Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Niðurtalningin - Eftirvænting fyrir Óskarsbolta á Meistaravöllum
Niðurtalningin - Silfurskeiðin mætir með læti
Niðurtalningin - Frændurnir fara yfir allt það helsta á Skaganum
Tveggja Turna Tal - Danni og Jói Laxdal
Útvarpsþátturinn - A&B, vika í Bestu og Dóri Árna
Niðurtalningin - Er fólk að sofa á FH?
Niðurtalningin - Bikarinn er á brekkunni
Niðurtalningin - Bjartir tímar FRAMundan
Niðurtalningin - Sögulegt sumar í Mosó
Niðurtalningin - Taka tvö hjá Vestra
Niðurtalningin - Eyjamenn koma fagnandi
Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars
Tveggja Turna Tal - Atli Guðnason
Útvarpsþátturinn - Atli Viðar um landsliðið og Bestu
Herra HK kveður völlinn - Rauður og hvítur í öll þessi ár
Enski Boltinn - Fyrsti titill Newcastle í 70 ár
Hugarburðarbolti GW 29 Newcastle bikarmeistari. 70 ára bið lokið!
Útvarpsþátturinn - Uppfærð spá, Besta og landsliðið
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Hugarburðarbolti GW 28 Hinn heilagi andi ætlar sér í meistaradeildina!
   mið 18. apríl 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Gísli Eyjólfs og Arnþór Ari - Vissir um að geta endað ofar en Valur
Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason.
Gísli Eyjólfsson og Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Blikar mæta ÍBV í fyrstu umferð.
Blikar mæta ÍBV í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór í leik í Egilshöllinni.
Arnþór í leik í Egilshöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Breiðabliki sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Liðið myndi ekki sætta sig við þá niðurstöðu enda segir Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, að stefnan sé sett á topp þrjá.

Fótbolti.net ræddi við tvo leikmenn Kópavogsliðsins, Gísla Eyjólfsson og Arnþór Ara Atlason, í dag og bar æfingaferð liðsins til Spánar og aukin virkni á samfélagsmiðlum snemma á góma í því spjalli.

Svo var farið út í áhugaverð úrslit í æfingaleik á dögunum þegar Blikar unnu 6-1 sigur gegn Fjölni.

„Við röðuðum inn mörkum í endann. 6-1 gefur kannski ekki alveg rétta mynd," segir Gísli og Arnþór bætir við: „Við vorum samt virkilega flottir. Við litum mjög stórt á þennan leik og lögðum áherslu á það að líta stórt á þennan leik og sýna hvert við værum komnir eftir æfingaferðina. Ég held að við séum nokkuð sáttir miðað við þessi úrslit."

Gústi að reyna að herða okkur
Breiðablik hefur þann stimpil á sér að spila best þegar liðið er í höllunum yfir veturinn. Gísli segir að liðið hafi æft utan vallar á völlum ÍR og Leiknis að einhverju leyti í vetur og vonast til að það hjálpi eitthvað.

„Gústi er að reyna að herða okkur þar með því að henda okkur út í snjóinn í Breiðholtinu. Það er hart. Vonandi skilar það sér vel inn í sumarið. En það er ekkert leyndarmál að við erum góðir á þessum gervigrösum og svo hefur eitthvað klikkað yfir sumarið. Vonandi gerist það ekki í ár," segir Arnþór.

„Við settum okkur markmið á Spáni að vera í topp þremur," segir Gísli. „Ég tel að við séum með lið til þess. Það er skiljanlegt að vera spáð sjötta sæti því við enduðum þar í fyrra. En nú er nýr þjálfari og hópurinn er orðinn sterkari og breiðari. Maður er bjartsýnni fyrir þetta tímabil en í fyrra."

Meira frjálsræði
Hægri bakvörðurinn Jonathan Hendrickx er meðal nýrra leikmanna í Blikaliðinu.

„Varnarlínan er svipuð og í fyrra nema Jonathan er kominn inn. Það er náttúrulega frábær leikmaður og kemur inn í vandræðastöðu. Það voru ótrúlegustu menn settir í þessa stöðu í fyrra. Svo er Oliver líka kominn til baka, við erum þéttara lið en í fyrra," segir Arnþór.

Þeir segja að Ágúst Gylfason sé öðruvísi þjálfari en þeir sem hafa haldið um stjórnartaumana hjá Breiðabliki undanfarin ár.

„Hann gefur leikmönnum meira frjálsræði og það er léttara yfir þessu. Menn njóta sín kannski meira. Menn hafa lært helling af Óla, Milos og Adda og geta tekið það með til Gústa," segir Gísli og Arnþór tekur undir:

„Hann hleypur manni kannski meira út úr skelinni. Maður var niðurnjörvaður í ýmsum hlutum. Hann er með einfaldari nálgun og kannski vantaði okkar Blikum. Við erum með gott lið og kannski þurfti að leyfa okkur að springa út."

Gísli var besti leikmaður Breiðabliks í fyrra og fer inn í þetta tímabil sem mun stærra nafn. Það er ljóst að fleiri munu beina augum sínum að honum og búast við meiru en hann hefur verið orðaður við atvinnumennsku.

„Það er gaman að því. Maður er oftar í blöðunum. Maður gerir sjálfur miklar væntingar á sjálfan sig," segir Gísli.

Þegar þeir Gísli og Arnþór voru að lokum spurðir að því hvort Blikar gætu endað ofar en Valur voru þeir ekki lengi að svara játandi. „Þetta var létt síðasta spurning," segir Arnþór.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar kemur ýmislegt fleira við sögu en hér er skrifað upp úr.
Athugasemdir
banner
banner