KR er spáð spáð fimmta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina. Hjá KR er það Finnur Orri Margeirsson.
Fullt nafn: Finnur Orri Margeirsons
Gælunafn sem þú þolir ekki: Menn eru lítið að finna einhver pirrandi gælunöfn fyrir mig.
Aldur: 27 ára
Hjúskaparstaða: Í sambúð með Indíönu Nönnu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2008, 17 ára.
Uppáhalds drykkur: Grænn Kristall í áldós!
Uppáhalds matsölustaður: Fylgifiskar
Hvernig bíl áttu: Keyri um á Skoda
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of thrones er í uppáhaldi þessa dagana
Uppáhalds tónlistarmaður: John Mayer
Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Skemmtilegt að fylgjast með Björgvini Stefánssyni við brauðtertugerð.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, Jarðaber, Bounty
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 16 kr afsláttur og 2 punktar að auki fyrir N1 korthafa. Gleðilega páska.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Alta í Noregi
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eden Hazard
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andri Yeoman
Sætasti sigurinn: Jafntefli við Stjörnuna árið 2010 sem tryggði Íslandsmeistaratitil.
Mestu vonbrigðin: stutt stopp í atvinnumennsku
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Viktor Örn Margeirsson
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Velja betri leikdaga
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Guðmundsson,
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Stefán með ljósu lokkana sína.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sandra Sif Magnúsdóttir.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ungi hlutinn af klefanum fær að skipta þessu á milli sín, maður veit aldrei hver er á lausu og ekki þannig þetta fer svoldið eftir vindátt.
Uppáhalds staður á Íslandi: Hafið
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Finnst alltaf gaman að rifja upp þegar það var verið að spila í lok september á Kópavogsvelli og völlurinn var orðinn frekar ógeðslegur og blautur. Undir lok leiksins komst einhver hiti í menn sem endaði þannig að Gummi Kristjáns tók upp góða slummu af grasi/mold/drullu og smellti í andlitið á einum.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Hugleiða í 10 mín.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist vel með án þess að vera djúpt sokkinn í einhverja aðra íþróttagrein.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég fann mig aldrei í tónmennt.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fly on the Wings of Love
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég endaði í einhverri danskeppni við götulistamann í Vegas. Var ekki andlega né líkamlega tilbúinn í þá baráttu.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Björgvin Stefánsson til þess að gera brauðtertur, Arnþór Ara þar sem hann er ótrúlegur sundmaður og gæti veitt úr sjónum fyrir okkur og Pálma sem tómstundamálaráðherra.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei átt gullfisk.
Athugasemdir