Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. apríl 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Bayern á þrennumöguleika
Mynd: Getty Images
Þriðjudagurinn 17. apríl
18:45 Bayer Leverkusen - Bayern München

Jupp Heynckes hefur unnið kraftaverkastarf síðan hann tók við Bayern München.

Gamli refurinn tók við Bayern eftir að liðinu hafði gengið illa undir stjórn Carlo Ancelotti.

Heynckes var hættur í þjálfun en mætti aftur til að aðstoða sína gömlu félaga. Hann hefur náð frábærum árangri. Bayern er búið að vinna þýska meistaratitilinn, komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og er í undanúrslitum í bikarsins.

Í kvöld leikur Bayern við Bayer Leverkusen í undanúrslitum bikarsins. Nær Bayern að halda í möguleikann á þrennunni.

Þess má geta að Heynckes vann þrennuna á sínu síðasta tímabili með Bayern áður en hann hætti í þjálfun. Hann mun ekki halda áfram með Bayern eftir þetta tímabil. Félagið hefur ráðið Niko Kovac, núverandi þjálfara Eintracht Frankfurt, til að taka við af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner