Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Maribor skoraði tvö gegn Val
Mynd úr fyrri leik liðanna.
Mynd úr fyrri leik liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maribor 2-0 Valur 5-0 Samanlagt
1-0 Rok Kronaveter ('11 )
2-0 Marcos Tavares ('32 )

Maribor vann í kvöld 2-0 sigur á Val í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni.

Maribor komst í 1-0 á 11. mínútu þegar Rok Kronaveter, sem átti afbragðsleik í fyrri leik þessara liða, skoraði eftir sendingu frá Dino Hotic. Hotic var mögulega rangstæður þegar hann fékk sendingu upp hægri vænginn.

Á 32. mínútu kom seinna markið. Marcos Tavares sýndi snilli sína og kom sér í gott skotfæri og skilaði boltanum svo í kjölfarið framhjá Hannesi í marki Vals.

Andri Adolphsson virtist vera að fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en dómari leiksins breytti dómi sínum og spjaldaði Andra fyrir leikaraskap. Lítið gerðist í seinni hálfleik og 2-0 tap Vals staðreynd.

Valur fer því í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar sem hefst eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner