Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 30. ágúst 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Gluggadagurinn hjá Tottenham: Við þurfum miklu stærri hóp
Hjálmar Örn Jóhannsson stuðningsmaður Tottenham.
Hjálmar Örn Jóhannsson stuðningsmaður Tottenham.
Mynd: Twitter
Allt útlit er fyrir að gluggadagurinn á morgun verði sá líflegasti í mörg ár. Fótbolti.net hefur því ákveðið að taka púlsinn á eldheitum stuðningsmönnum stærstu félaganna á Englandi.

Tottenham hefur lítið sem ekkert gert á markaðinum í sumar.
Hjálmar Örn Jóhannsson, stuðningsmaður Tottenham er ekki sáttur við gluggann hjá sínum mönnum.

„Alls ekki, við þurfum miklu stærri hóp og þetta gæti orðið langur vetur ef við bætum ekki við 2-3 í viðbót og þá helst sóknarlega því það virðist sem (Vincent) Janssen muni ekki fá sitt tækifæri þó ég glaður vildi það," sagði Hjálmar.

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier gæti komið til Tottenham frá PSG áður en glugginn lokaði og þá er líklegt að argentínski varnarmaðurinn Juan Foyth komi frá Estudiantes. Ross Barkley, miðjumaður Everton, hefur einnig verið orðaður við Tottenham.

„Tottenham kaupir ekki Barkley hann er meiddur og kostar of mikið miðað við að hann er samningslaus næsta sumar. Ef Everton lækkar verðið í 15 mills þá er það séns," sagði Hjálmar.

Hjálmar reiknar með spennandi og skemmtilegum gluggadegi í enska boltanum.

„Ég held að Arsenal menn ættu að vera vel vakandi á morgun því þetta verður þeirra dagur, ég spái 3-4 og jafnvel einu risa nafni jafnvel að þeir myndu stela Lemar eða Van Dijk. Allt tal um að menn vilji bara fara í eitthvað ákveðið lið hverfur þegar góð laun verða boðin," sagði Hjálmar.

„Coutinho fer líka frá Liverpool. Það er ekki séns að Liverpool sé að bjóða í alla þessa menn nema þeir hafi selt hann."

Sjá einnig:
Gluggadagurinn hjá Liverpool: Veðjar á að Coutinho verði kyrr
Athugasemdir
banner
banner
banner