgaria) - Ferencvaros (Hungary)
18:00 Cluj (Romania) - Astana (Kazakhstan)
18:00 Piast Gliwice (Poland) - BATE (Belarus)
18:15 Sutjeska Niksic (Montenegro) - Slovan (Slovakia)
18:15 Maribor (Slovenia) - Valur
18:45 Celtic - Sarajevo (Bosnia and Herzegovina)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner