Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 15. maí 2018 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 15. sæti: Brighton
Chris Hughton er knattspyrnustjóri Brighton.
Chris Hughton er knattspyrnustjóri Brighton.
Mynd: Getty Images
Brighton mun leika áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Brighton mun leika áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Pascal Gross kom til Brighton síðasta sumar, hann kom við sögu í öllum deildarleikjum liðsins og skoraði í þeim sjö mörk og lagði upp átta.
Pascal Gross kom til Brighton síðasta sumar, hann kom við sögu í öllum deildarleikjum liðsins og skoraði í þeim sjö mörk og lagði upp átta.
Mynd: Getty Images
Glenn Murray skoraði mest hjá Brighton, 12 mörk.
Glenn Murray skoraði mest hjá Brighton, 12 mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Brighton í vetur.

Brighton hélt sér nokkuð örugglega uppi í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Chris Hughton. Fyrsti deildarleikur þeirra var gegn Pep Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City sem eins og flestir vita unnu deildina örugglega, niðurstaðan var 0-2 tap Brighton.

Gengið var sæmilegt fyrir áramót en ekkert betra en það, eftir áramót komu sigrar sem stuðnigsmenn Brighton munu minnast á þegar kemur að því að taka saman eftirminnilegustu augnablik tímabilsins. Brighton sigraði Arsenal á heimavelli í byrjun mars með tveimur mörkum gegn einu, Lewis Dunk og Glenn Murray skoruðu mörk Brighton í leiknum.

Með 1-0 sigri Brighton á Man Utd í byrjun maí var það ljóst að þeir munu leika áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, Pascal Gross skoraði sigurmark Brighton í leiknum.

Besti leikmaður Brighton á tímabilinu:
Pascal Gross sýndi það í vetur að hann er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Brighton skoraði 7 mörk í vetur og lagði upp 8.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Glenn Murray - 12 mörk
Pascal Gross - 7 mörk
Jose Izquierdo - 5 mörk
Anthony Knockaert - 3 mörk
Tomer Hemed - 2 mörk
Lewis Dunk - 1 mark
Jurgen Locadia - 1 mark
Solly March - 1 mark
Leonardo Ulloa - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Pascal Gross - 8 stoðsendingar
Davy Propper - 4 stoðsendingar
Jose Izquierdo - 3 stoðsendingar
Dale Stephens - 3 stoðsendingar
Tomer Hemed - 2 stoðsendingar
Shane Duffy - 1 stoðsending
Lewis Dunk - 1 stoðsending
Anthony Knockaert - 1 stoðsending
Jurgen Locadia - 1 stoðsending
Solly March - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Lewis Dunk - 38 leikir
Pascal Gross - 38 leikir
Mat Ryan - 38 leikir
Shane Duffy - 37 leikir
Solly March - 36 leikir
Dale Stephens - 36 leikir
Glenn Murray - 35 leikir
Davy Propper - 35 leikir
Anthony Knockaert - 33 leikir
Jose Izquierdo - 32 leikir
Bruno - 25 leikir
Gaetan Bong - 25 leikir
Ezequiel Schelotto - 20 leikir
Beram Kayal - 19 leikir
Tomer Hemed - 16 leikir
Markus Suttner - 14 leikir
Isaiah Brown - 13 leikir
Leonardo Ulloa -10 leikir
Jurgen Locadia - 6 leikir
Jamie Murphy - 4 leikir
Liam Rosenior - 3 leikir
Connor Goldson - 3 leikir
Sam Baldock - 2 leikir
Uwe Hunemeier - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Brighton fékk á sig 54 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Pascal Gross var stigahæstur leikmanna Brighton, með 164 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Brighton á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði Brighton falli í spá sinni fyrir tímabilið, Brighton gerði hins vegar betur en það og mun áfram leika í deild þeirra bestu á Englandi á næsta tímabili.

Spáin fyrir enska - 18. sæti: Brighton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Brighton á tímabilinu
Salah og Hughton bestir í febrúar
England: Pressan eykst á Wenger eftir tap gegn Brighton
Pascal Gross: Sýndum það í kvöld að það er mikill karakter í liðinu
England: Brighton sigraði Man Utd
Hughton ætlar ekki að breyta miklu hjá Brighton

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner