ÍBV er spáð spáð níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Dagur Austmann Hilmarsson tekur þátt fyrir hönd ÍBV.
Fullt nafn: Dagur Austmann Hilmarsson
Gælunafn sem þú þolir ekki: Daxi, alveg hræðilegt
Aldur: 19 ára
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 17 ára
Uppáhalds drykkur: Pepsí max og kókó mjólk
Uppáhalds matsölustaður: Eldofninn
Hvernig bíl áttu: Negative
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og the office eru bestu þættirnir. Er líka nýbúinn með La casa de papel þeir eru mjög góðir.
Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone
Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Andri Már Eggertsson betur þekktur sem ”nablinn”
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: 2x jarðaber, kökudeig og snickers kurl
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”Hey! Nú ert þú búin/n með netið í símann áfyllinguna” Alltaf jafn sárt að fá þetta sms
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Emre Mor
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Donnarumma, djöfull var hann leiðinlegur
Sætasti sigurinn: bikarúrslitaleikur í Danmörku, vorum 1-0 undir og þá
Mestu vonbrigðin: Vinna ekki Gothia Cup
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gísli Eyjólfsson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Taka þessa hlaupabraut
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristófer Ingi Kristinsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristófer Konráðsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta Jensen
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Breki Ómarsson
Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Svona það fyrsta sem mér dettur í hug er þegar við í Stjörnunni vorum að spila í 16 liða úrslitum á Gothia Cup í Svíþjóð og ég, Máni Austmann og Pétur Árni Hauksson (markavélin) erum sendir uppí vallarhús þegar leikurinn er að byrja því andstæðingarnir trúðu ekki að við værum fæddir 1998 þegar þeir sáu okkur og lögðu fram kæru að við yrðum dæmdir úr leik ef við gætum ekki sannað að við værum fæddir 1998.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Ég fer í símann
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta og körfu
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Magista, Nike
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Wild dance með Ruslana
Vandræðalegasta augnablik: Ekki neitt sem ég man
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Kristófer Konráðsson sama hversu lengi við myndum vera á þessari eyðieyju að á myndi mér aldrei leiðast með hann í för með mér. Maðurinn getur talað endalaust. Svo tæki ég Kára Pétursson því það eru ekki til vandamál hjá honum…bara lausnir og svo tæki ég Felix Örn til að fá eitthvað jafnvægi í þennan hóp
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er frábær í skriðsundi
Athugasemdir