Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 15. maí 2018 16:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 13. sæti: West Ham
Slaven Bilic mætti með West Ham á Laugardalsvöll fyrir tímabilið, hann var rekinn frá West Ham í nóvember
Slaven Bilic mætti með West Ham á Laugardalsvöll fyrir tímabilið, hann var rekinn frá West Ham í nóvember
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marko Arnautovic var besti leikmaður West Ham á tímabilinu.
Marko Arnautovic var besti leikmaður West Ham á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
David Moyes tók við West Ham eftir að Bilic var rekinn, hann verður líklega ekki áfram með liðið.
David Moyes tók við West Ham eftir að Bilic var rekinn, hann verður líklega ekki áfram með liðið.
Mynd: Getty Images
Aaron Cresswell lagði upp flest mörkin.
Aaron Cresswell lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Chicharito skoraði átta mörk.
Chicharito skoraði átta mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá West Ham í vetur.

West Ham byrjaði tímabilið á því að fara í heimsókn á Old Trafford þar sem liðið leit ekki vel út og tapaði 4-0 gegn Manchester United. Lítið gekk hjá liðinu síðasta haust og Slaven Bilic var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra West Ham í nóvember eftir 1-4 tap fyrir Liverpool, þá var liðið í fallsæti með 9 stig eftir 11 leiki.

Daginn eftir að Bilic var rekinn staðfesti West Ham það að David Moyes hafi verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri félagsins en Moyes samdi við West Ham út þetta tímabil sem lauk á sunnudaginn.

Moyes byrjaði ekki vel með liðið en gengið skánaði talsvert í desember og hann náði að lokum að halda liðinu nokkuð örugglega uppi.

Besti leikmaður West Ham á tímabilinu:
Marko Arnautovic skoraði 11 mörk í deildinni og lagði upp 6, hann fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Marko Arnautovic - 11 mörk
Chicharito - 8 mörk
Manuel Lanzini - 5 mörk
Mark Noble - 4 mörk
Michail Antonio - 3 mörk
Andre Ayew (Spilar nú með Swansea) - 3 mörk
Andy Carroll - 3 mörk
Cheikhou Kouyate - 2 mörk
Joao Mario - 2 mörk
Pedro Obiang - 2 mörk
Diafra Sakho - 2 mörk
James Collins - 1 mark
Aaron Cresswell - 1 mark
Angelo Ogbonna - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Aaron Cresswell - 7 stoðsendingar
Manuel Lanzini - 6 stoðsendingar
Marko Arnautovic - 6 stoðsendingar
Cheikhou Kouyate - 3 stoðsendingar
Arthur Masuaku - 3 stoðsendingar
André Ayew (Spilar nú með Swansea) - 2 stoðsendingar
Michail Antonio - 1 stoðsending
José Fonte - 1 stoðsending
Edimilson Fernandes - 1 stoðsending
Joe Hart -1 stoðsending
Joao Mario - 1 stoðsending
Pablo Zabaleta - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Pablo Zabaleta - 37 leikir
Aaron Cresswell - 36 leikir
Cheikhou Kouyaté - 33 leikir
Angelo Ogbonna - 32 leikir
Marko Arnautovic - 31 leikur
Mark Noble - 29 leikir
Chicharito - 28 leikir
Manuel Lanzini - 27 leikir
Arthur Masuaku - 27 leikir
Declan Rice - 26 leikir
Michail Antonio - 21 leikur
Pedro Obiang - 21 leikur
Joe Hart - 19 leikir
Adrián - 19 leikir
André Ayew - 18 leikir
Winston Reid - 17 leikir
Andy Carroll - 16 leikir
Diafra Sakho - 14 leikir
Edimilson Fernandes - 14 leikir
James Collins - 13 leikir
Joao Mario - 13 leikir
Jose Fonte - 8 leikir
Sam Byram - 5 leikir
Patrice Evra - 5 leikir
Jordan Hugill - 3 leikir
Josh Cullen - 2 leikir
Reece Oxford - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
West Ham ásamt Stoke var með verstu vörnina í vetur, bæði liðin fengu á sig 68 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Marko Arnautovic fékk felst stig leikmanna West Ham í vetur í Fantasy leiknum, 144 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi West Ham á tímabilinu.

Fótbolti.net spáði West Ham 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, West Ham endaði hins vegar aðeins neðar en það, í 13. sæti.

Spáin fyrir enska - 9. sæti: West Ham

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá West Ham á tímabilinu
Bilic rekinn frá West Ham (Staðfest)
Moyes tekinn við West Ham (Staðfest)
England: West Ham með mjög óvæntan sigur
Noble skellti stuðningsmanni í jörðina - Var að verja sig
Moyes: Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt
Framtíð Moyes hjá West Ham í óvissu

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner