banner
   mið 16. maí 2018 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 11. sæti: Crystal Palace
Frank de Boer náði ekki að vinna deildarleik með Crystal Palace og var rekinn í september.
Frank de Boer náði ekki að vinna deildarleik með Crystal Palace og var rekinn í september.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson tók við Crystal Palace og hélt þeim nokkuð örugglega uppi.
Roy Hodgson tók við Crystal Palace og hélt þeim nokkuð örugglega uppi.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha átti gott tímabil.
Wilfried Zaha átti gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic skoraði 10 mörk.
Luka Milivojevic skoraði 10 mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Crystal Palace í vetur.

Crystal Palace mun áfram leika í deild þeirra bestu á Englandi á næsta tímabili, en það má teljast gott því liðið byrjaði tímabilið vægast sagt skelfilega og voru stigalausir eftir fyrstu sjö umferðirnar og ekki búnir að skora mark.

Ronald de Boer var knattspyrnustjóri liðsins þegar tímabilið hófst en var rekinn eftir fjórða tapleikinn í deildinni en það var gegn Burnley. Roy Hodgson tók við liðinu og fyrstu þrír leikir hans með liðið töpuðust en í þeim fjórða fékk Crystal Palace, Chelsea í heimsókn þar sem lærisveinar Roy Hodgson sigruðu 2-1, þar var ísinn brotinn, fyrstu stigin komin í hús og fyrstu mörkin.

Á gamlársdag stöðvuðu þeir sigurgöngu Manchester City sem þá var búið að vinna átján leiki í röð þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Crystal Palace vann aðeins fjóra leiki fyrir áramót í deildinni og var með 19 stig, einu stigi frá fallsæti þegar nýtt ár gekk í garð.

Í apríl kom stærsti sigur Crystal Palace á tímabilinu þegar þeir rúlluðu yfir Leicester City, 5-0. Þeir sendu svo Stoke City niður um deild þegar þeir sigruðu þá 1-2 í byrjun maí, Roy Hodgson hefur því gert virkilega gott úr þessu tímabili með Crystal Palace eftir skelfilega byrjun.

Besti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu:
Wilfried Zaha verður eftirsóttur í sumar, hann skoraði níu mörk og lagði upp þrjú.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Luka Milivojevic - 10 mörk
Wilfried Zaha - 9 mörk
James McArthur - 5 mörk
Patrick van Aanholt - 5 mörk
Christian Benteke - 3 mörk
Bakary Sako - 3 mörk
James Tomkins - 3 mörk
Ruben Loftus-Cheek - 2 mörk
Andros Townsend - 2 mörk
Scott Dann - 1 mark
Mamadou Sakho - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Andros Townsend - 7 stoðsendingar
Christian Benteke - 5 stoðsendingar
Ruben Loftus-Cheek - 3 stoðsendingar
Wilfried Zaha - 3 stoðsendingar
Mamadou Sakho - 2 stoðsendingar
Yohan Cabaye - 1 stoðsending
James McArthur - 1 stoðsending
Luka Milivojevic - 1 stoðsending
Jeffery Schlupp - 1 stoðsending
Patrick van Aanholt - 1 stoðsending
Joel Ward - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Luka Milivojevic - 36 leikir
Andros Townsend - 36 leikir
James McArthur - 33 leikir
Christian Benteke - 31 leikur
Yohan Cabaye - 31 leikur
Wilfried Zaha - 29 leikir
James Tomkins - 28 leikir
Patrick van Aanholt - 28 leikir
Wayne Hennessey - 27 leikir
Jeffrey Schlupp - 24 leikir
Ruben Loftus-Cheek - 24 leikir
Timothy Fosu-Mensah - 21 leikur
Joel Ward - 19 leikir
Mamadou Sakho - 19 leikir
Scott Dann - 17 lleikir
Bakary Sako - 16 leikir
Martin Kelly - 15 leikir
Jairo Riedewald - 12 leikir
Julian Speroni - 11 leikir
Jason Puncheon - 10 leikir
Lee Chung-yong - 7 leikir
Aaron Wan-Bissaka - 7 leikir
Alexander Sorloth - 4 leikir
Damien Delaney - 2 leikir
Sullay Kaikai - 1 leikur
Freddie Ladapo - 1 leikur
Levi Lumeka - 1 leikur
Pape Souare - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Crystal Palace fékk á sig 55 mörk í vetur, átta mörkum minna en í fyrra.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Luka Milivojevic var afar mikilvægur í liði Crystal Palace á tímabilinu, spilaði 36 deildarleiki og skoraði í þeim tíu mörk. Fékk 144 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Crystal Palace á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði því fyrir tímabilið að Crystal Palace myndi vera í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnr þegar tímabilið væri á enda, Crystal Palace endaði hins vegar í 11. sæti.

Spáin fyrir enska - 15. sæti: Crystal Palace

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Crystal Palace á tímabilinu
Crystal Palace jafnaði met frá árinu 1924
De Boer: Ég get ekki gert meira
Búið að reka Frank de Boer frá Palace (Staðfest)
Hodgson tekinn við Crystal Palace (Staðfest)
Hodgson: Fæ mér glas af rauðvíni í kvöld
England: Man City náði ekki að skora gegn Crystal Palace
Töframaðurinn Hodgson - Gerðist síðast 1899-00

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner