Fjölnir er spáð spáð áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson sýnir á sér hina hliðina hjá Fjölni.
Fullt nafn: Hans Viktor Guðmundsson
Gælunafn sem þú þolir ekki: Hrokahans
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2015
Uppáhalds drykkur: Kók
Uppáhalds matsölustaður: Ginger
Hvernig bíl áttu: Suzuki swift
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur
Uppáhalds samskiptamiðill: Twitter
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Er nú ekki mikið á snapchat en hef gaman af því að kíkja á enska einstaka sinnum
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, tromp og hlaup
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Waaaaaake up suzie
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Manchester United
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dani Ceballos
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Davíð Þór Viðarsson
Sætasti sigurinn: Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn í Pepsi-deildinni, það var sumarið 2015 á móti Víkingi. 4-3 sigur
Mestu vonbrigðin: Tímabilið í fyrra hjá fjölni
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Már Sævarsson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Veit það ekki
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Guðmundsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Pæli voða lítið í þessu en ætli ég hendi þessu ekki bara á Begga Ólafs liðsfélaga minn
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ætli ég verði ekki að segja kærastan mín hún Andrea, hún spilar með ír
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Torfi Tímoteus
Uppáhalds staður á Íslandi: Grafarvogur
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekkert sem mér dettur í hug því miður
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer aðeins í símann
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki af einhverri alvöru bara ef það er eitthvað í sjónvarpinu horfi ég mögulega á það með öðru auganu t.d. golf eða körfubolti
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas copa
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að læra ljóð og eitthvað álíka í íslensku
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fairytale með alexander rybak
Vandræðalegasta augnablik: Eina sem mér dettur í hug er þegar ég er að fara í skólasund í grunnskóla og labba úr klefanum í innilaugina nakinn án þess að átta mig á því, það var mjög óþægilegt.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gumma Kalla, Ægi og Dodda
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er 1/8 Skoti og 1/8 bandarískur
Athugasemdir