Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. ágúst 2003 00:00
Elvar Geir Magnússon
Cristiano Ronaldo til Man Utd (Staðfest)
Mynd: EPA
Manchester United hefur keypt hinn 18 ára gamla Cristiano Ronaldo frá Sporting Lissabon. Ronaldo skrifaði undir fimm ára samning við Englandsmeistarana. "Ég er mjög ánægður með að vera kominn í besta félagslið í heimi og sérstaklega stoltur af því að vera fyrsti portúgalinn sem fer til Manchester United. Ég hlakka til að hjálpa liðinu á að ná enn meiri velgengni á komandi árum."

Stjóri liðsins, Sir Alex Ferguson, hafði þetta að segja: "Við höfum átt í viðræðum við Cristiano í þónokkurn tíma en þegar áhugi annarra liða fór að gera vart við sig þurftum við að vera snarir í snúningum til að fá hann. Við erum í samstarfi við Sporting og í gegnum það þá fengum við hann."

"Cristiano er mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður, jafnfættur sóknarmaður sem getur leikið allstaðar í framlínunni. Eftir leikinn við Sporting voru margir sem hvöttu mig til að kaupa hann. Hann er einn af efnilegustu leikmönnum sem ég hef séð." sagði Ferguson um leikmanninn sem kostaði 12.24 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner