Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
KDA KDA
 
þri 19.nóv 2024 09:45 Elvar Geir Magnússon
Mun vegferð Hareide enda áður en kemur að endakallinum? Það er mikil eftirvænting á leikdegi hér í Cardiff. Wales og Ísland mætast í mikilvægum leik fyrir bæði lið og í gær var búið að selja 27 þúsund miða.

Umræðan í aðdraganda leiksins hefur litast að miklu leyti af óvissunni um framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands. Meira »
sun 17.nóv 2024 15:15 Elvar Geir Magnússon
Reykjandi betlandi börn og hjartalaust lið Íslenska landsliðið, fylgdarlið og fjölmiðlamenn hafa yfirgefið Svartfjallaland, með stigin þrjú í farteskinu, og þessi orð eru skrifuð um borð í flugvél sem er á leið til Cardiff í Wales þar sem framundan er úrslitaleikur á þriðjudag.

Sigurinn gegn Svartfellingum í gær bjó til þennan úrslitaleik. Leikurinn í Niksic var alveg langt frá því að geta talist fallegur en markmiðið að ná í sigurinn náðist, gæðamunurinn kom í ljós á lokakaflanum og sigurinn nærir. Meira »
mið 14.ágú 2024 13:43 Elvar Geir Magnússon
Skylda Víkings að vinna og halda uppi heiðrinum í Evrópu Flora Tallinn og Víkingur mætast á morgun í seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Meira »
mán 12.ágú 2024 12:28 Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull, nenniru plís að hætta þessu Klukkutíma fyrir leik Stjörnunnar og Breiðabliks var leikskýrslan opinberuð, bæði lið með ellefu menn skráða í sín byrjunarlið og sjö leikmenn á bekknum.

Skömmu síðar eru gerðar nokkrar breytingar á liðsvali Stjörnunnar og menn færðir úr byrjunarliðinu á bekkinn og öfugt. Meira »
mán 15.júl 2024 14:20 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kominn tími til að setja virðingu á nafnið Það er ekki langt síðan umræðan var á þá leið að Þorsteinn Halldórsson væri ekki rétti maðurinn í landsliðsþjálfarastarf Íslands. Núna er kominn tími til að setja virðingu á nafnið; hann og liðið hafa unnið sér það inn á síðustu mánuðum, og sérstaklega síðasta föstudagskvöld.

Umræða var um það á kaffistofum landsins fyrir stuttu að það ætti að skipta honum út og liðið væri ekki á réttri leið undir hans stjórn. Það var ekki bara „eitthvað fólk út í bæ" eða „þessir svokölluðu sérfræðingar" sem töluðu þannig, það voru einnig fyrrum landsliðskonur sem gerðu það. Meira »
lau 08.jún 2024 10:53 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta er það Ísland sem maður elskar Þetta gerðist bara í alvörunni.

Það var ógleymanlegt að vera á Wembley í gærkvöldi þegar Ísland vann einn sinn stærsta sigur í fótboltasögunni. Þetta var ekki keppnisleikur, en samt var sigurinn risastór. Það er alltaf þannig þegar þú vinnur England á fótboltavellinum og sérstaklega þegar Englendingar ætla sér að halda eitthvað stórt partý rétt áður en þeir fara á EM. Meira »
lau 08.jún 2024 08:54 Elvar Geir Magnússon
Aukaleikarar sem öllum var sama um stálu sýningunni Sumir vinnudagar eru skemmtilegri en aðrir og dagurinn í gær fer svo sannarlega í þann flokk. Það var ekkert eðlilega gaman að vera á Wembley þegar íslenska landsliðið mætti og skemmdi partíið.

Íslandi var boðið að taka þátt í sýningu á 'heimili fótboltans' en öllum var sama um okkur gestina. Flestir áhorfendur voru mættir til að sjá hina gríðarlegu hæfileikaríku sóknarleikmenn Englendinga leika sér að Íslendingum og bjuggust við öruggum sigri.

En partíið var fljótt að súrna og þögn slö á 90 þúsund manna Wembley þegar Jón Dagur Þorsteinsson hafði skorað eftir tólf mínútna leik. Skyndilega var andrúmsloftið á þessum magnaða leikvangi eins og á bókasafninu í Gerðubergi.

Maður horfði á leikinn þróast og var í raun aldrei eitthvað hræddur um Englendingar væru að fara að jafna leikinn. Ekki ósvipuð tilfinningunni sem maður fékk í Hreiðrinu í Nice 2016. Áran var einhvern veginn þannig og ég held að leikmenn hafi líka fundið þessa tilfinningu. Meira »
mið 13.mar 2024 09:00 Garðar Örn Hinriksson
Ertu til eða er þér alveg sama? Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki. Mér brá töluvert þegar leikurinn var að hefjast. Mér varð litið á dómarann sem var ekki mikið eldri en drengirnir sem voru að hefja leik. Hann var kannski árinu eldri, í mesta lagi tveimur árum eldri en leikmennirnir.

Síðast þegar ég vissi þarftu að vera orðinn fimmtán ára til að fá dómararéttindi. Ég hef séð unga dómara áður (flestir undir fimmtán ára aldri) en þessi var sá lang yngsti sem ég hef séð til þessa. Það er hinsvegar ástæða fyrir því að þú verður að vera orðin/n að minnsta kosti fimmtán ára til að hljóta dómararéttindi, sem mér reyndar finnst persónulega vera allt of ungt. Meira »
fim 29.feb 2024 12:00 Aðsendir pistlar
Vörumerki í vörn og sókn Vörumerki íþróttafélaga eru mikilvægur þáttur í ímynd og sjálfsmynd félaganna og stuðningsmanna þeirra og félögin nota vörumerki með ýmsum hætti til að styrkja tengsl við stuðningsmenn sína og samfélagið allt. Eins og vörumerki almennt geta þau verið mjög verðmæt og stundum verðmætustu eignir félaganna. Meira »
mán 29.jan 2024 08:16 Aðsendir pistlar
Skömm Vöndu - Landsleikur Íslands við Ísrael „Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu.

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ sem kom út í febrúar 2022. Óhætt er að segja að erfitt hafi verið að finna manneskju á landinu sem setti sig upp á móti til þessari ákvörðun. Meira »
fim 14.des 2023 16:30 Aðsendir pistlar
Íslenskur fótbolti - stefnum hærra Fyrir stuttu síðan tilkynnti ég um framboð mitt til formanns KSÍ. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum til þess að þróa áfram íslenskan fótbolta og gera gott starf enn betra. Meira »
sun 03.des 2023 16:44 Gylfi Þór Orrason
Er, VAR og verður Ertu með eða á móti VAR? Eyðileggur leikinn? Alltof miklar tafir o.s.frv. Áður en lengra verður haldið í þessum pistli vil ég gera lýðum ljóst að sjálfur var ég frá upphafi mótfallinn innleiðingu kerfisins. Taldi ég, og tel enn, að mistök dómara séu jafnmikill hluti leiksins og senters sem klikkar í dauðafæri (eða markmanns sem fær hann í gegnum klofið). Tilgangurinn með VAR-kerfinu er ekki sá að „endurdæma“ leikinn, heldur frekar að reyna að fækka alvarlegum mistökum sem ráðið geta úrslitum. Meira »
þri 28.nóv 2023 06:00 Aðsendir pistlar
Í hvaða sæti setjum við okkar fólk? Ég vil byrja á því að óska íþróttafólki í Mosfellsbæ til hamingju með frábært keppnistímabil sem nú er að baki. Meira »
fös 17.nóv 2023 08:50 Elvar Geir Magnússon
Öll púsl þurfa að falla fyrir mars Ísland átti í vök að verjast í Bratislava í gær og mikil vonbrigði hversu miklu betri heimamenn voru í leiknum. Frammistaða Íslands í riðlinum hefur alls ekki verið nægilega góð, og einkennst af miklum óstöðugleika.

Liðinu gengur bölvanlega að tengja saman tvo góða leiki og það er ekki góðs viti fyrir umspilið sem verður að öllum líkindum niðurstaðan í mars. Umspilið eru tveir leikir, stakur undanúrslitaleikur á útivelli og svo úrslitaleikur nokkrum dögum síðar. Meira »
fim 16.nóv 2023 11:40 Elvar Geir Magnússon
Þeir svona góðir eða við hinir bara svo slakir? Það er mikil eftirvænting hér í Bratislava fyrir leik kvöldsins, enda geta heimamenn innsiglað sæti á lokakeppni Evrópumótsins og nægir jafntefli til þess.

