Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 30. ágúst 2017 13:45
Magnús Már Einarsson
Gluggadagurinn hjá Chelsea: Þessi gluggi fær falleinkunn
Llorente gæti verið á leið til Chelsea.
Llorente gæti verið á leið til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Costa og Conte eru ekki vinir í dag.  Costa endar líklega hjá Atletico Madrid.
Costa og Conte eru ekki vinir í dag. Costa endar líklega hjá Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir að gluggadagurinn á morgun verði sá líflegasti í mörg ár. Fótbolti.net hefur því ákveðið að taka púlsinn á eldheitum stuðningsmönnum stærstu félaganna á Englandi.

Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, reiknar með tíðindum af Stamford Bridge áður en glugginn lokar.

„Eins og staðan er núna er líklegast Danny Drinkwater og Fernandi Llorente komi til liðsins. Drinkwater henti inn sölubeiðni frá Leicester í gærkvöldi svo núna þurfa liðin bara að ná saman um verð. Svo er spurning með Ross Barkley, ég segi 50/50 að hann komi," sagði Jóhann.

„Það var svekkjandi að Oxlade-Chamberlain skuli ekki hafa þorað í alvöru samkeppni hjá Chelsea og vilji bara fara til Liverpool, þar sem hann telur sig fá að spila meira á miðsvæðinu. Þar sem Chamberlain kemur ekki er hópurinn ansi fáliðaður í vængbakvarðastöðunum og lítið um valkosti á markaðnum í þær stöður."

„Eina mögulega brottförin er Kenedy og þá á lánssamning til Newcastle, þau vistaskipti eru þó algerlega háð því að Chelsea nái að kaupa amk einn vængbakvörð."


Diego Costa er ennþá í sumarfríi í Brasilíu en hann er úti í kuldanum hjá Antonio Conte, stjóra Chelsea.

„Diego mun með einum eða öðrum hætti enda hjá Atletico Madrid. Það var hávær orðrómur um að Everton myndi taka hann á láni frá Chelsea og Atletico Madrid svo kaupa hann á ca 40. milljónir punda í janúar. Ég hef þó meiri trú á því að Atletico kaupi hann strax og hann bíði bara upp í stúku fram að áramótum," sagði Jóhann en gætu einhver óvænt tíðindi litið dagsins ljós hjá Chelsea á morgun?

„Það kom óvænt frétt þess efnis að Riyad Mahrez gæti verið möguleiki fyrir Chelsea. Þó að Chelsea séu ágætlega mannaðir í vængframherja stöðunum myndi leikmaður eins og Mahrez alltaf bæta heilmiklu við liðið – tel þetta þó ansi ólíklegt."

Jóhann er heilt yfir allt annað en sáttur við það hvað ensku meistararnir hafa gert á leikmannamarkaðinum í sumar.

„Þessi gluggi fær falleinkunn hjá mínum mönnum, svo einfalt er það. Liðið mætti engan veginn reiðubúið til leiks með alltof þunnan leikmannahóp. Það að reyna kaupa fjóra leikmenn á einni viku undir lok gluggans er alltof mikil áhætta og lyktar örlítið af því að liðið sé að „panikk kaupa“ – þessi kaup hefðu þurft að gerast fyrr. Það hefði verið skynsamara að sleppa því að lána Loftus-Cheek og bíða með sölurnar á Chalobah og Matic amk þangað til liðið væri búið að kaupa aðra leikmenn í staðinn," sagði

Sjá einnig:
Gluggadagurinn hjá Liverpool: Veðjar á að Coutinho verði kyrr
Gluggadagurinn hjá Tottenham: Við þurfum miklu stærri hóp
Gluggadagurinn hjá Man City: Aubameyang kemur ef Alexis kemur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner