Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
   fös 13. apríl 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Arnþór og Davíð Atla: Treysta á að Rikki T hrökkvi í gang
Arnþór Ingi Kristinsson og Davíð Örn Atlason.
Arnþór Ingi Kristinsson og Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Arnþór Ingi Kristinsson
Arnþór Ingi Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason.
Davíð Örn Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnþór í átökum.  Hann er staðráðinn í að fækka spjöldunum í sumar.
Arnþór í átökum. Hann er staðráðinn í að fækka spjöldunum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnþór Ingi Kristinsson og Davíð Örn Atlason segja að leikmenn Víkings R. séu staðráðnir í að blása á hrakspár fyrir Pepsi-deildina í sumar. Fótbolti.net spáir Víkingi ellefta sæti í deildinni.

„Þetta er ekkert sem kemur á óvart miðað við gengið í vetur og miklar breytingar á liðinu. Það er bara okkar að afsanna þetta," sagði Davíð Örn.

„Við getum unnið fullt af liðum í þessari deild og við ætlum ekki að vera í neinni fallbaráttu," bætti Arnþór við.

Logi segir sögur í klefanum
Logi Ólafsson er þjálfari Víkings en hann er þrautreyndur þjálfari sem hefur séð tímana tvenna í boltanum. „Hann hefur mjög gaman að því að vera sjálfur inni í klefa. Hann situr oft fyrir og eftir æfingar og segir sögur. Þá hlustar maður. Hann er endalaus viskubrunnur," sagði Davíð.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen gekk til liðs við sitt gamla félag Víking í sumar og Arnþór og Davíð fagna komu hans.„Hann er stór karakter og kemur með góðan anda inn í hópinn. Hann kemur með leiðtogahæfileka og þetta var mikill hvalreki," sagði Arnþór.

Vona að Rikki T geri eins og Geoffrey
Geoffrey Castillion skoraði ellefu mörk með Víkingi í Pepsi-deildinni í fyrra en hann gekk í raðir FH í vetur. Hollenski framherjinn Rick ten Voorde á að fylla skarð hans í liðinu.

„Það hefur ekki gengið sem skildi í markaskorun hjá honum í undirbúningstímabilinu eins og öllum öðrum í liðinu. Maður sér gæði hans á æfingu og vonandi detur hann í sama form og Geofffrey í fyrra. Geoffrey leit mjög illa á undirbúningstímabilinu í fyrra en hann kom til og skoraði fullt af mörkum. Ég hef fulla trú á því að það gerist líka hjá Rikka T," sagði Davíð.

„Þetta er klár leikmaður og hann kann fótbolta. Það vantar bara að koma boltanum í markið. Það dettur inn og þá held ég að hann verði ekkert stoppaður svipað og Geoffrey," bætti Arnþór við.

Rick er kallaður Rikki T í höfuðið á fjölmiðlamanninum Rikka G. „Það liggur í augum uppi. Ég sagði honum um daginn að Rikki G væri famous DJ in Iceland," sagði Davíð léttur í bragði.

Arnþór ætlar að fækka spjöldunum
Arnþór Ingi kostar sex milljónir í Draumaliðsdeild Eyjabita og Davíð skaut á hann í viðtalinu að enginn vilji kaupa hann vegna fjölda gulra spjalda sem hann fær.

„TIl þeirra sem ætla að kaupa mig þá vil ég tilkynna að ég ætla ekki að fá níu gul spjöld eins og í fyrra," sagði Arnþór.

„Ég vil meina að helmingurinn í fyrra hafi verið bull í dómurunum. Milos (Ozegovic) var með tíu spjöld og fór þrisvar í bann í fyrra. Við förum í einhverja keppni núna um færri spjöld."

Davíð hefur ásamt Hermanni Árnasyni verið með útvarpsþáttinn Gatorade á Áttan FM. Þátturinn er í hádeginu á föstudögum en þar er rætt um íþróttir.

„Ég hef haft mjög gaman að því. Ég er búinn að vera í ár en við erum að hætta. Það er þáttur næstu tvo föstudaga og svo er þetta búið. Við hættum með þáttinn meðal annars út af boltanum. Við æfum mikið í hádeginu og ég missti fullt af þáttum í fyrra," sagði Davíð.

Ákall til fólks í Fossvoginum
Davíð notaði tækifærið í lok viðtalsins til að hvetja Víkinga til að vera duglegri að mæta á völlinn en hann kallar eftir meiri fótboltastemningu í Fossvogi.

„Ég vil sjá fólk fjölmenna í Víkina. Ég vil sjá fleiri áhorfendur. Ég væri til í að sjá meiri stemningu í hverfinu fyrir félaginu. Ef ég tek mið að undanförnum árum og fólkinu í kringum mig eins og vini mína, þeir mæta varla á völlinn. Ég væri til í að sjá meiri stemningu. Þetta er stórt félag og ég vil sjá okkur vera með allavega 1000 manns á hverjum heimaleik," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner