Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. maí 2018 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 14. sæti: Watford
Marco Silva tók við Watford fyrir tímabilið, það gekk ágætlega í fyrstu en svo versnaði gengið eftir því sem leið á tímabilið. Hann var rekinn í janúar.
Marco Silva tók við Watford fyrir tímabilið, það gekk ágætlega í fyrstu en svo versnaði gengið eftir því sem leið á tímabilið. Hann var rekinn í janúar.
Mynd: Getty Images
Abdoulaye Doucoure er mikilvægur í liði Watford.
Abdoulaye Doucoure er mikilvægur í liði Watford.
Mynd: Getty Images
Javi Gracia er knattspyrnustjóri Watford, hann tók við liðinu í janúar.
Javi Gracia er knattspyrnustjóri Watford, hann tók við liðinu í janúar.
Mynd: Getty Images
Richarlison lagði upp fjögur mörk.
Richarlison lagði upp fjögur mörk.
Mynd: Getty Images
Watford hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2015.
Watford hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2015.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Watford í vetur.

Tímabilið sem nú er á enda var þriðja tímabil Watford í ensku úrvalsdeildinni í röð og þeir munu að minnsta kosti spila í deild þeirra bestu í eitt ár í viðbót en Watford endaði í 14. sæti.

Marco Silva tók við Watford fyrir tímabilið, eftir góða byrjun fór að halla undan fæti og Marco Silva var rekinn í janúar eftir að hafa náð aðeins í einn sigur í síðustu ellefu deildarleikjum liðsins.

Javi Gracia tók við liðinu og hann byrjaði vel með Watford og í fyrsta leik sínum með liðið gerði Watford jafntefli við Stoke og næsta á eftir sigruðu þeir Chelsea, 4-1 en í næstu umferð eftir þetta kom fyrsta tapið. Gracia tókst að halda liðinu nokkuð örugglega í efstu deild.

Besti leikmaður Watford á tímabilinu:
Frakkinn Abdoulaye Doucoure var markhæsti leikmaður Watford í deildinni á tímabilinu með sjö mörk og lagði upp þrjú, hann fær þennan titil. Gæti orðið eftirsóttur í sumar.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Abdoulaye Doucoure - 7 mörk
Richarlison - 5 mörk
Troy Deeney - 5 mörk
Andre Gray - 5 mörk
Roberto Pereyra - 5 mörk
Daryl Janmaat - 3 mörk
Will Hughes - 2 mörk
Christian Kabasele - 2 mörk
Miguel Britos - 1 mark
Etienne Capoue - 1 mark
Andre Carrillo - 1 mark
Tom Cleverley - 1 mark
Gerard Deulofeu - 1 mark
Kiko Femenía - 1 mark
Stefano Okaka - 1 mark
Molla Wague - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Richarlison - 4 stoðsendingar
Jose Holebas - 4 stoðsendingar
Abdoulaye Doucoure - 3 stoðsendingar
Will Hughes - 3 stoðsendingar
Andre Carillo - 2 stoðsendingar
Tom Cleverley - 2 stoðsendingar
Troy Deeney - 2 stoðsendingar
Andre Gray - 2 stoðsendingar
Roberto Pereyra - 2 stoðsendingar
Kiko Femenía - 1 stoðsending
Stefano Okaka - 1 stoðsending
Marvin Zeegelaar - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Richarlison - 38 leikir
Abdoulaye Doucoure - 37 leikir
Roberto Pereyra - 32 leikir
Andre Gray - 31 leikur
Troy Deeney - 29 leikir
Andre Carrillo - 28 leikir
Jose Holebas - 28 leikir
Christian Kabasele - 28 leikir
Adrian Mariappa - 28 leikir
Heurelho Gomes - 24 leikir
Etienne Capoue - 23 leikir
Tom Cleverley - 23 leikir
Kiko Femenía - 23 leikir
Daryl Janmaat - 23 leikir
Sebastian Prodl - 21 leikur
Orestis Karnezis - 15 leikir
Stefnano Okaka - 15 leikir
Will Hughes - 15 leikir
Miguel Britos - 12 leikir
Marvin Zeegelaar - 12 leikir
Ben Watson - 8 leikir
Craig Cathcart - 7 leikir
Gerard Deulofeu - 7 leikir
Molla Wague - 6 leikir
Nathaniel Chalobah - 6 leikir
Jerome Sinclair - 4 leikir
Nordin Amrabat - 3 leikir
Younes Kaboul - 2 leikir
Dodi Lukebakio - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Watford fékk á sig mörg mörk í vetur, aðeins tvö lið fengu á sig fleiri mörk en Watford, þeir fengu á sig 64 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Abdoulaye Doucoure skoraði sjö og lagði upp þrjú í vetur, hann fékk flest stig leikmanna Watford í Fantasy leiknum, 136 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Watford á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði Watford 16. sæti fyrir tímabilið sú spá var ekki langt frá því að ganga eftir en liðið endaði í 14. sæti.

Spáin fyrir enska - 16. sæti: Watford

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Watford á tímabilinu.
Marco Silva einbeittur á Watford þrátt fyrir áhuga Everton
Marco Silva rekinn frá Watford (Staðfest)
Javi Gracia tekinn við Watford (Staðfest)
England: Watford rúllaði yfir Chelsea
Gracia vill ekki missa Doucoure

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom

Athugasemdir
banner
banner
banner