Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 15. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 16. sæti: Huddersfield
David Wagner er knattspyrnustjóri Huddersfield.
David Wagner er knattspyrnustjóri Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Steve Mounie var markahæstur hjá Huddersfield en hann skoraði sjö mörk.
Steve Mounie var markahæstur hjá Huddersfield en hann skoraði sjö mörk.
Mynd: Getty Images
Christopher Schindler er mikilvægur í vörninni hjá Huddersfield.
Christopher Schindler er mikilvægur í vörninni hjá Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Collin Quaner lagði upp flest deildarmörk Huddersfield.
Collin Quaner lagði upp flest deildarmörk Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Huddersfield í vetur.

Huddersfield var nýliði á tímabilinu sem er nú ný lokið, liðið byrjaði tímabilið frábærlega og fór taplaust í gegnum fyrstu þrjá leikina og var í þriðja sæti með 7 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Þeir heimsóttu Crystal Palace í fyrsta leik þar sem þeir sigruðu 0-3. Þeir skoruðu hins vegar ekki mikið í vetur, þeim tókst aðeins í þremur deildarleikjum að skora þrjú mörk eða fleiri.

Eitt eftirminnilegasta augnablik tímabilsins hjá Huddersfield er án efa 2-1 sigur á Manchester United í oktbóer, Rauðu djöflarnir höfðu fyrir þann leik ekki tapað leik í deildinni. Aaron Mooy og Laurent Depoitre skoruðu mörkin í sigrinum.

David Wagner er knattspyrnustjóri Huddersfield hann stýrði liðinu upp í fyrra eftir að hafa farið í umspilið í Championship deildinni. Hann hélt liðinu uppi á fyrsta tímabili þeirra í úrvalsdeildinni en það varð ekki ljóst fyrr en á miðvikudaginn í síðstu viku að þeir myndu halda sér uppi.

Liðið nældi sér í mikilvæg stig á erfiðum útivöllum undir lok tímabilsins, þeir heimsóttu bæði Manchester City og Chelsea, en gegn Englandsmeisturunum var niðurstaðan markalaust jafntefli. 1-1 jafntefli við Chelsea tryggði veru þeirra í ensku úrvalsdeildinni.

Besti leikmaður Huddersfield á tímabilinu:
Christopher Schindler er lykilmaður í vörninni hjá Huddersfield sem hélt hreinu tíu sinnum í vetur, hann á stóran þátt í því að liðið hélt sér uppi. Schindler var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Huddersfield.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Steve Mounie - 7 mörk
Laurent Depoitre - 6 mörk
Aaron Mooy - 4 mörk
Rajiv van La Parra - 3 mörk
Tom Ince - 2 mörk
Elias Kachunga - 1 mark
Joe Lolley - 1 mark
Alex Prtichard - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Collin Quaner - 4 stoðsendingar
Aaron Mooy - 3 stoðsendingar
Zanka - 2 stoðsendingar
Laurent Depoitre - 1 stoðsending
Florent Hadergjonaj - 1 stoðsending
Elias Kachunga - 1 stoðsending
Jonas Lössl - 1 stoðsending
Scott Malone - 1 stoðsending
Steve Mounie - 1 stoðsending
Alex Pritchard - 1 stoðsending
Abdelhamid Sabiri - 1 stoðsending
Christopher Schindler - 1 stoðsending
Tommy Smith - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Zanka - 38 leikir
Jonas Lössl - 38 leikir
Christopher Schindler - 37 leikir
Aaron Mooy - 36 leikir
Rajiv van La Parra - 33 leikir
Laurent Depoitre - 33 leikir
Tom Ince - 33 leikir
Jonathan Hogg - 30 leikir
Steve Mounie - 28 leikir
Collin Quaner - 26 leikir
Tommy Smith - 24 leikir
Florent Hadergjonaj - 23 leikir
Chris Löwe - 23 leikir
Scott Malone - 22 leikir
Danny Williams - 20 leikir
Elias Kachunga - 19 leikir
Philip Billing - 16 leikir
Alex Pritchard - 14 leikir
Terence Kongolo - 13 leikir
Joe Lolley - 6 leikir
Abdelhamid Sabiri - 5 leikir
Kasey Palmer - 4 leikir
Dean Whitehead - 4 leikir
Martin Cranie - 3 leikir
Michael Hefele - 2 leikir

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Huddersfield fékk á sig 58 mörk í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörðurinn Jonas Lössl fékk flest stig í vetur af leikmönnum Huddersfield, hann fékk 135 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Hudderfield á tímabilinu?

Fótbolti.net spáði Huddersfield falli fyrir tímabilið en eins og fyrr segir mun liðið leika í deild þeirra bestu á Englandi á næsta tímabili eftir að hafa endað í 16. sæti.

Spáin fyrir enska - 19. sæti: Huddersfield

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Huddersfield á tímabilinu
Mounie: Ég tek mynd af töflunni
England: Fyrsta tap Man Utd kom gegn Huddersfield
Churchill forsætisráðherra síðast er Huddersfield vann United
Wagner: Stór dagur fyrir alla í Huddersfield
Wagner: Það minnsta sem hægt er að gera fyrir góðan vin

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom

Athugasemdir
banner
banner
banner