Slóvakar standa vel að vígi í riðlinum og geta yfir fáu kvartað hingað til. Þó eru sparkspekingar hér í landi alls ekkert vissir um að staðan í riðlinum sýni endilega að lið þeirra sé svona ofboðslega gott. Meira »
fim 26.okt 2023 14:00 Elvar Geir Magnússon
Pirringurinn stigmagnast í Vesturbænum 'Hver verður næsti þjálfari KR?' er vinsælasti samkvæmisleikur fótboltaáhugamanna og fjölmiðla um þessar mundir. Á meðan eru stuðningmenn Vesturbæjarstórveldisins margir hverjir reiðir yfir stöðu mála og að félagið hafi orðið ákveðinn skotspónn í umræðunni. Spjót beinast að þeim sem stýra ferðinni og erfitt að sjá hver lendingin verður.

Það var alltaf vitað þegar tilkynnt var að Rúnar Kristinsson yrði látinn stíga frá borði yrðu stórir skór að fylla en pressan sem verður á nýja þjálfaranum gæti orðið af einhverjum öðrum toga en við höfum áður séð í íslenska boltanum.

Fjölmörg nöfn hafa verið orðuð við starfið og leitin hefur dregist á langinn, KR hefur þurft að horfa neðar á listann en félagið vildi og reiknaði með. Menn hafa reynt að horfa út fyrir boxið og erfitt að sjá að úr þessu verði hægt að finna mann sem almenn sátt mun ríkja með hjá stuðningsmönnum.

Það er risastór ákvörðun að láta mann eins og Rúnar fara, andlit félagsins. Mörgum sem voru á því að tími væri til breytinga hefur snúist hugur og fjölgað í þeim hópi sem telja þetta hafa verið stór mistök. Meira »
mán 09.okt 2023 14:30 Elvar Geir Magnússon
Gósentíð fyrir unga þjálfara Sjö af tólf félögum sem voru í Bestu deild karla þetta tímabilið eru með aðalþjálfara í dag sem stigu beint upp úr því að vera aðstoðarþjálfarar hjá liðunum. Þetta þykir mér merkileg tala.

Félög eru í ríkari mæli farin að setja traust sitt á unga spennandi þjálfara og stór félög virðast ekki hika við að gefa mönnum traustið þrátt fyrir takmarkaða reynslu að vissu leyti. Meira »
mán 02.okt 2023 16:00 Haraldur Örn Haraldsson
Árangur verri þegar lið taka þátt í Evrópu

Breiðablik og KA hafa bæði átt slakara tímabil í sumar en þessi lið áttu síðasta sumar. Breiðablik vann deildina í fyrra en sitja núna í 3. sæti en þeir tryggðu Evrópusætið sitt um helgina. KA endaði í fyrra í 2. sæti en er í 7. sæti núna og þar af leiðandi hafa þeir misst af Evrópusæti. Þessi lið stefndu bæði hærra fyrir tímabilið en þjálfarar beggja liða hafa bent á það að leikjaálag hefur haft stór áhrif á þessa niðurstöðu.

Meira »
fim 21.sep 2023 13:20 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil reynsla horfin á braut - Besta liðið fyrir morgundaginn? „Já," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort að hann væri búinn að ákveða hver myndi standa á milli stanganna gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á morgun.

Það er líklega stærsta spurningin fyrir leikinn gegn Wales á morgun, en það eru ýmis spurningarmerki varðandi liðið þegar miklar breytingar hafa orðið á hópnum á síðastliðnu ári.

Sandra Sigurðardóttir er komin aftur inn í hópinn eftir að hafa byrjað aftur í fótbolta. Ef undirritaður væri sá sem væri að sjá um að velja byrjunarliðið, þá myndi Sandra byrja annað kvöld.

Sandra hefur ekki spilað mikinn fótbolta að undanförnu en þetta er keppnisleikur á morgun og hún virðist alltaf vera góð með landsliðinu. Hún er með gríðarlega reynslu og það er gott að treysta á hana. Mikil reynsla hefur horfið úr liðinu á skömmum tíma og þá er gott að vera með Söndru í hópnum. Meira »
fös 15.sep 2023 20:00 Aðsendir pistlar
Undrabörn „...we can praise wisely, not praising intelligence or talent. That has failed. Don’t do that anymore. But praising the process that kids engage in: their effort, their strategies, their focus, their perseverance, their improvement. This process praise creates kids who are hardy and resilient."
Carol Dweck
Meira »