Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. maí 2018 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 19. sæti: Stoke
Paul Lambert tókst ekki að halda Stoke uppi, hann tók við liðinu eftir að Mark Hughes var rekinn.
Paul Lambert tókst ekki að halda Stoke uppi, hann tók við liðinu eftir að Mark Hughes var rekinn.
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri skoraði átta og lagði upp sjö í vetur.
Xherdan Shaqiri skoraði átta og lagði upp sjö í vetur.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes var rekinn frá Stoke í janúar.
Mark Hughes var rekinn frá Stoke í janúar.
Mynd: Getty Images
Joe Allen lék 36 deildarleiki í vetur og skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp sex.
Joe Allen lék 36 deildarleiki í vetur og skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp sex.
Mynd: Getty Images
Hinn 37 ára gamli Peter Crouch skoraði fimm mörk.
Hinn 37 ára gamli Peter Crouch skoraði fimm mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða tímabilið hjá Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir 10 ára dvöl í deildinni.

Mark Hughes var knattspyrnustjóri Stoke City þegar flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni síðasta haust. Lærisveinar Hughes byrjuðu tímabilið á því að tapa fyrir Everton.

Í upphafi ársins var Stoke í fallsæti og lék gegn Coventry í ensku bikarkeppninni, þar var niðurstaðan 2-1 sigur D-deildarliðsins gegn úrvalsdeildarliðinu og eftir þennan leik missti Mark Hughes starfið sem knattspyrnustjóri Stoke City.

Paul Lambert var ráðinn nýr knattspyrnustjóri Stoke City þann 15. janúar en liðið komst aldrei á flug undir hans stjórn sem endaði með því að liðið féll úr deildinni.

Besti leikmaður Stoke City á tímabilinu:
Xherdan Shaqiri er maðurinn sem fær þennan titil, markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með átta mörk og lagði upp sjö, það verður að teljast líklegt að hann fari frá Stoke í sumar.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Xherdan Shaqiri - 8 mörk
Mame Biram Diouf - 6 mörk
Choupo-Moting - 5 mörk
Peter Crouch - 5 mörk
Joe Allen - 2 mörk
Ramadan Sobhi - 2 mörk
Badou Ndiaye - 2 mörk
Darren Fletcher - 1 mark
Jesé - 1 mark
Ryan Shawcross - 1 mark
Kurt Zouma - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Xherdan Shaqiri - 7 stoðsendingar
Joe Allen - 6 stoðsendingar
Choupo-Moting - 5 stoðsendingar
Peter Crouch - 2 stoðsendingar
Mame Biram Diouf - 2 stoðsendingar
Saido Berahino - 1 stoðsending
Darren Fletcher - 1 stoðsending
Badou Ndiaye - 1 stoðsending
Erik Pieters - 1 stoðsending
Jese - 1 stoðsending
Ryan Shawcross - 1 stoðsending
Lasse Sorenson 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Joe Allen - 36 leikir
Xherdan Shaqiri - 36 leikir
Jack Butland - 35 leikir
Mame Biram Diouf - 35 leikir
Kurt Zouma - 34 leikir
Peter Crouch - 31 leikur
Erik Pieters - 31 leikur
Choupo-Moting - 30 leikir
Darren Fletcher - 27 leikir
Ryan Shawcross - 27 leikir
Ramadan Sobhi - 24 leikir
Geoff Cameron - 20 leikir
Bruno Martins Indi - 17 leikir
Kevin Wimmer - 17 leikir
Saido Berahino - 15 leikir
Moritz Bauer - 15 leikir
Jesé - 13 leikir
Badou Ndiaye - 13 leikir
Charlie Adam - 11 leikir
Glen Johnson - 9 leikir
Ibrahim Afellay - 6 leikir
Thomas Edwards - 6 leikir
Konstantinos Stafylidis - 5 leikir
Tyrese Campbell - 4 leikir
Stephen Ireland - 4 leikir
Lee Grant - 3 leikir
Josh Tymon - 3 leikir
Bojan - 1 leikur
Julien Ngoy - 1 leikur
Lasse Sorenson - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Stoke City fékk á sig 68 mörk í vetur, Stoke og West Ham fengu á sig jafn mörg mörk á tímabilinu en ekkert annað lið fékk á sig jafn mörg mörk á tímabilinu eins og Stoke og West Ham.

Hvaða leikmaður Stoke City skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Shaqiri sem skoraði átta mörk og lagði upp sjö fékk flest stig í Fantasy leiknum af leikmönnum Stoke í vetur, 155 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Stoke City á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði því fyrir tímabilið að Stoke City myndi halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni nokkuð örugglega, liðinu var spáð 10. sætinu.

Spáin fyrir enska - 10. sæti: Stoke

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Stoke City á tímabilinu
Mark Hughes rekinn frá Stoke City (Staðfest)
Lambert tekinn við Stoke (Staðfest)
Shaqiri ekki sáttur - Segir að það vanti meiri gæði í kringum sig
England: Stoke fallið úr úrvalsdeildinni (Staðfest)
Shawcross: Við munum koma til baka
Biðst afsökunar á að hafa skorað markið sem sendi Stoke niður
Lambert gat ekki beðið um meira - Elskar að vera í Stoke

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20. West Brom

Athugasemdir
banner
banner
banner