Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
banner
   mán 23. apríl 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Brynjar Gauti og Jói Lax: Menn misharðir í grillveislum í sveitinni
Jóhann Laxdal og Brynjar Gauti Guðjónsson.
Jóhann Laxdal og Brynjar Gauti Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Brynjar Gauti Guðjónsson fer í tæklingu.
Brynjar Gauti Guðjónsson fer í tæklingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói hefur unnið í að bæta fyrirgjafirnar.
Jói hefur unnið í að bæta fyrirgjafirnar.
Mynd: Raggi Óla
Jói fagnar sigri í fyrra.
Jói fagnar sigri í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti Guðjónsson og Jóhann Laxdal, varnarmenn Stjörnunnar, segja að liðið geti haft betur gegn núverandi meisturum í Val í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

„Við erum með lið í það. Valur er the team to beat. Það er erfiðara að verja titilinn en að sækja hann. Valur er mjög vel mannað og það verður mikið verkefni að kljást við þetta lið í sumar," sagði Jóhann við Fótbolta.net.

Stjörnumenn enduðu í 2. sæti í Pepsi-deildinni annað árið í röð á síðasta tímabili. Garðbæingar mæta með svipðað lið til leiks en þeir hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en mörg önnur lið.

„Þetta snýst um að vera skynsamir og taka réttu skrefin í þessu. Þetta snýst ekki alltaf um að hrúga leikmönnum inn. Við erum með góðan kjarna sem er búinn að spila saman undanfarin ár. Við fengum Guðmund Stein (Hafsteinsson) og Þorstein Má (Ragnarsson) og erum mjög ánægður með þá viðbót," sagði Jóhann.

Grillveislur í sveitinni
Brynjar Gauti er að fara inn í sitt fjórða tímabil með Stjörnunni. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Víkingi Ólafsvík og lék með ÍBV áður en hann kom í Garðabæinn.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Brynjar meðal annars eldamennsku og sveitamennsku en foreldrar hans eru með búskap. Stjarnan hefur undanfarin tvö ár mætt í grillveislu heim til mömmu og pabba Brynjars eftir leikina gegn Víkingi Ólafsvík.

„Við gerðum þetta þegar ég var í ÍBV og þetta hefur alltaf verið þannig að þegar við komum vestur þá mætir liðið í grill. Þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að sjá að sumir eru ekki vanir þessum aðstæðum. Menn eru misharðir í þessu," sagði Brynjar en leikmenn Stjörnunnar hafa meðal annars prófað að drekka mjólk beint af spenanum í þessum ferðum.

„Hólmbert var búinn að troða pappír upp í nefið á sér í fyrra af því að það var svo vond lykt," bætti Jóhann við.

Hugarfarsbreyting
Jóhann er uppalinn Stjörnumaður en hann er kominn á fulla ferð á nýjan leik eftir lægð í kjölfarið á meiðslum. Jóhann sleit krossband árið 2014 en hann sýndi í fyrra að hann er kominn í gang á ný.

„Ég er búinn að ná fyrri styrk og ef ekki betri. Það var ánægjulegt að ná loksins að komast aftur almennilega af stað og hjálpa liðinu," sagði Jóhann.

„Það var hugarfarsbreyting hjá mér og ég vann í litlu prósentunum hér og þar. Ég vann auka í því sem ég þurfi að bæta í mínum leik. Fyrirgjafirnar voru ekki til fyrirmyndar hjá mér sem bakvörður og það var slæmt. Áður var ég ekki að gefa stoðsendingar en það gekk í fyrra. Þetta er líka hausinn á mér. Að gefast ekki upp í mótlæti. Mér finnst ég hafa bætt margt," sagði Jóhann.

„Maður hélt kannski að maður væri stærri en maður var en ég fór niður á jörðina og fór að klífa upp stigann hægt og rólega," bætti Jóhann við um tímann þegar hann sneri fyrst aftur eftir meiðslin.

Símtöl frá reiðu fólki og atvinnuleit
Utan vallar starfar Jóhann hjá Ormsson á þjónustu og viðgerðarsviði. „Ég fæ símtöl ef fólk er með bilaða þvottavél eða þurrkara eða bilaðar græjur," útskýrir Jóhann en hann fær oft símtöl frá reiðu fólki.

„Við Íslendingar erum skrautlegir og maður fær allan skalann. Það er bara skemmtilegt. Ég er með breitt bak og tek öllu. Maður hefur lært að vera rólegur, leyfa fólkinu að pústa og svo er spjallað um þetta."

Brynjar Gauti er hins vegar í atvinnuleit. „Ég er heimavinnandi húsfaðir í augnablikinu. Ég kláraði BS í viðskiptafræði um jólin og er að leita að einhverju. Ef einhver þarna úti er að leita ða viðskiptafræðimenntuðum fótboltamanni þá má heyra í mér," sagði Brynjar léttur en hann á von á sínu öðru barni í maí.

Stjarnan hefur leik í Pepsi-deildinni á nýju gervigrasi gegn Keflavík á föstudag. Stjörnumenn æfa einungis á gervigrasi allt árið um kring.

„Við höfum í mesta lagi farið á næsta grasbala og tekið reit. Annars höfum við bara verið á gervigrasinu. Það hefur henta okkur vel," sagði Brynjar Gauti.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild en þar ræða strákarnir meðal annars einnig um Spánarferð Stjörnunnar, Evrópukeppnina, fögnin og frægðina eftir þau.
Athugasemdir
banner
banner