Víkingi R. er spáð 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varnarmaður liðsins sýnir á sér hina hliðina í dag.
Fullt nafn: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gælunafn sem þú þolir ekki: Gussi
Aldur: 23 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011
Uppáhalds drykkur: Egils Orka
Uppáhalds matsölustaður: Haninn
Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The wire
Uppáhalds tónlistarmaður: Á engan uppáhalds en held mikið með Guns n rosed
Uppáhalds samskiptamiðill: Fótbolti.net
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat:Er ekki með neinn uppáhalds
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Borða ekki ís hann er of kaldur
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Minni á pantaðan tíma hjá Ísaki Jónsson kl 15:30
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Veigar Páll
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Góði vinur minn hann Ragnar Bragi í Fylki er algjört fífl inná vellinum
Sætasti sigurinn: Enginn sérstakur
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki farið upp 2013 með Haukunum
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Aron Jóhann Pétursson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Hef ekki hugmynd
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Logi Tómasson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Björgvin Stefánsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Fyrst að Fanndís er farin þá veit ég ekki um neina.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Erlingur Agnar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik Víkings á móti Breiðablik þá skorar Arnþór mark en ég fékk það skráð á mig i fantasy.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fæ mér að borða
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi smá á NBA og NFL
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Flestu
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Kúst og fæjó
Vandræðalegasta augnablik: Ég hef ekkert vandræðalegt augnablik sem ég man eftir.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Arnþór Inga, Björgvin Stefánsson og Ragnar Braga.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef enga sturlaða staðreynd sem er sturlað.
Athugasemdir