Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fim 03. maí 2018 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deild kvenna: 10.sæti
Sindri
Sindra er spáð 10. og neðsta sæti 1. deildar
Sindra er spáð 10. og neðsta sæti 1. deildar
Mynd: Aðsend
Guðrún Ása er efnilegur leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í sumar
Guðrún Ása er efnilegur leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nicole Maher er komin í markið hjá Sindra
Nicole Maher er komin í markið hjá Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Sindri

Lokastaða í fyrra: 7.sæti í 1. deild. Líkt og í ár var Sindrakonum spáð neðsta sæti deildarinnar í fyrra. Slakt undirbúningstímabil lofaði ekki góðu en með vorvindunum barst frábær liðsstyrkur í erlendum leikmönnum sem blómstruðu fyrir austan og áttu stóran þátt í að tryggja sæti Sindra í deildinni.

Þjálfarinn: Hornfirðingurinn Jóna Benný Kristjánsdóttir tók við liðinu í haust. Hún er öllum hnútum kunnug fyrir austan enda hefur hún spilað um 100 leiki fyrir meistaraflokk Sindra, nú síðast í fyrra. Auk þess spilaði hún með Fram, Draupni, Magna og Hömrunum á sínum leikmannaferli. Jóna Benný er reynslubolti með stórt Sindrahjarta og það verður gaman að sjá hvernig henni gengur að í þessu krefjandi verkefni.

Styrkleikar: Liðið verður gjörbreytt frá undirbúningstímabilinu en Sindri fær til sín fjóra öfluga erlenda leikmenn sem koma til með að styðja við efnilegar heimastúlkurnar. Gæði erlendu leikmannanna, gott skipulag og Sindrahjartað verða helstu styrkleikar Sindra. Liðið fékk frábæra útlendinga í fyrra og þarf að treysta á svipaða sendingu í ár.

Veikleikar: Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu var mjög slæmt og liðið fékk á sig 46 mörk í 5 leikjum. Varnarleikurinn er því mikið áhyggjuefni. Leikmannahópinn skortir breidd og það mun hafa áhrif hversu seint allur hópurinn kemur saman. Það mun taka einhvern tíma að slípa saman liðið og það gæti haft mikil áhrif á stigasöfnun Sindrakvenna, sér í lagi í fyrri hluta móts.

Lykilmenn: Monique Goncalves, Ólöf María Arnarsdóttir og Nicole Maher.

Gaman að fylgjast með: Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir er efnilegur leikmaður með hörku skotfót. Hún gæti gert skemmtilega hluti í sumar.

Jóna Benný Kristjánsdóttir, þjálfari Sindra um spánna:

„Þetta kemur mér ekki á óvart. Við vorum ekki að gera neinar rósir í Lengjubikarnum og þess vegna er ekki óeðlilegt að spáin sé á þessa leið. Við verðum vonandi komnar með alla leikmenn til æfinga hjá okkur fyrir austan um miðjan maí og ég á von á að liðið sæki í sig veðrið eftir því sem líður á sumarið.“

„Við höldum markmiðum liðsins bara fyrir okkur, en við ætlum að sjálfsögðu að fara í alla leiki til að ná í stig og afsanna þessa spá.“

„Það verða mun sterkari lið í deildinni í ár en voru í fyrra en ég býst þó við og vonast til að deildin verði jöfn og spennandi.“


Komnar:
Monique Goncalves frá Bandaríkjunum
Crystal Lewin frá Bandaríkjunum
Katelyn Nebesnick frá Bandaríkjunum
Nicole Maher frá Bandaríkjunum

Farnar:
Laufey Lára Höskuldsdóttir er hætt
Alexandra Sæbjörg Hearn í ÍR
Leli Halldórsdóttir í Hauka
Phoenetia Browne til Frakklands
Sara Small til Ísrael
Chestely Ashley til Svíþjóðar
Shameeka Fishley til Ítalíu
Jenny Bitzer til Englands

Fyrstu leikir Sindra:
12.maí Hamrarnir – Sindri
19.maí Sindri – Haukar
27.maí ÍR - Sindri
Athugasemdir
banner
banner
banner