mið 17. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Alexis getur auðveldlega skorað 20 mörk
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur trú á að Alexis Sanchez geti komist í gírinn með liðinu á komandi tímabili.

Sanchez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2018 og einungsis skorað fimm mörk í 45 leikjum en Solskjær hefur ennþá trú á þessum þrítuga leikmanni.

„Við vitum hvað hann getur. Við Alexis þurfum að finna rétta leið ásamt liðinu því að hann er toppleikmaður," sagði Solskjær.

„Ef við komum honum í gang þá getur hann auðveldlega skorað tuttugu mörk ef hann er á góðu skriði."

„Ég vil ekki tala of mikið um einstaklinga en Alexis hefur verið í fyrirsögnunum síðan hann kom hingað. Hann átti stórkostlega tíma hjá Arsenal og við viljum finna leið til að hann geti skorað aftur mörk á Old Trafford. Það getur gefið okkur aukin kraft."

Athugasemdir
banner
banner
banner