Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. júlí 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Sheff. Wednesday með yfirlýsingu - Reiði út í Bruce og Newcastle
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Sheffield Wednesday eru allt annað en ánægðir með að Newcastle hafi í morgun tilkynnt um ráðningu Steve Bruce.

Bruce og aðstoðarmenn hans sögðu upp störfum hjá Sheffield Wednesday í vikunni.

Félagið vill fá fjórar milljónir punda í skaðabætur frá Newcastle og samkvæmt yfirlýsingu gæti málið farið lengra.

Yfirlýsing Sheffield Wednesday
Félagið er vonsvikið að frétta af því í opinberri yfirlýsingu frá Newcastle United að félagið hafi ráðið fyrrum starfsmenn Sheffield Wednesday, þá Steve Bruce, Steve Agnew og Steve Clemence.

Þrátt fyrir að þessir starfsmenn hafi sagt upp störfum hjá félaginu á mánudaginn þá á ennþá eftir að ganga frá lagalegum málum á milli félaganna, starfsmannanna og Newcastle United. Félagið er að íhuga stöðu sína og ætlar að skoða lagalega stöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner